í Óflokkað

Mánudaginn 27. júní bauð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur öllum starfsmönnum sem vinna að nýbyggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í tilefni af því að lagður hafði verið hornsteinn að húsinu sunnudaginn 19. júní. 

Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, ávörpuðu gestina. 

Við þetta tækifæri var tekin hópmynd sem mun standa í byggingunni til frambúðar ásamt nöfnum og þjóðernum þeirra sem reistu húsið. Starfsmennirnir eru frá mörgum löndum og ólíkar tungur hafa því hljómað í byggingunni frá upphafi. Er það vel við hæfi fyrir tungumálahús. 

Hér má sjá myndir.

Aðrar fréttir
X