í Fréttir, News, VIMIUC

Kallað er eftir greinum í fjórtánda hefti (2022) Milli mála, veftímarits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ritstjórar eru Þórhildur Oddsdóttir og Geir Þ. Þórarinsson. Í þetta sinn koma út tvö hefti.
Milli mála er í opnum aðgangi: http://millimala.hi.is/is/forsida/

Almennt hefti Milli mála 2022
Tekið við greinum á öllum fræðasviðum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum: bókmenntum, málvísindum, þýðingafræði og kennslufræði erlendra tungumála. Einnig birtir tímaritið þýðingar og umfjöllun um bækur. Allar fræðigreinar sem birtast í Milli mála eru ritrýndar. Tekið er við greinum á íslensku, dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. 
Um lengd og frágang greina, sjá hér.
Skilafrestur greina er 1. apríl 2022.

Fyrirspurnir og greinar skulu sendar til ritstjóra Milli mála:
Geir Þórarinn Þórarinsson; gtt@hi.is
Þórhildur Oddsdóttir; thorhild@hi.is

Sérhefti Milli mála 2022
Nýjar rannsóknir í annarsmálsfræðum og fjöltyngi á Íslandi
Birna Arnbjörnsdóttir ritstýrir sérhefti um nýjar rannsóknir á Íslandi á sviði annarsmálsfræða og fjöltyngis.
Greinar skulu lýsa niðurstöðum nýlegra rannsókna í annarsmálsfræðum/fjöltyngisfræðum sem tengjast íslensku sem öðru máli og/eða íslensku í nábýli við önnur tungumál, t.d.:
• eðli tvítyngis og fjöltyngis,
• fjöltyngdri málnotkun í ræðu og riti,
• fjöltyngdum samskiptum,
• viðhorfum og tengslum tungumáls og sjálfsmyndar einstaklinga og málsamfélaga,
• tungumálanámi utan og innan skóla,
• kennslu og námi seinni og erlendra mála,
• notkun tölva í tungumálanámi og -kennslu,
• málstefnu (opinberri, málsamfélaga eða fjölskyldna)
• eða öðrum rannsóknum í annarsmálsfræðum og fjöltyngi.

Greinar skulu vera á íslensku, um 5000 orð á lengd, 1 1/2 línubil, Times New Roman. Um frágang greina, sjá http://millimala.hi.is/is/reglur-um-uppsetningu/
Skilafrestur greina í sérhefti er 20. febrúar 2022. 

Fyrirspurnir og greinar skulu sendar til ritstjóra sérheftis Milli mála 2022, Birnu Arnbjörnsdóttur birnaarn@hi.is.

 

Aðrar fréttir
X