í Óflokkað

Efnt verður til menningarveislu í Háskóla Íslands af tilefni kínverska nýársins laugardaginn 20. febrúar.

Hátíðin hefst með drekadansi við Aðalbyggingu Háskólans kl. 13:45 og heldur svo dagskráin áfram inni á Háskólatorgi. Þar má njóta bardagalista, kínverskrar tónlistar og karaókí, skrautskriftar og fleira. Eitthvað við allra hæfi, ungra sem aldna.

Einnig verður í boði að smakka kínverskan mat og dreypa á kínversku gæðatei.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Konfúsíusarstofnunar Háskóla Íslands: konfusius.is

Frítt er á hátíðina og allir velkomnir. Gleðilegt ár apans!

Aðrar fréttir
X