í Óflokkað

Hinn þekkti danski teiknari Flemming Andersen stendur fyrir teiknimyndaverkstæði fyrir börn og ungmenni í Veröld – húsi Vigdísar, fimmtudaginn 10. maí.

Á stuttum námsskeiðum mun Flemming segja þátttakendum frá helstu einkennum teiknimynda og leiðbeina þeim með hvernig hægt er að teikna þær á einfaldan og skemmtilegan hátt. Þátttakendum verður skipt upp í hópa eftir aldri og fær hver hópur leiðsögn í um klukkustund.

Það er námsleið í dönsku og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem standa fyrir teiknimyndaverkstæðinu í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Viðburðurinn er styrktur af fullveldisafmælissjóði og danska menningarmálaráðuneytinu.

Námskeiðin á teiknimyndaverkstæðinu fara fram í Veröld – húsi Vigdísar þann 10-05-Námskeið fyrir 6-9 ára hefjast kl. 10.00 og 11.00, og námskeið fyrir 10 ára og eldri hefjast kl. 13.00, 14.00 og 15.00.

Viðburðirnir um Andrés Önd er annar af átta sem  námsleið í dönsku við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum standa fyrir í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands undir yfirskriftinni Á mótum danskrar og íslenskrar menningar, þar sem fjallað er um efni sem borið hafa hátt í samskiptasögu landanna á síðustu öld. Viðburðurinn er styrktur af fullveldisafmælissjóði,  danska menningarmálaráðuneytinu, Eddu Forlagi og Egmont í Danmörku.

Skráning fer fram á Tix.is: https://tix.is/is/event/6000/l-r-u-a-teikna-andres-ond-og-felaga/

Nánari upplýsingar veitir Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar. Símanúmer 8949900. Netfang: auhau@hi.is

 

 

Aðrar fréttir
X