í Fréttir

    
Myndir: Sofiya Zahova og skólabörn af Róma-uppruna. 

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er þátttakandi í verkefni sem snýr að menntun og valdeflingu Rómakvenna og gengur undir nafninu “Educated Roma women, empowered Roma communities!“. Verkefninu er stýrt af króatísku Rómasamtökunum „Kali Sara“, en meginmarkmið þess er að stuðla að því að auka menntunarstig ungra Rómakvenna á öllum svæðum Króatíu með áherslu á grunn- og framhaldsskólanám. Sofiya Zahova, rannsóknarsérfræðingur við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og höfundur  UNICEF-skýrslu um félagsleg viðmið sem hindra aðgang Rómastúlkna að menntun, hefur yfirumsjón með aðferðafræðihluta verkefnisins.

Verkefnið, sem nær til þriggja ára, er styrkt af Uppbyggingarsjóði EES og Noregs. Nánari upplýsingar um það má finna hér (upplýsingar á ensku eru neðst á síðunni).

 

 

Aðrar fréttir
X