Orðabókin

LEXÍA er orðabók sem birtist á vefnum. Orðabókin er milli íslensku og frönsku en ætlunin er að fleiri tungumál bætist við síðar. Orðabókin er unnin hjá tveimur háskólastofnunum í Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF). SÁM sér um íslenska orðabókarefnið og hefur yfirumsjón með verkinu, þ.m.t. kerfisstjórn og umsjón með gagnagrunni orðabókarinnar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur ritstýrir franska hluta orðabókarinnar. Orðabókin hefur verið í vinnslu frá árinu 2015, eftir undirbúningstímabil sem hófst nokkru áður.

Orðaforði og efniviður

Orðaforðinn er á við meðalstóra orðabók, um 50 þúsund uppflettiorð. Einkum er um að ræða orð í nútímaíslensku, en einnig er hér að finna ýmis mikilvæg orð úr eldra máli, svo og forníslensku. Efni orðabókarinnar er í stöðugri endurskoðun og reglulega bætast við hana ný orð.

Orðabókin er að nánast öllu leyti byggð á öðru verki, íslensk-skandinavísku orðabókinni ISLEX, sem er margmála veforðabók á vegum SÁM. Beygingar íslensku orðanna eru gefnar með tenglum í BÍN (Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls). Hljóðupptökur eru á framburði íslensku orðanna, og víða er að finna myndskreytingar í flettunum.

Ritstjórn og starfsmenn

Íslenski hlutinn:

Þórdís Úlfarsdóttir aðalritstjóri
Halldóra Jónsdóttir ritstjóri og verkefnisstjóri

Franski hlutinn:

Rósa Elín Davíðsdóttir ritstjóri og verkefnisstjóri frönsku
Jean-Christophe Salaün (frá 2015)
François Heenen (frá 2016)
Áslaug Marinósdóttir (2016-2017)
Auður Sturludóttir (2017)
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (frá 2017)
Ólöf Pétursdóttir (frá 2017)
Hallfríður Helgadóttir (2016-2017)
Nathalie Tresch (orðaforði í lögfræði og fjármálum)

Fundur þátttakenda í september 2016:
Karl Gadelii, Sorbonne háskóli, François Heenen, Háskóla Íslands, Anna H. Hannesdóttir, Háskólanum í Gautaborg, Jean-Christophe Salaün, Sorbonne háskóla,  Þórdís Úlfarsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, HÍ, Rósa Elín Davíðsdóttir, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, HÍ,  Áslaug Marinósdóttir, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, HÍ, Halla Helgadóttir, Háskólanum í Gautaborg.

Þátttakendur í verkefninu auk fulltrúa Erasmus plús samstarfsins, árið 2015: Halldóra Jónsdóttir, Ásdís Rósa Magnúsdóttir, Þórdís Úlfarsdóttir, Karl Gadelii, Rósa Elín Davíðsdóttir, Jean-Christophe Salaün, Anna Hannesdóttir, Magnús Sigurðsson, Erla Erlendsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir.

Fjármögnun

Styrktaraðilar verkefnisins eru eftirfarandi:

          

 

 

X