Orðabókin

LEXÍA tvímála veforðabók milli íslensku og spænsku er í sama gagnagrunni og íslensk-frönsk orðabók. Orðabókin byggir á ISLEX-veforðabókinni sem unnin er af  Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) og fimm norrænum samstarfsstofnunum. LEXÍA er samstarfsverkefni Árnastofnunar og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF) og spænski hlutinn hefur verið í vinnslu frá árinu 2017.

Fyrsta hluta verksins, íslenskt spænskt lögfræðiorðasafn, má sækja hér.

Orðaforði og efniviður

Orðaforðinn er á við meðalstóra orðabók, um 50 þúsund uppflettiorð. Einkum er um að ræða orð í nútímaíslensku, en einnig má finna orð úr eldra máli og forníslensku. Efni orðabókarinnar er í stöðugri endurskoðun og reglulega bætast við hana ný orð. Beygingar íslensku orðanna eru gefnar með tenglum í BÍN (Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls). Hljóðupptökur eru á framburði íslensku orðanna, og víða er að finna myndskreytingar í flettunum.

Ritstjórn og starfsmenn

Íslenski hlutinn: Þórdís Úlfarsdóttir aðalritstjóri, Halldóra Jónsdóttir ritstjóri og verkefnisstjóri.

Spænski hlutinn: Erla Erlendsdóttir ritstjóri og verkefnisstjóri spænsku, Núria Frías Jiménez (frá 2017), Elvira Méndez Pinedo (orðaforði í lögfræði).

X