í Óflokkað

Evrópski tungumáladagurinn

Veröld – hús Vigdísar: 26. september 2017, kl. 16.00-18.30

Mál er manns aðal

Tungumálakennsla fyrr og nú – staða og áskoranir  

16.00 Kórsöngur: Vox Feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur

16.05 Málþing opnað: Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

16.10 Ávarp: Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands og velgjörðarsendi-herra tungumála hjá UNESCO – Mennta-, vísinda- og menningar-stofnun Sameinuðu þjóðanna.  

16.20 Enskukennsla: Auður Torfadóttir fv. dósent í ensku og Agnes Ósk Valdimarsdóttir, enskukennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla.

16.40 Spænskukennsla: Guðrún Tulinius spænskukennari við Mennta­skólann í Hamrahlíð og fv. formaður Félags spænskukennara og STÍL og Hildur Jónsdóttir spænskukennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.

17.00 Þýskukennsla: Ásmundur Guðmundsson fyrrverandi þýskunnari í Menntaskólanum í Reykjavík og Solveig Þórðardóttir þýskukennari við Menntaskólann við Sund og formaður Félags þýskukennara.  

17.20 Frönskukennsla: Jórunn Tómasdóttir frönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fv. formaður STÍL og Solveig Simha frönskukennari við Landakotsskóla.

17.40 Dönskukennsla: Stella Guðmundsdóttir fv. skólastjóri og dönskukennari við Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands og Pelle Damby Carø dönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands.  

Fundarstjóri Hafdís Ingvarsdóttir prófessor.

Boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár.

Leiðsögn um Veröld – hús Vigdísar.

Fyrir athöfnina kl. 15.00 og 15.20 og að henni lokinni verður leiðsögn um Veröld – hús Vigdísar fyrir fyrrverandi og núverandi tungumálakennara. 

 

Aðrar fréttir
X