í Fréttir

Önnur málstofa ELRC um gagnagrunna og vélrænar þýðingar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar þann 28. september kl. 09:00-14:00.

Ísland er þátttakandi í evrópsku samstarfi um málföng – European Language Resource Coordination, ELRC.

Í fyrra var lögð fram metnaðarfull verkáætlun til fimm ára um íslenska máltækni, og ríkisstjórnin ákvað í lok síðasta árs að hrinda henni í framkvæmd. Samið hefur verið við sjálfseignarstofnunina Almannaróm að verða miðstöð íslenskrar máltækni og hafa umsjón með framkvæmd áætlunarinnar. Meðal annars stendur til að gera átak á sviði vélrænna þýðinga og þar mun samstarf við ELRC skipta máli. ELRC hvetur ykkur til að íhuga hversu mikið þið þarfnist fjöltyngdrar, opinberrar stafrænnar þjónustu og til að nýta sem best ónotuð en engu að síður verðmæt málföng sem þær opinberu stofnanir sem þið starfið við hafa byggt upp og safnað.

Með þessari málstofu um máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar og vélrænar þýðingar er ætlunin að vekja athygli á verkefninu meðal aðila sem sinna þjónustu við almenning og fyrirtæki en ljóst er að vélrænar þýðingar sem byggjast á gagnagrunnum eru til þess fallnar að auka og bæta aðgengi almennings og fyrirtækja að stjórnsýslu og auðvelda samskipti við stjórnvöld þvert á tungumál. Þetta er mikilvægt í samfélagi þar sem er vaxandi þörf fyrir að geta sinnt öðrum en þeim sem eiga íslensku að móðurmáli.

Sérfræðingur frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fulltrúar íslenskrar stjórnsýslu, auk sérfræðinga í máltækni og þýðingum, munu koma saman til að miðla reynslu sinni og ræða þörfina fyrir nútímalega stjórnsýslu sem þjónað getur einstaklingum á mörgum tungumálum. 

Síðast en ekki síst, verður reynt að auðkenna gagnagrunna sem nýst gætu til vélrænna þýðinga og leitað leiða til aðlögunar íslensku að CEF eTranslation og hagnýtingar slíkrar tækni innan íslenskrar stjórnsýslu og lagaumhverfis.

Vinnustofan er haldin þátttakendum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg.

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar HÉR

 

Aðrar fréttir
X