Veröld – hús Vigdísar. Fyrirlestrasalur 023, 9. maí, kl. 15.00-17.00
Málþingið „Andrés Önd á Íslandi – Danmörk sem gluggi Íslands að umheiminum“
Á þinginu verða flutt þrjú erindi:
· Davíð Þór Jónsson guðfræðingur og prestur: „Gumle, gnaske“… Andabær í vitund og samfélagi hafnfirskra barna
· Mag. art. Søren Vinterberg menningarblaðamaður á Politiken: ‘Oh skænk mig en grav…’ – verdenskulturhistorie i stribevis
· Auður Jónsdóttir rithöfundur: Andabærinn Kaupmannahöfn.
Að erindum loknum verða umræður. Málþinginu stjórnar Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Málþingið er annar viðburður af átta sem námsleið í dönsku við Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum standa fyrir í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands undir yfirskriftinni Á mótum danskrar og íslenskrar menningar, þar sem fjallað er um efni sem borið hafa hátt í samskiptasögu landanna á síðustu öld. Málþingið er styrkt af fullveldisafmælissjóði og danska menningarmálaráðuneytinu.
Málþingið fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, miðvikudaginn 9. maí kl. 15.00-17.00.