í Óflokkað

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ fer fram föstudaginn 12. febrúar kl. 11:45-12:45 í stofu 301 í Nýja-Garði.

Þar heldur Marcia Allison doktorsnemi við Annenburg School for Communication and Journalism við Háskólann í Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrirlestur um (eftir-)femínisma, femíníska málstýringu og kynhlutleysi í tungumálinu með sérstakri hliðsjón af sænska fornafninu hen.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „G“hen”der Neutral: (Post)- Feminism, Feminist Language Planning, and Gender Neutrality“ og verður fluttur á ensku. Allir eru velkomnir.

Aðrar fréttir
X