í Óflokkað

Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður og lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hélt erindi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem hann nefndi „Markaðsfræði og þýðingar. Heimsborgarinn Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness.“

Vilhjálmur velti fyrir sér hversu erfitt það var fyrir Laxnes að fá verk sín þýdd yfir á önnur tungumál. Verk hans voru snemma þýdd yfir á dönsku og sænsku og hafi þýðingar á önnur mál í upphafi byggt á þeim þýðingum. Vilhjálmur veltir fyrir sér hvað glatist í verkunum í annarri þýðingu.

Í framhaldi af því getur Vilhjálmur sér til hvaða áhrif kennsla í íslensku fyrir erlenda stúdenta hér á landi og erlendis hafi á möguleika íslenskra rithöfunda til að fá gefin út verk sín utan Íslands.

Hér má sjá myndir frá fyrirlestrinum.

Aðrar fréttir
X