í Fréttir, News, VIMIUC
Matthew James Whelpton, prófessor í ensku og málvísindum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, hlaut í dag viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu við Háskóla Íslands. Matthew lauk doktorsnámi í enskum málvísindum frá Oxforháskóla árið 1995 og var ráðinn sama ár í stöðu lektors við Háskóla Íslands. 
 
Það var Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sem afhenti verðlaunin á upplýsingarfundi sem haldinn var í Hátíðarsal skólans og las þá eftirfarandi úr umsögn dómnefndar:
 
„Hann hefur frá upphafi verið afar farsæll kennari og lagt sig fram við að tileinka sér nýjungar, kynna sér tækni og laga kennsluna að nýjum þörfum og kröfum. Nemendur hrósa honum í kennslukönnunum fyrir smitandi áhuga í kennslu, framúrskarandi undirbúning og leikni við að útskýra flókna hluti á einfaldan hátt fyrir nemendum. Haustið 2019 var Matthew ráðinn í hálft starf kennsluþróunarstjóra Hugvísindasviðs. Í því starfi hefur hann byggt á áralangri reynslu sinni sem kennari og unnið markvisst að því að auka gæði kennslu og náms á sviðinu. Á meðan heimsfaraldur geysaði vann hann þrekvirki við að leiðbeina kennurum í öllum deildum Hugvísindasviðs við að nýta sér hin ýmsu rafrænu kerfi við kennsluna. Það er ljóst að frumkvæði Matthews skipti sköpum á erfiðum tímum í starfi sviðsins og skólans alls. Matthew var tekinn inn í kennsluakademíu opinberu háskólanna haustið 2021 og er þar með einn af stofnfélögum hennar.“
 
 
Upptöku frá viðburðinum má sjá hér.
 
Aðrar fréttir
X