í Uncategorized @is

Í japönsku eru margar ólíkar leiðir til að tjá kurteisi en fáar leiðir til þess í íslensku. Engu að síður eiga íslenska og japanska ýmislegt sameiginlegt og viðhorf Íslendinga og Japana til móðurmála sinna eru svipuð. Þetta er á meðal þess sem þær Karítas Hrundar Pálsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir rekja í greininni „Tungumál tveggja eylanda: Að hvaða leyti er japanska frábrugðin íslensku?“

Greinin birtist í nýju hefti af Milli mála – tímariti um erlend tungumál og menningu, sem er komið út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Tímaritið kemur út einu sinni á ári í opnum vefaðgangi (millimala.hi.is) og birtir efni á sviði erlendra tungumála, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði. Enn fremur skal vakin athygli á merkilegri grein á dönsku eftir Børge Kristiansen, sem er einkum kunnur fyrir skrif sín um Thomas Mann. Í greininni í þessu hefti fjallar Kristiansen um klofna sjálfsmynd í skáldsögunni Lord Jim eftir Joseph Conrad og tekur þar mið af heimspekikenningum Kierkegaards og Sartres.

Auk ritrýndra greina og þýðinga er í heftinu fróðlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur eftir Ásdísi R. Magnúsdóttur sem nefnist „Að spjalla við heiminn“. Ritstjórar eru þeir Gísli Magnússon og Þórhallur Eyþórsson.

Milli mála 2017 má nálgast HÉR

EFNISYFIRLIT

Gísli Magnússon og Þórhallur Eyþórsson
Frá ritstjórum

Ásdís Rósa Magnúsdóttir
Að tala við heiminn. Spjallað við Vigdísi Finnbogadóttur

RITRÝNDAR GREINAR

Børge Kristiansen
Identitetsproblemet i Joseph Conrads Lord Jim

Carmen Quintana Cocolina
La construcción discursiva del diálogo desde la perspectiva dialéctica en La trastienda de los ojos de Carmen Martín Gaite

François Heenen
L’imparfait, un temps à deux procédures

María Anna Garðarsdóttir, Kristof Baten og Matthew Whelpton
Tileinkun frumlagsfalls í íslensku sem öðru máli

Karítas Hrundar Pálsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir
Tungumál tveggja eylanda: Að hvaða leyti er japanska frábrugðin íslensku?

Laura Canós Antonino
El microtexto en las novelas de David Trueba

Lisbet Rosenfeldt Svanøe
Tænkning og læsning – forberedelser til handlingslivet

ÞÝÐINGAR

Virgilio Piñera
Þrjár örsögur (Helvíti, Fjallið, Andvaka)

Erla Erlendsdóttir
Um Virgilio Piñera

Julieta Pinto
„Ég hef syndgað faðir…“

Hólmfríður Garðarsdóttir
Um Julietu Pinto

Lilliam Moro
En memoria de ellos / Í minningu þeirra

Hólmfríður Garðarsdóttir
Um Liliam Moro

Paura Rodríguez Leytón
Pensando en Wilde / Hugsað um Wilde

Hólmfríður Garðarsdóttir
Um Pauru Rodríguez Leytón

HÖFUNDAR, ÞÝÐENDUR OG RITSTJÓRAR

Gísli Magnússon og Þórhallur Eyþórsson
Höfundar, þýðendur og ritstjórar

Aðrar fréttir
X