í Óflokkað
Minningarathöfn um Martin Regal, dósent í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, verður haldin laugardaginn 2. desember klukkan 14 í fyrirlestrasalnum í Veröld – húsi Vigdísar. 
 
Martin lést þann 22. ágúst síðastliðinn, 66 ára gamall.
 
Athöfnin verður á ensku.
 
Martin var dósent í ensku við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsnámi í breskum og bandarískum leikbókmenntum frá Kaliforníuháskóla í Davis 1991, meistaraprófi í ensku frá sama háskóla 1983, og BA-gráðu frá Reading-háskóla árið 1975.
 
Rannsóknir hans voru á aðallega á sviði aðlögunar- og kvikmyndafræði. Hann þýddi einnig fjölmörg íslensk forn- og nútímabókmenntaverk, auk annarra verka.
 
Martin kenndi fyrst í Háskóla Íslands árið 1976 en hefur einnig kennt í Bandaríkjunum, við Stokkhólmsháskóla og Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.
 
Aðrar fréttir
X