í Óflokkað

Fimmta árlega ráðstefnan um móðurmálskennslu verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar 25. og 26. ágúst næstkomandi. Það er Móðurmál – samtök um tvítyngi sem halda ráðstefnuna. 

Megináhersla að þessu sinni er á alþjóðlegan samanburð og fyrirmyndir í móðurmálskennslu frá Kanada og Svíþjóð, meðal annars hvernig móðurmálskennsla tengist skólakerfinu og hvernig er hægt að formgera hana og veita fjöltyngdum nemendum meiri viðurkenningu fyrir móðurmálsnám.

Þrír erlendir fyrirlesarar deila reynslu sinni með móðurmálskennurum samtakanna, kennurum og öðrum áhugasömum 25. og 26. ágúst næstkomandi. Ráðstefnan verður að þessu sinni í Veröld – húsi Vigdísar, nýju húsnæði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, og tungumáladeilda HÍ.

Fyrirlesararnir eru:

Dr. Josephine Pallard, skólastjóri Philippines Heritage Language and Cultural School in Edmonton

Dr. Trudie Aberdeen, verkefnastjóri International and Heritage Languages Association in Alberta

Silvia Cordero, kennari í Modermålscentrum í Lund, Svíþjóð,

Að auki kynnir Dr. Sebastian Drude, forstöðumaður Vigdísarstofnunar, stofnunina og kennarar og sjálfboðaliðar samtakanna kynna þróunarverkefni sín, rannsóknir og fleira. 

 

Aðrar fréttir
X