í Óflokkað

Námskeiðið „orðabækur og þýðingar“ er kennt við  frönskudeild Háskóla Íslands haustið 2016. Kennari er Karl Gadelii, prófessor í málvísindum við deild norrænna mála í Sorbonne háskóla Námskeiðið er hluti af Erasmus+ samstarfsverkefni á háskólastigi sem ber heitið LEXIA – Lexicography and Open Access Web Based Dictionaries with Languages for few Speakers. Um er að ræða samstarf milli Háskóla Íslands (Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum), Sorbonne háskóla (Université de Paris-Sorbonne Paris IV) og háskólans í Gautaborg (Göteborgs universitet).

Markmið samstarfsverkefnisins er að þróa námskeið í orðabókafræði, annars vegar við Háskóla Íslands (frönsk fræði) og hins vegar við deild norrænna mála í Sorbonne háskóla. Þetta er gert samhliða vinnu við gerð íslensk-franskrar orðabókar á vefnum sem er samvinnuverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Námskeiðið er ætlað nemendum á 2. og 3. ári í BA‑námi í frönsku, meistaranemum í frönsku sem og meistarnemum í þýðingafræði með frönsku sem sérsvið. Í námskeiðinu fá nemendur innsýn inn í helstu hugtök orðfræði og orðabókafræði sem og uppbyggingu orðabóka og í lok þess munu nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á orðabókarvinnu. 

Aðrar fréttir
X