í Fréttir, News, VIMIUC
Kennsla norrænna tungumála og fjöltyngi á norðurlöndunum var meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnunni NORDAND 15 sem haldin var dagana 24.-26. maí í Veröld – húsi Vigdísar, í samvinnu Vigdísarstofnunar, Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 
Veg og vanda af umsjón ráðstefnunnar höfðu Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Jóna Guðrún Guðmundsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir. Önnur sem sátu í ráðstefnunefnd voru Birna Arnbjörnsdóttir, Branislav Bedi, Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir, Valgerður Jónasdóttir og Þóra Björk Hjartardóttir.
 
Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni voru Auður Hauksdóttir, prófessor emerita við Háskóla Íslands, Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor emerita við Háskóla Íslands, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, stofnandi fjölmenningarfyrirtækisins Kulturkompasset í Danmörku, Petra Daryai-Hansen, dósent við Kaupmannahafnarháskóla og Unn Røyneland, prófessor við Háskólann í Osló.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Aðrar fréttir
X