í Óflokkað

Athygli er vakin á því að nú er til umsóknar hjá Háskóla Íslands Nýdoktorsstarf á sviði þýðinga, þýðingafræði og/eða félagsmálvísinda. Starfið er innan Deildar erlendra tungumála en tengist jafnframt uppbyggingu nýrrar alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar undir merkum UNESCO.

Sjá nánar á heimasíðu Háskóla Íslands, http://sjodir.hi.is/sites/sjodir.hi.is/files/auglysing_postdoc15_0.pdf

Háskóli Íslands auglýsir 15 nýdoktorastyrki sem ætlaðir eru vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum fimm árum og verða þeir veittir til allt að þriggja ára. Sérstök stjórn skipuð af rektor, með fulltrúum allra fræðasviða, annast mat og forgangsröðun umsókna. Að minnsta kosti tveir nýdoktorastyrkir verða veittir á hvert af fimm fræðasviðasviðum Háskóla Íslands. Fræðasvið skólans eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir rannsóknaáformum, rannsóknaáætlun og ritvirkni umsækjanda, með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá doktorsprófi. Við val á milli umsækjenda verður enn fremur litið til þarfa hvers fræðasviðs fyrir sig. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting, frá fræðasviði, deild eða stofnun við Háskóla Íslands, á að umsækjandi njóti fullnægjandi aðstöðu og hafi aðgang að búnaði til að stunda fyrirhugaðar rannsóknir eftir því sem við á. Einnig skal umsækjandi senda með afrit af doktorsprófskírteini eða skila inn staðfestingu frá viðkomandi háskóla um að umsækjandi útskrifist á næstu 4 mánuðum eða fyrir 1. september 2015.

Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2015. Miðað er við að styrkþegar hefji störf eigi síðar en nóvember 2015.
Um ráðningarferlið fer eftir reglum nr. 569/2009 og öðrum lögum og reglum eftir því sem við á. Um tímabundna ráðningu er að ræða til allt að þriggja ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Nánari upplýsingar, þ.á.m. um ofangreinda staðfestingu á aðstöðu, veitir Sólveig Nielsen, vísinda- og nýsköpunarsviði (solveign@hi.is). Umsóknum skal skilað rafrænt, umsóknareyðublað ásamt leiðbeiningum má finna á vefslóðinni: http://sjodir.hi.is/nydoktorastyrkir_haskola_islands
 

Aðrar fréttir
X