í Óflokkað

Örnámskeið um pólska kvikmyndagerð 20. og 22. mars:

20. mars, 17-19, Lögberg 101:

Úrval verka Krzysztof Kieślowskis (auk sýningar á heimildarmyndinni “Still Alive”). Myndir Kieslowskis fjalla um almenn vandamál og hvaðan sem fólk er úr heiminum, upplifir það myndirnar á svipaðan hátt. Ást, dauði, afbrýðisemi, sorg, örvænting og val á milli góðs og ills – þetta eru allt umfjöllunarefni, vandamál og tilfinningar sem allir geta skilið og samsamað sig við.22. mars, 17-19, Lögberg 101:

Umbreytingar í pólskum kvikmyndum í Póllandi (auk sýningar á “The Purimspiel”). Eftir 26 ára tímabil pólitískra og efnahagslegra breytinga í Póllandi, mikla sjálfsvitundarleit og tímabil erlendra (aðallega bandarískra) áhrifa, er pólsk kvikmyndagerð á uppleið.

Miroslaw Jelonkiewicz hefur verið fyrirlesari í Polonicum Centre of Polish Language and Culture í Warsaw-háskóla síðan 1974 og kennir pólsku sem erlent mál. Hann sérhæfir sig í kennslu pólskrar sögu og menningr í gegnum kvikmyndir. Síðustu 25 árin hafa greinar hans verið gefnar út í tímaritum á borð við Plonicum Quarterly og Postscriptum. Hann hefur kennt pólska menningu í á annan tug evrópskra háskóla og er meðlimur í Erasmus verkefni fyrir kennara. Frá árunum 1984-89 kenndi Mr Jelonkiewicz pólsku í Háskóla í Nýju Delí á Indlandi.

Aðrar fréttir
X