í Fréttir, News, Uncategorized @is, VIMIUC

Anna Rabczuk frá háskólanum í Varsjá heimsækir Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands, í Veröld – húsi Vigdísar dagana 8 – 12. febrúar og býður í pólska menningarveislu.

Dagskrá:

  • Föstud. 8. febrúar kl. 17:00, kvikmyndasýning: Planeta Singli (Planet Single), (Mitja Okorn 2016). Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur.
  • Mánud. 11. febrúar kl. 17:00, fyrirlestur: How Polish are you? (Anna Rabczuk). Veröld – hús Vigdísar, stofa 107.
  • Þriðjud. 12. febrúar kl. 18:30, kvikmyndasýning: Najlepszy (The Best) (Lukasz Palkowski 2017). Veröld – hús Vigdísar, stofa 107.

Ókeypis er á alla viðburði. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og kvkimyndirnar sýndar með enskum texta.

Nánari upplýsingar um kvikmyndirnar og fyrirlestur Önnu Rabczuk eru hér fyrir neðan.

Planeta Singli (Pláneta hinna einhleypu):
Hann er frægur sjónvarpsmaður, hún er tónlistarkennari sem leitar að draumaprinsinum á stefnumótasíðu. Hann hjálpar henni við leitina með því að kenna henni að þekkja í sundur ólíkar manngerðir, hún kennir honum hvað lífið snýst um í raun og veru. Þau eru eins og sköpuð hvort fyrir annað en einn daginn hittir hún draumaprinsinn á netinu.

Fyrirlestur Önnu Rabczuk „How Polish are you“:
Dr. Anna Rabczuk er lektor í pólsku við Háskólann í Varsjá. Hún hefur langa reynslu af kennslu pólsku sem annars máls og hefur skrifað fjölda greina og kennslubækur um efnið. Hún heldur úti vefsíðunni “Polish with Ania” þar sem hún birtir kennslumyndbönd í pólsku. Hún flytur fyrirlestur sinn á ensku, en hér fylgir stutt ágrip:
Once you come to Poland you will love or at least be introduced to pierogi, kiełbasa and vodka but there is far more to discover about everyday behaviors of Poles. How to have a conversation, make friends, eat and drink like a Pole, what is funny and what is not at all… The examples and observations will appeal to anyone interested in cross-cultural communications. At the end of the lecture, you can take a quiz and discover your rate of Polishness. Are you completely beginners or maybe even more Polish than the Poles?

Najlepszy (Sá besti):
Myndin segir sögu Jerzy Górski sem sigraðist á eiturlyfjafíkn og náði eftir það ótrúlegum árangri sem íþróttamaður. Myndin varpar einnig ljósi á pólskt samfélag á tímum kommúnistastjórnarinnar á áttunda og níunda áratugnum.

Aðrar fréttir
X