í Fréttir, News, VIMIUC

Smásagnasafnið Raddir frá Spáni er komin út. Í safninu eru sögur eftir tuttugu og sex spænskar konur. Rithöfundarnir koma frá héruðum á meginlandi Spánar og frá Kanarí- og Baleareyjum. Smásögurnar – langar sögur og stuttar, örstuttar sögur og örsögur – spanna rúma öld og eru fjölbreyttar að efni og stíl. Þær fjalla um ástir og hatur, gleði og sorg, misrétti og ójöfnuð, vináttu og fjandskap, konur og karla, stöðu kvenna í samfélaginu og margt fleira. Erla Erlendsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönsku við Háskóla Íslands ritstýrði.

Útgáfan er styrkt af Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Miðstöð íslenskra bókmennta og Rannsóknasjóði Hugvísindastofnunar. Útgefandi er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum en Háskólaútgáfan sá um dreifingu.

 

Aðrar fréttir
X