í Fréttir

Á ráðstefnunni „IN OTHER WOR(L)DS: Nordic Dimensions of Multilingualism“ var fjallað um tungumál, margtyngi og fjölbreytileika á Norðurlöndunum. Ráðstefnan, sem var hluti af Norden 2020 áætluninni og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, fór fram í Helsinki þann 25. október og hófst kl. 8:00 að íslenskum tíma.

Sebastian Drude, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar tók þátt í ráðstefnunni fyrir hönd miðstöðvarinnar og hélt erindi um hana auk þess sem Sofiya Zahova rannsóknasérfræðingur við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hélt fyrirlestur um rannsóknir sínar á tungumáli Roma fólks. 

Dagskrá má finna hér og upptöku frá ráðstefnunni hér.

 

Aðrar fréttir
X