í Óflokkað

Vesturíslenskt mál og menning / Icelandic and Other Nordic Languages and Cultures in the Americas

Miðvikudaginn 2. desember verður efnt til ráðstefnu um efnið „Vesturíslenskt mál og menning“. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og tengist rannsóknaverkefninu „Mál, mábreytingar og menningarleg sjálfsmynd“ sem hlaut styrk úr Rannsóknasjóði (Rannís). Ráðstefnan nýtur stuðnings Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Tveir erlendir gestafyrirlesarar verða á ráðstefnunni, þær Angela Hoffman frá Uppsalaháskóla og Karoline Kühl frá Kaupmannahafnarháskóla. Auk þeirra munu innlendir fræðimenn og háskólanemar flytja fyrirlestra. Fyrirlesarar munu haga máli sínu þannig að bæði innlendir og erlendir áheyrendur geti fylgst með. Ráðstefnan er öllum opin.

09:00−09:45 Angela Hoffman: The Linguistic Landscapes of Heritage Cooking: What Swedish-American Cookbooks Reveal about the Transmission of Swedish
09:45−10:00 Hulda Vigdísardóttir: „Snapchat“ íslenskra frumbyggja í Vesturheimi / Photos as Snapchats for Early North American Icelanders
10:00-10:15 Alda Möller: Bræður braska í Nebraska / Icelandic Pioneers in Nebraska: The Tale of Three Brothers

10:15–10:45 Kaffihlé − Coffee Break

10:45–11:10 Úlfar Bragason: Um varðveislu íslensku í Vesturheimi / Preservation of Icelandic in North-America: Some Ideas
11:10–11:35 Dagný Kristjánsdóttir: Jóhann Magnús Bjarnason og Brazilíufararnir / Jóhann Magnús Bjarnason and His Novel Brazilíufararnir
11:35–11:50 Sigrún Birna Birnisd.: Mál(um)vöndun í vesturíslenskum blöðum / Comments on Language Usage in NAmIcel Newspapers
11:50−12:05 Þórhalla G. Beck: Að læra um íslensku af vesturíslensku / Mind the Gap: What Canadian Heritage Speakers Can Tell Us about the Evolution of Modern Icelandic
    
12:05–13:00 Matarhlé − Lunch Break

13:00–13:45 Karoline Kühl: A Guided Tour through Danish in the Americas: A Macro-Sociolinguistic Description, Speaker Characteristics and a Study of V3 in North American Danish.
13:45–14:10 Ásta Svavarsdóttir: Rætur og upphaf vesturíslensku / The Roots and Origins of North American Icelandic
14:10–14:35 Kristín M. Jóhannsdóttir: Notkun framvinduhorfs í vesturíslensku / Use of the Progressive Construction in NAm Icelandic

14:35–15:05 Kaffihlé − Coffee Break

15:05–15:20 Giovanni Verri: Merki flámælis í skrifum Vestur-Íslendings / Evidence for “Slack-Jawed Speechˮ in Icelandic Letters
15:20–15:35 Katrín María Víðisdóttir: Afdrif norðlenskra framburðartilbrigða vestanhafs / The Fate of “Northern Icelandicˮ in NAm Icelandic
15:35−16:00 Jóhannes Gísli Jónsson: Um fallmörkun í vesturíslensku / On Case Marking in North American Icelandic

16:00−16:15 Ávaxta- og sykurhlé − Fruit and Sugar Break

16:15−16:30 Vilborg R. Einarsdóttir: Kjarnafærsla og staða sagnar í vesturíslensku / Topicalization and Verb Placement in NAm Icelandic
16:30–16:55 Birna Arnbjörnsdóttir, Iris Nowenstein og Höskuldur Þráinsson: Um V2 og V3 í vesturíslensku / On V2 and V3 in North American Icelandic

Aðrar fréttir
X