í Óflokkað

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Halldórsson gaf Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum höfundarrétt og eignarrétt á heimildamyndinni Ljós heimsins frá árinu 2001 ásamt kvikmynduðu myndefni sem tekið var upp í tengslum við heimildamyndina. Ragnar kvikmyndaði myndina og var alfarið framleiðandi, leikstjóri og höfundur hennar.

Myndin er 70 mín að lengd og naut á sínum tíma styrks frá Kvikmyndasjóði Íslands. Það var amma kvikmyndagerðarmannsins, Jóna Kjartansdóttir, sem færði stofnuninni myndefnið föstudaginn 20. nóvember 2015, en Ragnar er búsettur erlendis. Heimildamyndin verður sett á stafrænt form og gerð aðgengileg til áhorfs á heimasíðu Vigdísar Finnbogadóttur, www.vigdis.is/. Hún mun einnig koma sér vel við hönnun sýningar um Vigdísi í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni sem nú er í byggingu við Suðurgötu.

Hér má sjá gjafabréf Ragnars.

 

Aðrar fréttir
X