Samræður um rapp og hipp hopp voru haldnar í Veröld – húsi Vigdísar þann 16. júní. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði frá verkefni þar sem 1500 skólabörn sömdu rapp saman, Peter Trier Aagaard, rappari og menningarmiðlari fjallaði um danskt rapp og rapparinn Króli hélt erindi um frelsi tungumálsins. 

Á eftir samræðunum hófst Rapp- og (h)ljóðlistarhátíð á Vigdísartorgi þar sem ný kynslóð rappara kom fram með sitt eigið frumsamda efni í bland við eldri og reyndari flytjendur frá Íslandi og Danmörku. Þau sem komu fram á hátíðinni voru Herra Hnetusmjör, Góði Úlfurinn, Oyo – George Ari, Anna Vigsø frá Danmörku, Úlfhildur Tómasdóttir, Data Grawlix, Dagur Guðnason, Björn Óli, Loke Deph med Boone & Telepa-T og Úlfur Úlfur. Sigyn Blöndal fjölmiðlakona á RÚV var kynnir hátíðarinnar.

Námsleið í dönsku í Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóðu fyrir hátíðinni sem var haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Aðrar fréttir
X