í Fréttir, VIMIUC
Félagar í Rótarý klúbbnum Reykjavík Miðborg og aðrir velunnarar færðu Vigdísi Finnbogadóttur rausnarlega gjöf í dag, málverk af henni sjálfri eftir myndlistarmanninn Stephen Lárus Stephen. Málverkið var afhjúpað í Vigdísarstofu í Veröld – húsi Vigdísar við hátíðlega athöfn þar sem listamaðurinn minntist á góða vináttu milli Vigdísar og móður sinnar, Karólínu Lárusdóttur myndlistarkonu.
Vigdís tók sjálf við verkinu, ásamt Birnu Arnbjörnsdóttur, forstöðumanni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, og Auði Hauksdóttir, fyrrverandi forstöðumanni, en því verður komið fyrir í Veröld – húsi Vigdísar.
Myndskeið frá athöfninni má sjá á vefsíðu RÚV.

     

 

Aðrar fréttir
X