í Fréttir, Uncategorized @is, VIMIUC

Ný málfundaröð, Samtal við leikhús, hófst í dag í Veröld – húsi Vigdísar með umfjöllun leikhúsfólks, þýðenda og fræðimanna um uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu Ríkharði III eftir William Shakespeare. Viðburðinum var afar vel tekið og ekki mátti heyra annað en að gestir skemmtu sér vel í fullum fyrirlestrarsal Veraldar.

Tilgangur nýju viðburðaraðarinnar er:
• Að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur með viðburðum sem tvinna saman tvö af helstu hugðarefnum hennar: leikhús og tungumál.
• Að skapa vettvang fyrir fræðilega umfjöllun um leikhús og þýddar leikhúsbókmenntir sem höfðar til almennings.
• Að auka við faglega menningarumfjöllun á Íslandi.
• Að vekja athygli á sýningum leikhúsanna og þýðingum á leikverkum úr erlendum tungumálum.

Nánar um Samtal við leikhús hér

Aðrar fréttir
X