í Óflokkað

Alþjóðlega ráðstefnan Priseal IV haldin í Veröld – húsi Vigdísar dagana 14.-16. september. Fjölmargir sérfræðingar í ritun fræðilegra greina á ensku komu þar saman og kynntu niðurstöður rannsókna sinna, farið var yfir sviðið vítt og breytt og fjallað um áskoranir sem fylgja fræðilegri útgáfu á öðru máli en móðurmálinu. Priseal (Publishing and Presenting Research Internationally: Issues for Speakers of English as an Additional Language) eru alþjóðleg samtök um ritun fræðigreina á ensku til útgáfu er enska er viðbótarmál ritenda.

Birna Arnbjörnsdóttir prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands, Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við Háskóla Íslands og Jóna Guðrún Guðmundsdóttir doktorsnemi í enskum málvísindum við Háskóla Íslands áttu veg og vanda að skipulagningu ráðstefnunnar, ásamt þeim Sally Burgess lektors við University of La Laguna og Margaret Cargill dósent við University of Adelaide, sem komu að undirbúningi fyrir hönd Priseal.

Lykilræðumenn ráðstefnunnar voru þær Karen Englander frá York University í Toronto, Anna Kristina Hultgren frá Open University í Manchester auk Hafdísar Ingvarsdóttur frá Háskóla Íslands. Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel og mikil ánægja var meðal þátttakenda jafnt sem skipuleggjendenda að henni lokinni.

Aðrar fréttir
X