í Fréttir, News, VIMIUC
Út er komin skáldsagan Bákn eftir Gregory Alan Phipps, lektor í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Sögusvið bókarinnar eru Reykjavík og borgirnar Windsor og Vancouver í Kanada.
 
Gregory lauk doktorsgráðu frá McGill háskóla í Montreal, Kanada, og sinnti eftir það stöðu nýdoktors við Oxfordháskóla áður en hann var ráðinn sem lektor við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að mörkum bandarískra bókmennta og verkhyggju. Meðal sérstakra áhugasviða má nefna Henry James, Harlem endurreisnina, bandarískan samtímaskáldskap, breskar samtímabókmenntir, evrópska heimspeki, bókmenntir Viktoríutímans og margt fleira. 
 
Bákn er þriðja bókin sem kemur út eftir Gregory Alan Phipps, en áður hafa tvær bækur hans á sviði bókmenntafræði verið gefnar út hjá forlaginu Palgrave Macmillan. Bákn kemur út á rafrænu formi, og hægt er að nálgast hana á Amazon
Aðrar fréttir
X