í Óflokkað

Ekki mátti heyra saumnál detta á fyrirlestri Mai Al-Nakib þar sem hún kynnti smásagnasafn sitt The Hidden Lights of Objects á hádegisfyrirlestri í Árnagarði í Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. janúar 2016. Rithöfundurinn, sem einnig er dósent í enskum bókmenntum við Háskólann í Kúvæt, las úr smásögum sínum og fjallaði um hvers vegna hún skrifaði á ensku en ekki arabísku. Sögurnar fjalla um daglegt líf fólks í Kúvæt og minnast horfins heims fyrir 10. áratuginn og sérstaklega fyrir 2001 og innrásina í Írak, þegar Kúvæt var fjölmenningarlegt og opnara samfélag en það er nú. 
Þórir Jónsson Hraundal, umsjónarmaður Miðausturlandafræða við Háskóla Íslands, kynnti höfundinn. Smásagnasafnið The Hidden Lights of Objects má nálgast í Bóksölu stúdenta.

Aðrar fréttir
X