í Óflokkað

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.  

Vigdísarstofnun er vísinda- og þekkingarsetur, sem starfar innan vébanda Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, sjá skipurit. Miðstöðin verður starfrækt á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna og starfsreglna fyrir stofnunina. Auk rannsókna- og vísindastarfs er hlutverk Vigdísarstofnunar að vekja leika sem lærða til vitundar um mikilvægi tungumála fyrir menningu alls mannkyns og gildi  þýðinga og tungumálakunnáttu fyrir farsæl samskipti þjóða.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Doktorsgráða á sviði tungumála, menningarfræða, þýðinga eða máltækni.
· Reynsla af rannsóknum og/eða umsjón með rannsóknaverkefnum.
· Reynsla af stjórnun og styrkumsóknum.
· Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
· Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
· Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfssvið

Hlutverk forstöðumanns er að annast daglegan rekstur stofnunarinnar auk þess að efla rannsókna- og þróunarstarf hennar. Í því felst m.a.:

· Stjórnun, rekstur, fjáröflun og vinna við styrkumsóknir til rannsókna.
· Umsjón og ábyrgð á alþjóðlegum rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarverkefnum.
· Kynningarstarf og umsjón og ábyrgð á fræðsluverkefnum á vegum stofnunarinnar.
· Önnur verkefni að beiðni stjórnar sem eru til þess fallin að efla starf stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2016. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.  Stefnt er að því að ráða í starfið sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Hauksdóttir forstöðumaður og formaður stjórnar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í síma 525 4209 og 5254191, netfang auhau@hi.is

Umsókn sem greinir frá menntun og fyrri störfum skal senda til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið starfsumsoknir@hi.ismerkt HI16070030. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. 

Aðrar fréttir
X