í Fréttir, News, VIMIUC

Hinum árlega Háskóladegi verður fagnað laugardaginn 27. febrúar kl. 12-16, að þessu sinni alfarið á netinu vegna samkomutakmarkana. Á deginum gefst gestum m.a. kostur á spjalla við nemendur og kennara í hverri einustu námsleið í grunnnámi í Háskóla Íslands á opnum fjarfundum um hvaðeina sem snertir námsleiðina. Háskólinn verður jafnframt með beina útsendingu frá Hátíðasal þar sem vísindamenn skólans ræða rannsóknir og samfélagsmál og sýna á sér aðrar hliðar en oftast sjást í fjölmiðlum. Framhaldsnám innan Háskóla Íslands verður kynnt sérstaklega á fjarfundum í marsmánuði.  

Á Stafræna Háskóladeginum verður hver og ein námsleið við Háskóla Íslands með sinn fjarfund og hægt verður að fara inn á fundina hvenær sem á milli kl. 12 og 16 í gegnum vefsíðu Háskóladagsins, þar sem allar nánari upplýsingar er að finna.

Aðrar fréttir
X