í Óflokkað

 

 

 

 

 

 

Hópur starfsmanna Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands er nú staddur í starfsmenntunarferð í Kína og efndi fyrr í vikunni til málþings ásamt Beijing Foreign Studies University, um menningarsamskipti og tungumálakennslu.

 

Við þetta tilefni tók einnig til starfa Stofnun í íslenskum fræðum innan BFSU sem Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína tók þátt í að vígja. Við skólann eru kennd yfir 90 tungumál og mun þeim fjölga í 104 á næstunni. Gestum frá Íslandi var enn fremur boðið í heimsókn til Hanban, höfuðstöðva Konfúsíusarstofnana um heim allan.

Frétt um heimsóknina sem birtist á vef háskólans Beijing Foreign Studies University má sjá HÉR

Frétt um heimsóknina af vef Háskóla Íslands má sjá HÉR.  

Aðrar fréttir
X