í Óflokkað

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því?

Deild erlendra tungumála, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Íslenska sem annað mál og Íslenskuþorpið við Háskóla Íslands efna í samstarfi við Café Lingua Borgarbókasafns Reykjavíkur til stefnumóts tungumála og tungumálanemenda í Stúdentakjallara Háskóla Íslands fimmtudaginn 5. mars kl. 16:30.

Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að miðla og/eða læra tungumál.

Aðrar fréttir
X