í Óflokkað

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur vekur athygli á Stefnumóti tungumála – Date a Language sem fram fer í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 6. október nk. kl. 16.30-18.00.

Nemendur í námsleiðinni íslenska sem annað mál og nemendur í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda deila móðurmáli sínu og því tungumáli sem þeir eru að læra.

Stefnumót tungumála – Date a Language er samstarfsverkefni á vegum Café Lingua – lifandi tungumál (Borgarbókasafn Reykjavíkur), Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, námsleiðar í íslensku sem öðru máli og Íslenskuþorpsins. Viðburðurinn er skipulagður í samvinnu við nemendur í námsleiðinni íslenska sem annað mál og nemendur í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda.

Allir eru velkomnir.

Aðrar fréttir
X