í Óflokkað

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fékk afhent safn upplýsinga um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur í gær. Efnið verður gert aðgengilegt á www.vigdis.is ásamt fjölda ljósmynda sem eru til vitnis um mikilvægt framlag hennar hér heima og erlendis. Áhersla verður lögð á skýra framsetningu efnisins.

Valdar verða ljósmyndir sem verða skannaðar, unnar og aðlagaðar að vef. Notast verður við fjölmiðlaefni í þremur bókum sem safnað var af fjölmiðlavakt Creditinfo en auk þess verður nýju efni bætt við frá árinu 2009 til dagsins í dag. Hluta efnisins verður hægt að skoða í Vigdísarstofu sem verður til húsa í nýbyggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem nú rís við Suðurgötu. Stofnunin verður vígð vorið 2017.

Þetta viðamikla verkefni mun sjá til þess að varðveita heimildir um forsetatíð Vigdísar og auka aðgengi allra að efni um hana.

Creditinfo, Íslandsbanki, Veritas Capital og Pfaff standa að verkefninu.

Hér má sjá myndir.

Aðrar fréttir
X