Ársskýrsla_SVF_2012

Á árinu 2012 störfuðu 42 fræðimenn við stofnunina auk verkefnisstjóra. Á ársfundi SVF þann 11. maí tóku gildi nýjar reglur um starfsemi stofnunarinnar, en þær kveða á um að forseti Hugvísindasviðs skipi fimm manna stjórn til þriggja ára í senn. Félagar í SVF skulu tilnefna, á grundvelli kosningar á ársfundi, formann stjórnar, sem og þrjá meðstjórnendur og tvo til vara úr sínum röðum. Þá skal einn stjórnarmanna vera úr hópi doktorsnema á fræðasviðum stofnunarinnar.

Með nýju reglunum var fagráð lagt af. Fram að ársfundinum gegndi Auður Hauksdóttir starfi forstöðumanns stofnunarinnar og varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir. Í fagráði sátu, auk þeirra, þau Birna Arnbjörnsdóttir, Gauti Kristmannsson, Geir Sigurðsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir, sem öll voru kosin til tveggja ára á ársfundi SVF vorið 2010.
Vorið 2012 tók við ný stjórn til þriggja ára, en hana skipa: Auður Hauksdóttir, formaður, Birna Arnbjörnsdóttir, Ásdís R. Magnúsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir og Aleksandra Maria Cieslinka, doktorsnemi í þýðingafræðum, tilnefnd af Félagi doktorsnema. Sigurður Pétursson og Oddný G. Sverrisdóttir voru kjörin varamenn. Auður Hauksdóttir gegndi áfram starfi forstöðumanns.
Fagráðið kom saman fjórum sinnum á árinu og ný stjórn fimm sinnum. Í desember áttu starfsmenn fundi með alþjóðlegri ráðgjafanefnd, sem hefur verið stofnuninni til ráðuneytis um uppbyggingu Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.

Ritnefnd stofnunarinnar var skipuð þeim Ásdísi R. Magnúsdóttur, Erlu Erlendsdóttur og Gauta Kristmannssyni. Á haustmisseri var Gauti erlendis í rannsóknaleyfi og tók Rebekka Þráinsdóttir sæti í ritnefnd í fjarveru hans.

Hrefna Ingólfsdóttir gegndi starfi verkefnisstjóra fram til 1. júní, en þá tók Anna María Benediktsdóttir við starfinu tímabundið eða til 1. september, þegar Guðrún Kristinsdóttir var ráðin verkefnisstjóri, en hún var valin til starfans úr hópi mikils fjölda umsækjenda.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er aðildarstofnun Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands og rannsóknavettvangur kennara í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda. Rannsóknir stofnunarinnar snúast um erlend tungumál frá ýmsum sjónarhornum, en helstu rannsóknasviðin eru:

 • Málvísindi, m.a. samanburðarmálvísindi, máltaka, orðaforði, hljóðfræði, annarsmálsfræði.
 • Bókmenntir, m.a. bókmenntir einstakra þjóða og málsvæða, t.d. enskar, þýskar, rússneskar og asískar bókmenntir, bókmenntir spænskumælandi landa og Norðurlandabókmenntir.
 • Menningarfræði í tengslum við ákveðin málsvæði og í samanburði milli málsvæða í sögu og samtíð.
 • Samskipti á erlendum málum og notagildi þeirra í atvinnulífi.
 • Kennsla erlendra tungumála og þróun kennslugagna.
 • Þýðingar, bæði bókmennta- og nytjaþýðingar.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur leggur áherslu á að vekja fólk til vitundar um að fjölmenningarleg viðhorf og þekking á öðrum þjóðum og tungumálum feli í sér persónulegan, menningarlegan og efnahagslegan ávinning. Hnattvæðing kallar á þekkingu og færni sem tekur mið af sívaxandi samskiptum á öllum sviðum og einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem nýta sér tungumálakunnáttu og menningarinnsæi standa betur að vígi á alþjóðavettvangi en ella. Í rannsóknastarfi er haft að leiðarljósi að auka skilning á máltileinkun og tungumálakunnáttu á öllum sviðum þjóðlífsins og efla menningarmiðlun. Lögð er sérstök áhersla á miðlun upplýsinga um nýjungar í kennslu tungumála á öllum skólastigum, enda er það markmið stofnunarinnar að styðja kennslu í erlendum tungumálum og byggja upp öflugar rannsóknir á því sviði.
Auk rannsókna stuðlar stofnunin að upplýstri umræðu í þjóðfélaginu um tungumál og tungumálanám, samskipti á erlendum tungum og menningarfræði. Þetta hlutverk sitt rækir hún með fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi auk útgáfu fræðirita og kennsluefnis. Stofnunin gefur út tímaritið Milli mála sem kemur út einu sinni á ári og fjallar um rannsóknir á fræðasviðum SVF. Stofnunin tekur þátt í krefjandi verkefnum á fræðasviði sínu í samstarfi við íslenska og erlenda fræðimenn og háskólastofnanir.

Stofnunin fær árlegt framlag frá Háskóla Íslands en auk þess hafa fyrirtæki og stofnanir, ásamt menningar- og rannsóknasjóðum veitt styrki til að hrinda sérstökum verkefnum í framkvæmd. Starfsmenn hafa einnig hlotið styrki úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum til rannsókna sinna. Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. Nánari upplýsingar um Styrktarsjóðinn má finna síðar í skýrslunni.

Auk þess að standa fyrir málþingum og fyrirlestrum var stofnunin aðili að þremur alþjóðlegum ráðstefnum á árinu. Í fyrsta lagi kom stofnunin að ráðstefnunni Art in Translation þar sem fjallað var um ýmsa fleti á ritlist, bæði í fræðilegum erindum og listrænum gjörningum. Þá kom hún að ráðstefnunni Homage to Elena Poniatowska sem haldin var í tilefni íslenskrar þýðingar á skáldsögu eftir mexíkóska rithöfundinn og blaðakonuna Elenu Poniatowsku. Einnig stóð stofnunin fyrir ráðstefnunni Lingua Nordica – Lingua Franca þar sem fjallað var um rannsóknir á norrænum tjáskiptum, einkum hvað varðar það sem auðveldar eða torveldar tjáskipti á milli Norðurlandabúa.

Evrópski tungumáladagurinn var að venju haldinn hátíðlegur þann 26. september, að þessu sinni í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og Máltæknisetur. Dagskráin bar yfirskriftina „Tungumál, tækni og tækifæri“ og fjallaði um hvernig ný þekking og tækni geta nýst í þágu tungumálanáms og samskipta á erlendum tungumálum.

Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar

Á síðustu árum hefur verið ötullega unnið að því að koma á fót Vigdísarstofnun – alþjóðlegri miðstöð tungumála og menningar. Nýjar starfsreglur fyrir Vigdísarstofnun voru unnar og þær samþykktar af stjórn SVF þann 19. nóvember og af stjórn Hugvísindastofnunar 27. nóvember. Starfsreglur Vigdísarstofnunar má nálgast á www.vigdis.hi.is.
Á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem fram fór í París í nóvember 2011 var samþykkt einróma að heimila að gerður yrði samningur milli UNESCO og ríkisstjórnar Íslands um að Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir merkjum UNESCO. Í þessu felst mikil viðurkenning á störfum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og mikilvægur stuðningur við framtíðaráform hennar. Reglur um starfsemi stofnunarinnar hafa nú verið sendar UNESCO og má vænta þess að samningur milli aðila um að Vigdísarstofnun starfi undir merkjum UNESCO verði undirritaður á fyrri hluta næsta árs.

Nú er í undirbúningi að reisa byggingu fyrir Vigdísarstofnun og aðra starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu.
Á fundi háskólaráðs 7. apríl 2011 var samþykkt skipun byggingarnefndar SVF skv. tillögu Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Formaður nefndarinnar er Eiríkur Hilmarsson, lektor í viðskiptafræði, en auk hans skipa nefndina Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku og forstöðumaður SVF, Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í viðskiptafræði, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur og Ásdís Guðrún Sigmundsdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði. Með nefndinni starfa Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Sigurlaug I. Lövdahl, skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.
Í desember 2011 var efnt til hönnunarsamkeppni um bygginguna og bárust 43 tillögur frá 9 löndum. Niðurstöður voru kunngjörðar hinn 16. maí. Dómnefnd skipuðu: Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, formaður, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF, Ingjaldur Hannibalsson prófessor, Halldór Gíslason, prófessor við Listaháskólann í Osló, arkitekt FAÍ, og Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt FAÍ. Að vinningstillögunni stóðu þeir Gunnlaugur Magnússon, Haraldur Örn Jónsson, Hjalti Parelius, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson frá arkitektastofunni arkitektur. is. Í umsögn dómnefndar um verðlaunatillöguna segir meðal annars: „…helstu kostir tillögunnar eru ágæt tengsl við umhverfið og góð innbyrðis tengsl í byggingunni. Innri rými hverfast um opið miðrými sem tengir allar hæðir hússins og eru góð sjónræn tengsl milli hæða.“
Hönnunarvinna hófst sl. sumar og er áætlað að verklegar framkvæmdir geti hafist á næstu misserum.

Viljayfirlýsing um samstarf um Vigdísarstofnun

Í nóvember 2012 undirrituðu rektorar Háskólans í Bergen, Tækniháskólans í Þrándheimi (NTNU) og Háskóla Íslands, ásamt forsvarsmönnum Hordaland Fylkeskommune og Nynorsk Kultursentrum, viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Samstarfið tekur til áranna 2013 og 2014 og í viljayfirlýsingunni er sérstök áhersla lögð á mikilvægi norsk-íslenskra og norrænna tungumála- og menningarrannsókna. Kveðið er á um skipun starfshóps, en í honum eigi sæti fulltrúar frá framangreindum stofnunum, ásamt sendilektor í norsku við Háskóla Íslands og lektor í íslensku við Háskólann í Bergen.

Alþjóðlega ráðgjafanefndin

Á undanförnum árum hefur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur notið fulltingis alþjóðlegrar ráðgjafanefndar, sem hefur verið henni til ráðuneytis um uppbyggingu alþjóðlegu tungu-málamiðstöðvarinnar. Ráðgjafanefndin er skipuð fjórum virtum fræðimönnum, þeim Anju Saxena, prófessor við Uppsalaháskóla, Bernard Comrie, prófessor og forstöðumanni við Max Planck Institut í Leipzig, Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, og Peter Austin, prófessor við SOAS við Lundúnaháskóla. Dagana 6. og 7. desember átti nefndin fundi með starfsfólki Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur að Bernard Comrie undanskildum, sem forfallaðist vegna veikinda. Á fundunum, sem voru fjölsóttir, fengu starfsmenn SVF kærkomið tækifæri til að kynna og ræða áætlanir um eflingu rannsókna og framtíðarstarf stofnunarinnar.

Stjórn og starfsmenn 

Hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum starfa að jafnaði á fjórða tug fræðimanna. Á árinu gegndi Auður Hauksdóttir starfi forstöðumanns stofnunarinnar og varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir. Fagráð stofnunarinnar var kosið vorið 2010 til tveggja ára, en í því eiga sæti, auk forstöðumanns og varaforstöðumanns, þau Birna Arnbjörnsdóttir, Gauti Kristmannsson, Geir Sigurðsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir. Verkefnastjóri var Hrefna Ingólfsdóttir.

Fagráðið kom saman sjö sinnum á árinu, en auk þess voru haldnir nokkrir fundir með starfsmönnum stofnunarinnar. Dagana 14.-15. apríl átti fagráðið fund með prófessorunum Jens Allwood við Gautaborgarháskóla og Peter Austin við SOAS í Lundúnum, en þeir eiga báðir, ásamt Anju Saxena, prófessor við Uppsalaháskóla, og Bernard Comrie, prófessor og forstöðumanns hjá Max Planck stofnuninni í Leipzig, sæti í alþjóðlegri nefnd sem hefur verið SVF til ráðgjafar um alþjóðlegu tungumálamiðstöðina.

Í ritstjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sátu Ásdís R. Magnúsdóttir, Erla Erlendsdóttir og Gauti Kristmannsson.

Á árinu hlaut Gauti Kristmannsson framgang í starf prófessors.

Starfssvið og hlutverk 

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands og rannsóknavettvangur kennara í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda. Rannsóknir stofnunarinnar snúast um erlend tungumál frá ýmsum sjónarhornum, en helstu rannsóknarsviðin eru:

• Málvísindi, m.a. samanburðarmálvísindi, máltaka, orðaforði, hljóðfræði, annarsmálsfræði

• Bókmenntir, m.a. bókmenntir einstakra þjóða og málsvæða t.d. enskar og þýskar bókmenntir, asískar og rómanskar bókmenntir og Norðurlandabókmenntir

• Menningarfræði í tengslum við ákveðin málsvæði og í samanburði milli málsvæða í sögu og samtíð

• Samskipti á erlendum málum og notagildi þeirra í atvinnulífi

• Kennsla erlendra tungumála, m.a. þróun kennslugagna

• Þýðingar m.a. bókmennta- og nytjaþýðingar

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur leggur áherslu á að auka skilning á því að fjölmenningarleg viðhorf og þekking á öðrum þjóðum og tungumálum fela í sér persónulegan, menningarlegan og efnahagslegan ávinning. Hnattvæðing kallar á þekkingu og færni sem tekur mið af sívaxandi samskiptum á öllum sviðum. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem nýta sér tungumálakunnáttu og menningarinnsæi standa betur að vígi á alþjóðavettvangi en ella. Í rannsóknastarfi er haft að leiðarljósi að auka skilning á mál tileinkun og tungumálakunnáttu á öllum sviðum þjóðlífsins og efla menningarmiðlun. Þannig stuðlar stofnunin að auknum og jákvæðum samskiptum við fólk af erlendu þjóðerni og aukinni menningarfærni einstaklinga og þjóðfélagsins í heild. Lögð er sérstök áhersla á miðlun upplýsinga um nýjungar í kennslu tungumála á öllum menntastigum, enda er það markmið stofnunarinnar að styðja kennslu í erlendum tungumálum og byggja upp öflugar rannsóknir á því sviði.

Auk rannsókna stuðlar stofnunin að upplýstri umræðu í þjóðfélaginu um tungumál, tungumálanám, samskipti á erlendum tungum og menningarfræði. Þetta hlutverk sitt rækir hún með fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi auk útgáfu fræðirita og kennsluefnis. Stofnunin tekur þátt í krefjandi verkefnum á fræðasviði sínu í samstarfi við íslenska og erlenda fræðimenn og háskólastofnanir. Stofnunin fær árlegt framlag frá Háskóla Íslands en auk þess hafa fyrirtæki og stofnanir, ásamt menningar- og rannsóknarsjóðum veitt styrki til að hrinda sérstökum verkefnum í framkvæmd. Starfsmenn hafa einnig hlotið fjölda styrkja úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum til rannsókna sinna. Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar og á árinu 2011 fór fyrsta styrkveiting fram hjá sjóðnum þegar úthlutað var tveimur milljónum króna til fimm verkefna á fagsviðum stofnunarinnar. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans föstudaginn 15. apríl. Nánari upplýsingar um Styrktarsjóðinn má finna síðar í skýrslunni og á vefsíðu stofnunarinnar https://www.vigdis.hi.is/styrktarsjodur

Starfsemi stofnunarinnar

Árið 2011 var tíunda starfsár Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Á þessum tímamótum var lögð áhersla á að efla innra starf stofnunarinnar og móta framtíðarstefnu um rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Að venju var lögð áhersla á að miðla rannsóknum fræðimanna stofnunarinnar með því að standa fyrir ráðstefnum, málþingum og fyrirlestrum og með útgáfu fræðirita. Auk málþinga og fyrirlestra stóð stofnunin fyrir tveimur viðamiklum alþjóðlegum ráðstefnum á árinu 2011. Annars vegar var um að ræða ráðstefnuna NORDAND 10, þar sem fjallað var um rannsóknir á norrænum málum, sem öðru og erlendu máli, og hins vegar ráðstefnuna Milepæl i nordisk fremtidsforskning på sprog- og kulturområdet, sem haldin var í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Báðar ráðstefnurnar voru fjölsóttar og þóttu takast með eindæmum vel. Í tilefni af afmæli Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl hélt hinn þekkti málvísindamaður Peter Austin, prófessor við University of London, opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskólans, sem bar heitið: 7000 tungumál veraldar-Fjölbreytni tungumála og menningar-staðbundið og á heimsvísu. Við þetta tækifæri var úthlutað í fyrsta sinn úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Að venju var Evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur. Að þessu sinni var efnt til fjölbreyttrar dagskrár í Hátíðarsal Háskólans í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, STÍL – samtök tungumálakennara og samtökin AUS, AFS og Móðurmál.

Áfram var unnið að undirbúningi fyrir byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu. Efnt var til hönnunarsamkeppni um bygginguna sem verður um fjögur þúsund fermetrar að stærð þegar bílakjallari er talinn með. Niðurstöður í hönnunarsamkeppni verða kynntar um miðjan maí 2012 og er áætlað að verklegar framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta árs 2013 og að byggingin verði tekin í notkun haustið 2014. Íslensk stjórnvöld leituðu eftir samþykki Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um að alþjóðlega tungumálamiðstöðin fengi að starfa undir formerkjum hennar og var það samþykkt á ársfundi UNESCO í nóvember. Í þessu felst mikil viðurkenning á störfum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og mikilvægur stuðningur við framtíðaráform hennar.

Stjórn og starfsmenn

Hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum starfa 35 fræðimenn. Á árinu gegndi Auður Hauksdóttir starfi forstöðumanns stofnunarinnar og varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir.

Á ársfundi vorið 2010 var kosið nýtt fagráð til tveggja ára. Í því eiga sæti, auk forstöðumanns og varaforstöðumanns, þau Birna Arnbjörnsdóttir, Gauti Kristmannsson, Geir Sigurðsson, Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir. Úr fagráði gengu Lars Göran Johanson, Júlían M. D’Arcy og Hólmfríður Garðarsdóttir.

Laufey Erla Jónsdóttir lét af starfi verkefnastjóra á vordögum. Svanhvít Aðalsteinsdóttir var tímabundið ráðin verkefnastjóri í byrjun árs 2010 til að annast skipulagningu hátíðardagskrár, sem haldin var í tilefni af stórafmæli Vigdísar. Þegar Laufey lét af störfum tók Svanhvít við starfi verkefnastjóra og sinnti því uns Hrefna Ingólfsdóttir var ráðin til stofnunarinnar í október.

Á árinu 2010 hlutu þær Ásdís R. Magnúsdóttir, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir og Oddný G. Sverrisdóttir framgang í stöðu prófessors.

Starfssvið og hlutverk

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun innan Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Stofnunin er rannsóknavettvangur kennara í deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, sem starfar innan Hugvísindasviðs. Rannsóknir stofnunarinnar snúast um erlend tungumál frá ýmsum sjónarhornum, en helstu rannsóknarsviðin eru:

• Málvísindi, m.a. samanburðarmálvísindi, máltaka, orðaforði, hljóðfræði

• Bókmenntir, m.a. bókmenntir einstakra þjóða og málsvæða, t.d. enskar og þýskar bókmenntir, asískar og rómanskar bókmenntir og Norðurlandabókmenntir

• Menningarfræði í tengslum við ákveðin málsvæði og samanburð milli málsvæða í sögu og samtíð

• Samskipti á erlendum málum og notagildi þeirra í atvinnulífi

• Kennsla erlendra tungumála, m.a. þróun kennslugagna

• Þýðingar, m.a. bókmennta og nytjaþýðingar

Tungumál eru lykill að menningu þjóða. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur leggur áherslu á að auka skilning á því að fjölmenningarleg viðhorf og þekking á öðrum þjóðum og tungumálum fela í sér persónulegan, menningarlegan og efnahagslegan ávinning. Hnattvæðing kallar á þekkingu og færni sem tekur mið af sívaxandi samskiptum á öllum sviðum. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem nýta sér tungumálakunnáttu og menningarinnsæi standa betur að vígi á alþjóðavettvangi en ella. Í rannsóknastarfi er haft að leiðarljósi að auka tungumálakunnáttu á öllum sviðum þjóðlífsins og efla menningarmiðlun. Þannig stuðlar stofnunin að auknum og jákvæðum samskiptum við fólk af erlendu þjóðerni og aukinni menningarfærni einstaklinga og þjóðfélagsins í heild. Stofnunin leggur sérstaka áherslu á miðlun upplýsinga um nýjungar í kennslu tungumála á öllum menntastigum, enda er það markmið stofnunarinnar að styðja kennslu í erlendum tungumálum og byggja upp öflugar rannsóknir á því sviði.

Auk rannsókna stuðlar stofnunin að upplýstri umræðu í þjóðfélaginu um tungumál, tungumálanám, samskipti á erlendum tungum og menningarfræði. Þetta hlutverk sitt rækir hún með fyrirlestraog ráðstefnuhaldi auk útgáfu fræðirita og kennsluefnis. Stofnunin tekur þátt í krefjandi verkefnum á fræðasviði sínu í samstarfi við íslenska og erlenda fræðimenn og háskólastofnanir.

Stofnunin fær árlegt framlag frá Háskóla Íslands en auk þess hafa fyrirtæki og stofnanir, ásamt menningarog rannsóknarsjóðum, veitt styrki til að hrinda sérstökum verkefnum í framkvæmd. Starfsmenn hafa einnig hlotið fjölda styrkja úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum til rannsókna sinna.

Í tengslum við SVF er starfræktur styrktarsjóður, sem hefur að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. Sjóðurinn veitir styrki, fjárframlög og annan stuðning við verkefni af ýmsu tagi. Sjá nánari upplýsingar um Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á https://www.vigdis.hi.is/styrktarsjodur

Starfsemi stofnunarinnar

Helstu þættir í starfsemi stofnunarinnar eru rannsóknir fræðimanna og miðlun þeirra. Í þessu skyni stendur stofnunin fyrir ráðstefnum, málþingum og fyrirlestraröðum auk þess sem útgáfa fræðirita er ríkur þáttur í starfseminni. Stofnunin á í víðtæku samstarfi við fræðimenn og háskólastofnanir víðs vegar um heim, sem fjöldi fyrirlestra erlendra gestafyrirlesara er til vitnis um.

Stærsti viðburður ársins var alþjóðlega vísindaráðstefnan Varðveisla framtíðar: Sjálfbærni tungumáls, menningar og náttúru, sem efnt var til dagana 15.17. apríl í tilefni af 80 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Auk þess stóð stofnunin, í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Reykjavíkurborg og fjölmörg félagaog áhugamannasamtök, fyrir hátíðardagskrá á afmælisdaginn. Skipuð var sérstök afmælisnefnd, sem hafði yfirumsjón með viðburðunum tveimur, en í henni áttu sæti: Anna Soffía Hauksdóttir, fulltrúi rektors, Einar Hreinsson, fulltrúi menntamálaráðuneytisins, Helgi Ágústsson fulltrúi utanríkisráðueytisins, Regína Ásvaldsdóttir frá Reykjavíkurborg og Auður Hauksdóttir, Gauti Kristmannsson, Geir Sigurðsson og Oddný G. Sverrisdóttir frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Að venju var haldið upp á Evrópska tungumáladaginn í samvinnu við STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og efnt til menningartengdra viðburða svo sem kvikmyndasýninga og bókmenntakynninga.

Miðlun rannsókna árið 2010

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er að stunda öflugar rannsóknir í erlendum tungumálum.

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála, máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan.

Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita og þýðinga á fagurbókmenntum.

Starfsmenn og stjórn

Innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur störfuðu alls 34 fræðimenn árið 2007: 3 prófessorar, 10 dósentar, 15 lektorar og 5 aðjunktar, auk deildastjóra Tungumálamiðstöðvar HÍ og verkefnastjóra.

Þeir eru eftirtaldir: Annette Lassen, dósent í dönskum bókmenntum; Annika Grosse, lektor í þýsku (á haustönn); Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku; Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku; Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönsku; Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála; Børge Nordbø, lektor í norsku (á haustönn); Carsten Thomas, lektor í þýsku (á vormisseri); Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku; Eyjólfur M. Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar HÍ; Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum; Geir Sigurðsson, lektor í kínversku (á haustönn) Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku (á vorönn); Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, dósent í enskum bókmenntum; Guðmundur Edgarsson, aðjunkt í ensku (á vorönn); Heike Rohmann, lektor í þýsku (á haustönn); Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku; Jacob Thøgersen, lektor í dönsku; Júlían Meldon D’Arcy, prófessor í enskum bókmenntum; Kaoru Umezawa, lektor í japönsku; Katinka Paludan, aðjunkt í dönsku (á vorönn); Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku; Linze Wang, lektor í kínversku (á haustönn); Maare Fjällström, lektor í finnsku; Magnús Fjalldal, prófessor í enskum bókmenntum; Magnús Sigurðsson, aðjunkt í þýsku; Martin Regal, dósent í enskum bókmenntum; Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum; Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku; Olga Korotkova, lektor í rússnesku (á haustönn); Pétur Knútsson, dósent í ensku; Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku (á haustönn); Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu; Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku; Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku, og Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku (á haustönn).

Auður Hauksdóttir gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á árinu 2007. Varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir. Laufey Erla Jónsdóttir gegndi starfi verkefnastjóra í fullu starfi.

Í fagráði stofnunarinnar sátu:

 • Auður Hauksdóttir
 • Oddný G. Sverrisdóttir
 • Ásdís R. Magnúsdóttir
 • Gauti Kristmannsson og
 • Júlían M. D’Arcy
 • Martin Regal tók sæti Júlíans á haustmisseri meðan á rannsóknarleyfi hans stóð

Starfsemi

Stofnunin stóð að venju fyrir fyrirlestraröð, ráðstefnum og málþingum.

Markvisst var unnið að því að kynna starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform bæði hérlendis og erlendis. Haldið var áfram með fyrirlestraröðina þýðing öndvegisverka við góðar undirtektir.

Fræðimenn stofnunarinnar kynntu ásamt gestafyrirlesurum rannsóknir sínar í almennu fyrirlestraröðinni. Haldin var alþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni „Linguistic and Cultural Diversity – World Language Centre in Iceland“ dagana 2. nóvember til 3. nóvember 2007. Ráðstefnan var liður í því að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Stofnunin stóð fyrir víðamikilli kynningu í Finnlandi á starfsemi sinni dagana 3. desember til 5. desember 2007 þar sem m.a. var efnt til ráðstefnu um norrænar þýðingar í sænsk-finnsku menningarmiðstöðinni Hanaholmen rétt utan við Helsinki.

Fyrirlestraröð

Vormisseri:

 • Matthew Whelpton, dósent, Moodle and the Covcell Project – collaborative language learning online
 • Valgerður Einarsdóttir M.A., Saga dönskukennslu við Háskóla Íslands
 • Ástráður Eysteinsson, prófessor og þýðandi, „Þetta var ekki draumur.“ Vandinn að skilja og þýða Umskiptin
 • Ástvaldur Ástvaldsson, prófessor við Háskólann í Liverpool, Native Myths in Latin American Literature – Goðsögur frumbyggja í bókmenntum Rómönsku Ameríku
 • Moraima Marín Ronzón, rithöfundur, Sjálfsmyndir mexíkóskra rithöfunda.

Á myndinni:  Ástráður Eysteinsson flytur fyrirlestur sinn um Umskiptin eftir Kafka.

Haustmisseri:

 • Mikkel Bruun Zangenberg, lektor við Háskólann í Óðinsvéum og bókmennta¬gagn-rýnandi hjá Politiken, Nyere dansk skønlitteratur
 • Rithöfundarnir David Arnason og Mhari Mackintosh, The Imagined City: Readings from a Literary History of Winnipeg
 • Russel Alderson, táknmálstúlkur og kennari, A comparative analysis of the lexicon of Icelandic and Danish sign language
 • Claudio Magris, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, Alla cieca (Blindly)
 • Dacia Maraini rithöfundur, Eyes to see, words to say: An Italian writer’s view on her society
 • Dag Heede, lektor við Syddansk Universitetet, H. C. Andersen som heteroseksuel. Historien om en dansk konstruktion


Þýðing öndvegisverka:Á myndinni frá vinstri:Vigdís Finnbogadóttir ásamt ítalska rithöfundinum Claudio Magris og eiginkonu hans.

 • Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi, Að hverju leitar þýðandinn?
 • Rúnar Helgi Vignisson þýðandi og rithöfundur, Gengið í Barndóm, vikið að Vansæmd
 • Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Ódysseifur
 • Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi, Að mæla á íslensku: viðureign þýðanda við Mælingu heimsins

 

Málþing og ráðstefnur:

Hann gat ekki hætt að ríma

Efnt var til hátíðardagskrár þann 21. febrúar 2010 undir yfirskriftinni „Hann gat ekki hætt að ríma“ í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu breska skáldsins W.H.Auden.

Dagskráin var haldin í samvinnu við breska sendiráðið og tímarit þýðenda, Jón á Bægisá.

Ávörp fluttu:

 • Matthías Johannessen, skáld og fyrrv. ritstjóri;
 • Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, og
 • Ögmundur Bjarnason, þýðandi og læknir.

Auk þess fluttu leikkonurnar Ingibjörg Þórisdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir ljóð eftir Auden á íslensku og ensku.

 

Opnun Cervantes-seturs

Cervantes-setur Háskóla Íslands var opnað við hátíðlega athöfn í Hátíðasal skólans laugardaginn 3. mars. Cervant-setrið starfar innan Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi, voru heiðruð af spænska ríkinu fyrir framlag sitt til spænskrar menningar. Ekkja argentíska rithöfundarins Jorge Luis Borges, María Kodama, hélt fyrirlestur í tilefni af opnun setursins.

Háskóli Íslands
Á myndinni: Opnun Cervantes-seturs í Hátíðarsal Háskóla Íslands

Tungumál og atvinnulífið – Tækifæri og tálmar. Innflytjendur og vinnumarkaðurinn

Haldið var málþing í samvinnu við Alþjóðahúsið þann 30. mars undir yfirskriftinni „Tungumál og atvinnulífið: tækifæri og tálmar. Innflytjendur og vinnumarkaðurinn“.

Málþingið fjallaði um stöðu innflytjenda á vinnumarkaðnum með tilliti til tungumálakunnáttu.

Frummælendur voru:

 • Gauti Kristmannsson dósent
 • Halldór Gröndvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
 • Barbara Kristvinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsinu

Laufey Erla Jónsdóttir verkefnastjóri annaðist fundarstjórn og umræðum stýrði Sólveig Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsinu.

Málþing um lokaverkefni

Stofnunin stóð fyrir í fyrsta sinn fyrir kynningu á lokaverkefnum MA- og M.Paed. kandídata þann 12 apríl.

Málþingið fór fram í Öskju og þar kynntu nemendur útskrifaðir í febrúar 2007 og október 2006 í tungumálum og þýðingafræðum verkefni sín.

Eftirfarandi útskriftarnemar tóku þátt í kynningunni:

 • Elsa Ingeborg Petersen, MA í dönsku
 • Ólöf Jónasdóttir, MA í þýðingafræðum
 • Nína Rúna Ævarsdóttir Kvaran, MA í ensku
 • Valgerður Einarsdóttir, MA í dönsku
 • Jóhanna Gunnlaugsdóttir, MA í þýðingafræðum
 • Elna Katrín Jónsdóttir, M.Paed. í þýsku

Evrópski tungumáladagurinn

Efnt var til hátíðardagskrár í Hátíðarsal Háskólans í tilefni dagsins 26. september undir yfirskriftinni: Svipmyndir að heiman og ljóðalestur á ýmsum tungumálum.

Erlendir nemendur frá Evrópu, sem stunda nám í íslensku við Háskóla Íslands, brugðu upp minningarbrotum frá heimalöndum sínum og lásu upp ljóð á móðurmáli sínu. Dagskráin var haldin í samvinnu við íslensku fyrir erlenda stúdenta.
Málþing í tilefni af útgáfu afmælisrits til heiðurs Auði Torfadóttur

Efnt var til málþings í Öskju þann 12. október í tilefni af útgáfu bókarinnar Teaching and Learning English in Iceland.

Bókin var gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til heiðurs Auði Torfadóttur, dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands í tilefni af sjötíu ára afmæli hennar. Ritstjórar bókarinnar eru Birna Arnbjörnsdóttir dósent og Hafdís Ingvarsdóttir dósent. Bókin hefur að geyma greinasafn um rannsóknir á enskunámi og enskukennslu á Íslandi.

Jón Hannesson, formaður Félags enskukennara, setti málþingið og Auður Torfadóttir flutti ávarp við upphaf þess.

Frummælendur voru auk ritstjóra bókarinnar

 • Robert Berman, dósent við Kennaraháskóla Íslands
 • Samuel Lefever, dósent við Kennaraháskóla Íslands
 • Ingibjörg Sigurðardóttir, kennari
 • Guðmundur Edgarsson, stundakennari

Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, flutti lokaorð og sleit málþinginu.

Háskóli Íslands

Á myndinni frá vinstri: Birna Arnbjörnsdóttir, Auður Hauksdóttir, Auður Torfadóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir.

Kúba og Mið-Ameríka: Bókmenntir, tónlist og menning

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð fyrir dagskrá um Kúbu og Mið-Ameríka þann 9. nóvember.

Fram komu:

 • Rogelio Rodríguez Coronel, prófessor við Havana-háskóla
 • Margarita Vasquez, prófessor við Panama-háskóla
 • Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur
 • Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður
 • Erla Erlendsdóttir, lektor
 • Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt

Málþing um málsöfn og norræn mál

Sérstakt málþing var haldið um norrænan gagnabanka fyrir tungumál og menningu, Nordic Corpus Bank. Málþingið var haldið í tengslum við ráðstefnuna um menningar- og málvísindalegan fjölbreytileika þann 1. nóvember í Norræna húsinu. Umsjón málþingsins var í höndum Peter Juel Henrichsen, dósents við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Ráðstefna um framtíðaráform Stofnunar Vigdísar FinnbogadótturLinguistic and Cultural Diversity – World Language Centre in Iceland

Stofnunin stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Linguistic and Cultural Diversity – World Language Centre in Iceland, dagana 2. nóvember til 3. nóvember.

Ráðstefnan var liður í þeim áformum að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð á Íslandi innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Tilgangur ráðstefnunnar var m.a. að efna til samstarfs við innlenda og erlenda fræðimenn um þetta viðamikla framtíðarverkefni.

Fjallað var um fyrirhugaðar rannsóknir og starfsemi miðstöðvarinnar. Fræðimenn á sviði málvísinda, bókmennta og menningarfræða víðs vegar að úr heiminum sóttu ráðstefnuna.

Lykilfyrirlesarar voru:

 • Bernard Spolsky, prófessor við Bar-Ilan háskólann í Tel-Aviv
 • Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla
 • Peter Austin, prófessor við University of London
 • Tomohiro Tanikawa, prófessor við Háskólann í Tokyo
 • James A. Parente, Jr., prófessor við Háskólann í Minnesota

Ráðstefnan skiptist í þrjá meginhluta þar sem rætt var um 1) framtíðarsýn og alþjóðlegt samstarf, 2) rannsóknir á sviði málvísinda, bókmennta og menningarfræða, 3) upplifunarsetur – tölvutækni og sýndarveruleiki. 

1. Framtíðarsýn og alþjóðlegt samstarf

Auk áðurnefndra fyrirlesara kynntu fulltrúar eftirtalinna alþjóðlegra tungumálastofnana starfsemi þeirra og rannsóknir:

 • Dr. David Gil, Max-Planck Institut í Leipzig
 • Sebastian Drude prófessor, DoBeS
 • Nicholas Thieberger verkefnisstjóri, PARADISEC
 • Anthony Aristar frá EMELD
 • Christopher Cieri framkvæmdastóri, LDC
 • Elaine Tarone forstöðumaður, CARLA
 • Delyth Price forstöðumaður, WLDC

Fulltrúar frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynntu starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform:

 • Matthew Whelpton, dósent
 • Gauti Kristmannsson, dósent

Fyrsta hluta ráðstefnunnar lauk með pallborðsumræðum um framtíðarsýn fyrir tungumálamiðstöðina þar sem Jens Allwood, Peter Austin, Auður Hauksdóttir og Vigdís Finnbogadóttir tóku þátt. Anju Saxena, dósent við Háskólann í Uppsala stýrði umræðum.

2. Rannsóknir á sviði málvísinda, bókmennta og menningarfræða

 • Rogelio Coronel, prófessor við Háskólann í Havana
 • Karsten Legére, prófessor við Gautaborgarháskóla
 • Stephen J. Walton, prófessor við Háskólann í Volda
 • Jóhannes G. Jónsson, lektor við Háskóla Íslands
 • Kaoru Umezawa, lektor
 • Lothar Cerny, prófessor við University of Applied Sciences í Köln
 • Samuel Lefever, lektor við Kennaraháskóla Íslands
 • Þórhallur Eyþórsson, fræðimaður við Málvísindastofnun
 • Meilute Ramoniene, dósent við Háskólann í Vilnius
 • Ulrike Meyer, dósent við University of Applied sciences í Köln
 • Göran Malmqvist, prófessor við Háskólann í Stokkhólmi
 • Guðmundur Sæmundsson, aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands
 • Erla Erlendsdóttir, dósent
 • William P. Rivers, fræðimaður við Háskólann í Maryland
 • Daniel Karvonen, dósent í finnsku við Háskólann í Minnesota
 • Heimir Steinarsson, verkefnisstjóri þýsku orðabókarinnar við Háskóla Íslands

3. Upplifunarsetur – tölvutækni og sýndarveruleiki

 

 • Peter Juel Henrichsen, dósent við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn
 • Peri Bhaskararao, prófessor við Tokyo University of Foreign Studies

Þriðja hluta ráðstefnunnar lauk með pallborðsumræðum um tungumál og samskipti í framtíðinni. Í pallborðsumræðunum tók Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, Ebba Þóra Hvannberg, deildarforseti verkfræðideildar, Kristinn Þórisson, forstöðumaður gervigreindarseturs við Háskólann í Reykjavík, og Peter Juel Henrichsen þátt. Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ESTeam AB, stýrði umræðum.

Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar var Rannsókna- og menningarsjóður Sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond), en auk þess styrktu Faxaflóahafnir sf, Japanska sendiráðið, Icelandair og Bláa Lónið ráðstefnuna. 

Kynning í Finnlandi

Kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Finnlandi dagana 3. desember til 5. desember.

Vigdís Finnbogadóttir fór fyrir sendinefndinni á vegum stofnunarinnar en í sendinefndinni voru:

 • Auður Hauksdóttir, fostöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent
 • Lars-Göran Johansson, lektor
 • Oddný G. Sverrisdóttir, deildarforseti hugvísindadeildar og varaforstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Laufey Erla Jónsdóttir, verkefnisstjóri
 • Maare Pauliina Fjaellström, lektor í finnsku

Umsjón með skipulagningu og framkvæmd kynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir, Laufey Erla Jónsdóttir og Maare Pauliina Fjaellström lektor í finnsku. Kynningin fór fram í náinni samvinnu við sendiráð Íslands í Finnlandi og veitti Hannes Heimisson sendiherra stofnuninni ómetanlegt liðsinni.

Ráðstefna: Nordisk litteratur i översætning. Praktik och visioner. Exempel: isländska, finska och svenska

Stofnunin stóð fyrir ráðstefnu mánudaginn 3. desember undir yfirskriftinni Nordisk litteratur i översætning. Praktik och visioner. Exempel: isländska, finska och svenska. Ráðstefnan fjallaði um þýðingar norrænna bókmennta og fór fram á sænsk-finnsku í menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Helsinki.

Ráðstefnan var hluti af dagskrá Finnlandskynningarinnar og var hún haldin í samvinnu við Hanaholmen, FILI-Finnish Literature Exchange, Nifin-Nordens institut i Finland og Menningarsjóð Finnlands og Íslands.

Fyrirlesarar voru:

 • Martin Ringmar, þýðandi
 • Maare Fjällström, lektor
 • Þórarinn Eldjárn, rithöfundur
 • Lars-Göran Johansson, lektor
 • Tapio Koivukari, þýðandi og rithöfundur
 • Sigurður Karlsson, þýðandi

Í lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður um framtíð norrænna þýðinga innan Norðurlandanna þar sem Ann Sandelin, formaður íslensk-finnska menningarsjóðsins, Timo Ernamo, forstjóri Johnny Kniga bókaforlagsins, Bergljót Jónsdóttir, frá Kulturkontakt Nord og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur tóku þátt.

Samstarfsfundur með finnskum fræðimönnum

Haldinn var vinnufundur þriðjudaginn 4. desember með fræðimönnum á sviði tungumála, bókmennta og menningar við Háskólann í Helsinki og Háskólann í Jyväskylä.

Fundurinn var hluti af dagskrá Finnlandskynningarinnar og var skipulagður í samvinnu við Institutionen för nordiska språk och nordisk litteratur. Hanna Lehti-Eklund, prófessor, annaðist undirbúning hans í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Þátttakendur á fundinum voru auk íslensku fulltrúanna:

 • Mingming Gao, lektor, Institutionen för asiatiska och afrikanska språk och kulturer/kiinan kielen lehtori, Aasian ja Afrikan kielten ja kulttuurien laitos
 • Marion von Etter, yfirmaður Svenska ärenden, HU/ Ruotsinkielisen toiminnan yksikönjohtaja, HY
 • Riho Grünthal, prófessor, Institutionen för de finskugriska språken, HU/ Suomalaisugrilainen laitos, HY
 • Mervi Helkkula, prófessor, Institutionen för de romanska språken/ Romaanisten kielten laitos, HY
 • Jyrki Kalliokoski, prófessor, Institutionen för finska språket och finska litteraturen/ Suomen kielen ja kotimaisen kirjallisuuden laitos
 • Maija Kalin, dósent og yfirmaður Språkcentret, Jyväskylä universitet/ Dosentti, Jyväskylän yliopiston kielikeskuksen johtaja
 • Hanna Lehti-Eklund, prófessor, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja pohjoismaisen Kirjallisuuden laitos, HY
 • Tuula Lehtonen, lektor, Språkcentret, HU/ yo.lehtori, Kielikeskus, HY
 • Jouko Lindstedt, prófessor, Institutionen för slavistik och baltologi, HU/ Slavistiikan ja baltologian laitos, HY
 • Jan Lindström, prófessor, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja pohjoismaisen kirjallisuuden laitos, HY
 • Jeong-Young Kim, lektor, Institutionen för asiatiska och afrikanska språk och kulturer/korean kielen lehtori, Aasian ja Afrikan kielten ja kulttuurien laitos
 • Jarmo Korhonen, prófessor, Tyska institutionen, HU/Saksalainen laitos, HY
 • Kimmo Koskenniemi, prófessor, Institutionen för allmän språkvetenskap, HU/ Yleisen kielitieteen laitos, HY
 • Pirjo Kukkonen, dósent, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja Pohjoismaisten kirjallisuuden laitos, HY
 • Maisa Martin, prófessor, Institutionen för språk, Jyväskylä universitet/ Jyväskylän yliopiston kielten laitos
 • Märtha Norrback, planerare, Internationella ärenden, HU/ Suunnittelija, kansainväliset asiat, HY
 • Mirja Saari, prófessor, Nordica, HU/ Pohjoismaisten kielen ja pohjoismaisen kirjallisuuden laitos, HY
 • Eija Ventola, prófessor, Institutionen för engelska språket, HU/ Englannin kielen laitos, HY

Hannes Heimisson sendiherra og kona hans Guðrún Sólonsdóttir stóðu fyrir glæsilegri móttöku til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í sendiherrabústaðnum að lokinni dagskrá á Hanaholmen hinn 3. desember. Í tengslum við kynninguna áttu Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar og Hannesi Heimissyni sendiherra fund með finnskum menningar- og rannsóknasjóðum ásamt forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja í Helsinki, m.a. forsvarsmönnum Glitnis og Kaupþings.

Á fundunum gafst tækifæri til að kynna framtíðaráform Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og kanna hug þessara aðila til samstarfs.

Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur og kynningin á stofnuninni vakti mikla athygli fjölmiðla og var fjallað um heimsókn Vigdísar og stofnunina með áberandi hætti í helstu dagblöðum Finnlands.

Dagskráin í Finnlandi er sú fjórða og síðasta í kynningarátaki stofnunarinnar á Norðurlöndum. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hlaut á sínum tíma veglegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum til þessa átaks. Aðrir sem styrktu kynninguna í Finnlandi voru Menningarsjóður Finnlands og Íslands, Finnish Literature Exchange, Nordens Institut i Finland og Icelandair.

Samstarf við Bókmenntahátíð í Reykjavík

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur áttu í samstarfi við Bókmenntahátíðina í Reykjavík sem fram fór dagana 9. september til 15. september.

Stofnunin stóð fyrir málþingi um þýðingar þann 15. september í samvinnu við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Málþingið fór fram í Odda og var afar fjölsótt.

Stofnunin stóð einnig fyrir fyrirlestri Suður-afríska nóbelsskáldsins J.M. Coetzee sem fluttur var í Hátíðarsal Háskóla Íslands og fyrirlestri rithöfundarins Jung Chang sem fluttur var í Háskólabíói í samvinnu við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Húsfyllir var á þessum viðburðum sem tókust afar vel.

Háskóli Íslands

Á myndinni frá vinstri: J.M. Coetzee flytur fyrirlestur,  Kristín Ingólfsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson.

 

Háskóli Íslands
Á myndinni: áheyrendur á fyrirlestri J.M. Coetzee

Útgáfur

Teaching and Learning English: In honour of Auður Torfadóttir

Háskóli Íslands

Bókin er safn greina um nýjar rannsóknir á enskunámi og enskukennslu á Íslandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem bók um þetta efni kemur út á Íslandi og þótt enskukennsla sé í brennidepli í ritinu á innihaldið einnig erindi til þeirra sem fást við tungumálakennslu almennt svo og áhugafólks um tungumál.

Ritstjórar bókarinnar eru Birna Arnbjörnsdóttir dósent við hugvísindadeild og Hafdís Ingvarsdóttir dósent við kennslu- og menntunarfræði Háskóla Íslands.

Útgefandi er Háskólaútgáfan.

Gustur úr Djúpi nætur – Ljóðasaga Lorca á Íslandi

Háskóli Íslands

Bókin er safn þýðinga á ljóðum spænska skáldsins Federico García Lorca sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi.Hér er á ferðinni tvímála útgáfa þar sem frumtexti birtist við hlið þýðingarinnar.

Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi ritstjóra bókarinnar, Hólmfríðar Garðarsdóttur dósents, um ævi og yrkisefni Lorca.

Í bókarlok er að finna leiðbeiningar um ljóðagreiningu. Bókin er hluti af tvímálaútgáfu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Ritstjóri bókarinnar er dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands.

Útgefandi er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Hegravarpið eftir Lise Tremblay

Háskóli Íslands

Þorðið er sögusvið kanadíska rithöfundarins Lise Tremblay í smásagnasafninu Hegravarpið sem kom út í Montéal árið 2003.

Bókin vakti strax mikla athygli gagnrýnenda og fór hún heldur ekki fram hjá íbúum Trönueyjar (Isle-aux-Grues) þar em Lise Trimbley var þá búsett. Eyjaskeggjar þóttust sjá sjálfa sig í sögupersónum Tremblay og kunnu henni litlar þakkir fyrir.

Þýðendur bókarinnar eru Ásdís R. Magnúsdóttir, dósents í frönsku, Davíð Steinn Davíðsson, nemandi í frönsku og Linda Rós Arnarsdóttir, nemandi í frönsku.

Útgefandi er Háskólaútgáfan.

Villa á öræfum / Allein durch die Einöde

Háskóli ÍslandsBókin er ný tvímála útgáfa á þýsku og íslensku af kunnustu hrakningasögum Pálma Hannessonar, sem var rektor við Menntaskólann í Reykjavík og alþingismaður. Einnig fylgir ýtarleg greinargerð eftir Marion Lerner á þýsku og íslensku, en hún þýddi sögurnar á þýsku. Loks eru kort af sögusviði hverrar frásagnar í óbyggðum Íslands og er án vafa mikill fengur að þessu verki fyrir áhugamenn um hálendið og hrakningasögur Pálma Hannessonar sem hafa verið ófáanlegar árum saman.

Þýðing Marion var hluti af viðfangsefni mastersritgerðar hennar í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

 

Undirbúningur að útgáfu nýrrar íslenskrar-franskrar orðabókar

Ásdísar R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku hefur haft frumkvæði að því kanna möguleika á að hafin verði vinna við gerð nýrrar íslenskrar-franskrar orðabókar en brýn þörf er fyrir slíkt verk.

Oddnýju G. Sverrisdóttur veitt orða

Oddnýju G. Sverrisdóttur, dósent í þýsku og forseta hugsvísindadeildar, var veitt orða Sambandslýðveldisins Þýskalands, Bundesverdienstkreuz þann 25. janúar.

Háskóli Íslands
Á myndinni : Oddný tekur við orðunni úr hendi Johann Wenzl, sendiherra Þýskalands

Við athöfnina sagði sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands, Johann Wenzl, að Oddný hlyti viðurkenninguna einkum fyrir framlag sitt til eflingar þýskrar tungu á Íslandi sem og til eflingar menningartengsla Íslands og Þýskalands almennt. Í þessu sambandi minntist sendiherrann sérstaklega á frumkvæði Oddnýjar varðandi menningarmiðstöðina Goethe-Zentrum og átaksverkefnið Þýskubílinn.

Við athöfnina voru m.a. frú Vigdís Finnbogadóttir, fulltrúar frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og skor þýsku og Norðurlandamála, Félagi þýzkukennara auk stjórnar Hollvinafélags Goethe-Zentrum.

 

Alþjóðleg tungumálamiðstöð – World Language Centre

Unnið hefur verið að stofnun alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar sem fyrirhugað er að komið verði og verði starfræk innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Stofnunin hlaut sérstakan styrk úr menningarsjóði sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond) til að greiða kostnað við undirbúningsfundi um verkefnið. Fyrsti fundurinn var haldinn við Háskóla Íslands 10. janúar en þar hélt málvísindamaðurinn Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, fund með starfsmönnum stofnunarinnar.

Í maí var haldinn vinnufundur í Gautaborg þar sem auk Jens Allwood tóku eftirfarandi fræðimenn þátt: Anju Saxena, dósent við Uppsalaháskóla, Helge Sandøy, prófessor við Háskólann í Bergen, Peter Austin, prófessor við Lundúnarháskóla, Kristján Árnason prófessor. Fyrir hönd Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur voru Gauti Kristmannson, Auður Hauksdóttir og Laufey Erla Jónsdóttir.

Í nóvember gekkst stofnunin fyrir viðamikilli ráðstefnu um þetta framtíðarverkefni sem getið er hér að framan.

Vigdís Finnbogadóttir og forstöðumaður stofnunarinnar áttu ásamt Stefáni Skjaldarsyni sendiherra Íslands í Noregi fund með forsvarsmönnum Tækniháskólans í Þrándheimi (NTNU) og Google í Noregi, dagana 1. maí til 3. maí, um hugsanlegt samstarf um hina alþjóðlegu tungumálamiðstöð en báðir þessir aðilar hafa sýnt verkefninu áhuga. Í því sambandi má nefna að vararektor NTNU, prófessor Julie Feilberg, tók þátt í ráðstefnunni um alþjóðlegu tungumálamiðstöðina í nóvember.

Styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Margir urðu til að leggja stofnuninni lið á árinu. Aðalstyrktaraðili stofnunarinnar var Straumur fjárfestingarbanki sem styrkti starfsemina með 5 milljón króna framlagi og er það annað árið í röð sem Straumur styrkir stofnunina með svo myndarlegum hætti.

Þá komu tveir nýir styrktaraðilar til liðs við stofnunina:

Hinn 20. apríl var undirritaður samstarfssamningur við Promens hf þar sem kveðið er á um 1,5 milljóna króna árlegt framlag til stofnunarinnar til ársins 2011 og skal því varið til markvissrar uppbyggingar hennar.

Háskóli Íslands

Á myndinni í annari röð frá vinstri: Oddný G. Sverrisdóttir, Júlían M. D´Arcy, Laufey Erla Jónsdóttir, Auður Hauksdóttir. Í fremri röð frá vinstri: Kristín Ingólfsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.

Gutenberg

Hinn 25. apríl var undirritaður samstarfssamningur við Gutenberg hf. sem felur í sér árlegan fjárstyrk að upphæð 500 þúsund krónur fram til ársins 2011 auk þess sem fyrirtækið mun styrkja stofnunina með hönnun og framleiðslu prentgripa að upphæð allt að 500 þúsund krónum á ári.

Háskóli Íslands

Á myndinni í annari röð frá vinstri: Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastóri Gutenberg, Auður Hauksdóttir, Sigurður Björn Blöndal, markaðsstjóri. Í fremri röð frá vinstri: Vigdís Finnbogadóttir og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar.

Finnlandskynning stofnunarinnar var eins og áður hefur komið fram styrkt af Norræna menningarsjóðnum og Menningarsjóði Finnlands og Íslands.

Menntamálaráðuneytið styrkti dagskrá Evrópska tungumáladagsins.

Stofnunin naut eins og áður er getið fjárstuðnings frá menningar- og rannsóknarsjóði sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond) til að vinna að framtíðarverkefni stofnunarinnar en liður í þeirri vinnu var ráðstefnan sem haldin var í nóvember.

Ráðstefnan var auk þess styrkt af Faxaflóahöfnum sf, Japanska sendiráðinu, Icelandair og Bláa Lóninu.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur

Vigdís Finnbogadóttir hefur reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur lagt ómælda vinnu af mörkum í tengslum við starfsemi stofnunarinnar og heimili hennar hefur staðið opið fyrir erlenda og innlenda gesti stofnunarinnar.

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er að stunda öflugar rannsóknir í erlendum tungumálum.

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála, máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan.

Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita og þýðinga á fagurbókmenntum.

Starfsmenn og stjórn

Innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur störfuðu alls 34 fræðimenn árið 2007: 3 prófessorar, 10 dósentar, 15 lektorar og 5 aðjunktar, auk deildastjóra Tungumálamiðstöðvar HÍ og verkefnastjóra.

Þeir eru eftirtaldir: Annette Lassen, dósent í dönskum bókmenntum; Annika Grosse, lektor í þýsku (á haustönn); Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku; Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku; Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönsku; Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála; Børge Nordbø, lektor í norsku (á haustönn); Carsten Thomas, lektor í þýsku (á vormisseri); Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku; Eyjólfur M. Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar HÍ; Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum; Geir Sigurðsson, lektor í kínversku (á haustönn) Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku (á vorönn); Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, dósent í enskum bókmenntum; Guðmundur Edgarsson, aðjunkt í ensku (á vorönn); Heike Rohmann, lektor í þýsku (á haustönn); Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku; Jacob Thøgersen, lektor í dönsku; Júlían Meldon D’Arcy, prófessor í enskum bókmenntum; Kaoru Umezawa, lektor í japönsku; Katinka Paludan, aðjunkt í dönsku (á vorönn); Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku; Linze Wang, lektor í kínversku (á haustönn); Maare Fjällström, lektor í finnsku; Magnús Fjalldal, prófessor í enskum bókmenntum; Magnús Sigurðsson, aðjunkt í þýsku; Martin Regal, dósent í enskum bókmenntum; Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum; Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku; Olga Korotkova, lektor í rússnesku (á haustönn); Pétur Knútsson, dósent í ensku; Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku (á haustönn); Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu; Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku; Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku, og Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku (á haustönn).

Auður Hauksdóttir gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á árinu 2007. Varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir. Laufey Erla Jónsdóttir gegndi starfi verkefnastjóra í fullu starfi.

Í fagráði stofnunarinnar sátu:

 • Auður Hauksdóttir
 • Oddný G. Sverrisdóttir
 • Ásdís R. Magnúsdóttir
 • Gauti Kristmannsson og
 • Júlían M. D’Arcy
 • Martin Regal tók sæti Júlíans á haustmisseri meðan á rannsóknarleyfi hans stóð

Starfsemi

Stofnunin stóð að venju fyrir fyrirlestraröð, ráðstefnum og málþingum.

Markvisst var unnið að því að kynna starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform bæði hérlendis og erlendis. Haldið var áfram með fyrirlestraröðina þýðing öndvegisverka við góðar undirtektir.

Fræðimenn stofnunarinnar kynntu ásamt gestafyrirlesurum rannsóknir sínar í almennu fyrirlestraröðinni. Haldin var alþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni „Linguistic and Cultural Diversity – World Language Centre in Iceland“ dagana 2. nóvember til 3. nóvember 2007. Ráðstefnan var liður í því að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Stofnunin stóð fyrir víðamikilli kynningu í Finnlandi á starfsemi sinni dagana 3. desember til 5. desember 2007 þar sem m.a. var efnt til ráðstefnu um norrænar þýðingar í sænsk-finnsku menningarmiðstöðinni Hanaholmen rétt utan við Helsinki.

Fyrirlestraröð

Vormisseri:

 • Matthew Whelpton, dósent, Moodle and the Covcell Project – collaborative language learning online
 • Valgerður Einarsdóttir M.A., Saga dönskukennslu við Háskóla Íslands
 • Ástráður Eysteinsson, prófessor og þýðandi, „Þetta var ekki draumur.“ Vandinn að skilja og þýða Umskiptin
 • Ástvaldur Ástvaldsson, prófessor við Háskólann í Liverpool, Native Myths in Latin American Literature – Goðsögur frumbyggja í bókmenntum Rómönsku Ameríku
 • Moraima Marín Ronzón, rithöfundur, Sjálfsmyndir mexíkóskra rithöfunda.

Á myndinni:  Ástráður Eysteinsson flytur fyrirlestur sinn um Umskiptin eftir Kafka.

Haustmisseri:

 • Mikkel Bruun Zangenberg, lektor við Háskólann í Óðinsvéum og bókmennta¬gagn-rýnandi hjá Politiken, Nyere dansk skønlitteratur
 • Rithöfundarnir David Arnason og Mhari Mackintosh, The Imagined City: Readings from a Literary History of Winnipeg
 • Russel Alderson, táknmálstúlkur og kennari, A comparative analysis of the lexicon of Icelandic and Danish sign language
 • Claudio Magris, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, Alla cieca (Blindly)
 • Dacia Maraini rithöfundur, Eyes to see, words to say: An Italian writer’s view on her society
 • Dag Heede, lektor við Syddansk Universitetet, H. C. Andersen som heteroseksuel. Historien om en dansk konstruktion


Þýðing öndvegisverka:Á myndinni frá vinstri:Vigdís Finnbogadóttir ásamt ítalska rithöfundinum Claudio Magris og eiginkonu hans.

 • Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi, Að hverju leitar þýðandinn?
 • Rúnar Helgi Vignisson þýðandi og rithöfundur, Gengið í Barndóm, vikið að Vansæmd
 • Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Ódysseifur
 • Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi, Að mæla á íslensku: viðureign þýðanda við Mælingu heimsins

 

Málþing og ráðstefnur:

Hann gat ekki hætt að ríma

Efnt var til hátíðardagskrár þann 21. febrúar 2010 undir yfirskriftinni „Hann gat ekki hætt að ríma“ í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu breska skáldsins W.H.Auden.

Dagskráin var haldin í samvinnu við breska sendiráðið og tímarit þýðenda, Jón á Bægisá.

Ávörp fluttu:

 • Matthías Johannessen, skáld og fyrrv. ritstjóri;
 • Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, og
 • Ögmundur Bjarnason, þýðandi og læknir.

Auk þess fluttu leikkonurnar Ingibjörg Þórisdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir ljóð eftir Auden á íslensku og ensku.

 

Opnun Cervantes-seturs

Cervantes-setur Háskóla Íslands var opnað við hátíðlega athöfn í Hátíðasal skólans laugardaginn 3. mars. Cervant-setrið starfar innan Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor, og Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi, voru heiðruð af spænska ríkinu fyrir framlag sitt til spænskrar menningar. Ekkja argentíska rithöfundarins Jorge Luis Borges, María Kodama, hélt fyrirlestur í tilefni af opnun setursins.

Á myndinni: Opnun Cervantes-seturs í Hátíðarsal Háskóla Íslands

Tungumál og atvinnulífið – Tækifæri og tálmar. Innflytjendur og vinnumarkaðurinn

Haldið var málþing í samvinnu við Alþjóðahúsið þann 30. mars undir yfirskriftinni „Tungumál og atvinnulífið: tækifæri og tálmar. Innflytjendur og vinnumarkaðurinn“.

Málþingið fjallaði um stöðu innflytjenda á vinnumarkaðnum með tilliti til tungumálakunnáttu.

Frummælendur voru:

 • Gauti Kristmannsson dósent
 • Halldór Gröndvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
 • Barbara Kristvinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðahúsinu

Laufey Erla Jónsdóttir verkefnastjóri annaðist fundarstjórn og umræðum stýrði Sólveig Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsinu.

Málþing um lokaverkefni

Stofnunin stóð fyrir í fyrsta sinn fyrir kynningu á lokaverkefnum MA- og M.Paed. kandídata þann 12 apríl.

Málþingið fór fram í Öskju og þar kynntu nemendur útskrifaðir í febrúar 2007 og október 2006 í tungumálum og þýðingafræðum verkefni sín.

Eftirfarandi útskriftarnemar tóku þátt í kynningunni:

 • Elsa Ingeborg Petersen, MA í dönsku
 • Ólöf Jónasdóttir, MA í þýðingafræðum
 • Nína Rúna Ævarsdóttir Kvaran, MA í ensku
 • Valgerður Einarsdóttir, MA í dönsku
 • Jóhanna Gunnlaugsdóttir, MA í þýðingafræðum
 • Elna Katrín Jónsdóttir, M.Paed. í þýsku

Evrópski tungumáladagurinn

Efnt var til hátíðardagskrár í Hátíðarsal Háskólans í tilefni dagsins 26. september undir yfirskriftinni: Svipmyndir að heiman og ljóðalestur á ýmsum tungumálum.

Erlendir nemendur frá Evrópu, sem stunda nám í íslensku við Háskóla Íslands, brugðu upp minningarbrotum frá heimalöndum sínum og lásu upp ljóð á móðurmáli sínu. Dagskráin var haldin í samvinnu við íslensku fyrir erlenda stúdenta.
Málþing í tilefni af útgáfu afmælisrits til heiðurs Auði Torfadóttur

Efnt var til málþings í Öskju þann 12. október í tilefni af útgáfu bókarinnar Teaching and Learning English in Iceland.

Bókin var gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til heiðurs Auði Torfadóttur, dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands í tilefni af sjötíu ára afmæli hennar. Ritstjórar bókarinnar eru Birna Arnbjörnsdóttir dósent og Hafdís Ingvarsdóttir dósent. Bókin hefur að geyma greinasafn um rannsóknir á enskunámi og enskukennslu á Íslandi.

Jón Hannesson, formaður Félags enskukennara, setti málþingið og Auður Torfadóttir flutti ávarp við upphaf þess.

Frummælendur voru auk ritstjóra bókarinnar

 • Robert Berman, dósent við Kennaraháskóla Íslands
 • Samuel Lefever, dósent við Kennaraháskóla Íslands
 • Ingibjörg Sigurðardóttir, kennari
 • Guðmundur Edgarsson, stundakennari

Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, flutti lokaorð og sleit málþinginu.


Kúba og Mið-Ameríka: Bókmenntir, tónlist og menningÁ myndinni frá vinstri: Birna Arnbjörnsdóttir, Auður Hauksdóttir, Auður Torfadóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stóð fyrir dagskrá um Kúbu og Mið-Ameríka þann 9. nóvember.

Fram komu:

 • Rogelio Rodríguez Coronel, prófessor við Havana-háskóla
 • Margarita Vasquez, prófessor við Panama-háskóla
 • Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur
 • Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður
 • Erla Erlendsdóttir, lektor
 • Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt

Málþing um málsöfn og norræn mál

Sérstakt málþing var haldið um norrænan gagnabanka fyrir tungumál og menningu, Nordic Corpus Bank. Málþingið var haldið í tengslum við ráðstefnuna um menningar- og málvísindalegan fjölbreytileika þann 1. nóvember í Norræna húsinu. Umsjón málþingsins var í höndum Peter Juel Henrichsen, dósents við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Ráðstefna um framtíðaráform Stofnunar Vigdísar FinnbogadótturLinguistic and Cultural Diversity – World Language Centre in Iceland

Stofnunin stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Linguistic and Cultural Diversity – World Language Centre in Iceland, dagana 2. nóvember til 3. nóvember.

Ráðstefnan var liður í þeim áformum að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð á Íslandi innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Tilgangur ráðstefnunnar var m.a. að efna til samstarfs við innlenda og erlenda fræðimenn um þetta viðamikla framtíðarverkefni.

Fjallað var um fyrirhugaðar rannsóknir og starfsemi miðstöðvarinnar. Fræðimenn á sviði málvísinda, bókmennta og menningarfræða víðs vegar að úr heiminum sóttu ráðstefnuna.

Lykilfyrirlesarar voru:

 • Bernard Spolsky, prófessor við Bar-Ilan háskólann í Tel-Aviv
 • Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla
 • Peter Austin, prófessor við University of London
 • Tomohiro Tanikawa, prófessor við Háskólann í Tokyo
 • James A. Parente, Jr., prófessor við Háskólann í Minnesota

Ráðstefnan skiptist í þrjá meginhluta þar sem rætt var um 1) framtíðarsýn og alþjóðlegt samstarf, 2) rannsóknir á sviði málvísinda, bókmennta og menningarfræða, 3) upplifunarsetur – tölvutækni og sýndarveruleiki. 

1. Framtíðarsýn og alþjóðlegt samstarf

Auk áðurnefndra fyrirlesara kynntu fulltrúar eftirtalinna alþjóðlegra tungumálastofnana starfsemi þeirra og rannsóknir:

 • Dr. David Gil, Max-Planck Institut í Leipzig
 • Sebastian Drude prófessor, DoBeS
 • Nicholas Thieberger verkefnisstjóri, PARADISEC
 • Anthony Aristar frá EMELD
 • Christopher Cieri framkvæmdastóri, LDC
 • Elaine Tarone forstöðumaður, CARLA
 • Delyth Price forstöðumaður, WLDC

Fulltrúar frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynntu starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform:

 • Matthew Whelpton, dósent
 • Gauti Kristmannsson, dósent

Fyrsta hluta ráðstefnunnar lauk með pallborðsumræðum um framtíðarsýn fyrir tungumálamiðstöðina þar sem Jens Allwood, Peter Austin, Auður Hauksdóttir og Vigdís Finnbogadóttir tóku þátt. Anju Saxena, dósent við Háskólann í Uppsala stýrði umræðum.

2. Rannsóknir á sviði málvísinda, bókmennta og menningarfræða

 • Rogelio Coronel, prófessor við Háskólann í Havana
 • Karsten Legére, prófessor við Gautaborgarháskóla
 • Stephen J. Walton, prófessor við Háskólann í Volda
 • Jóhannes G. Jónsson, lektor við Háskóla Íslands
 • Kaoru Umezawa, lektor
 • Lothar Cerny, prófessor við University of Applied Sciences í Köln
 • Samuel Lefever, lektor við Kennaraháskóla Íslands
 • Þórhallur Eyþórsson, fræðimaður við Málvísindastofnun
 • Meilute Ramoniene, dósent við Háskólann í Vilnius
 • Ulrike Meyer, dósent við University of Applied sciences í Köln
 • Göran Malmqvist, prófessor við Háskólann í Stokkhólmi
 • Guðmundur Sæmundsson, aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands
 • Erla Erlendsdóttir, dósent
 • William P. Rivers, fræðimaður við Háskólann í Maryland
 • Daniel Karvonen, dósent í finnsku við Háskólann í Minnesota
 • Heimir Steinarsson, verkefnisstjóri þýsku orðabókarinnar við Háskóla Íslands

3. Upplifunarsetur – tölvutækni og sýndarveruleiki

 • Peter Juel Henrichsen, dósent við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn
 • Peri Bhaskararao, prófessor við Tokyo University of Foreign Studies

Þriðja hluta ráðstefnunnar lauk með pallborðsumræðum um tungumál og samskipti í framtíðinni. Í pallborðsumræðunum tók Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, Ebba Þóra Hvannberg, deildarforseti verkfræðideildar, Kristinn Þórisson, forstöðumaður gervigreindarseturs við Háskólann í Reykjavík, og Peter Juel Henrichsen þátt. Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ESTeam AB, stýrði umræðum.

Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar var Rannsókna- og menningarsjóður Sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond), en auk þess styrktu Faxaflóahafnir sf, Japanska sendiráðið, Icelandair og Bláa Lónið ráðstefnuna. 

Kynning í Finnlandi

Kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fór fram í Finnlandi dagana 3. desember til 5. desember.

Vigdís Finnbogadóttir fór fyrir sendinefndinni á vegum stofnunarinnar en í sendinefndinni voru:

 • Auður Hauksdóttir, fostöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent
 • Lars-Göran Johansson, lektor
 • Oddný G. Sverrisdóttir, deildarforseti hugvísindadeildar og varaforstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Laufey Erla Jónsdóttir, verkefnisstjóri
 • Maare Pauliina Fjaellström, lektor í finnsku

Umsjón með skipulagningu og framkvæmd kynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir, Laufey Erla Jónsdóttir og Maare Pauliina Fjaellström lektor í finnsku. Kynningin fór fram í náinni samvinnu við sendiráð Íslands í Finnlandi og veitti Hannes Heimisson sendiherra stofnuninni ómetanlegt liðsinni.

Ráðstefna: Nordisk litteratur i översætning. Praktik och visioner. Exempel: isländska, finska och svenska

Stofnunin stóð fyrir ráðstefnu mánudaginn 3. desember undir yfirskriftinni Nordisk litteratur i översætning. Praktik och visioner. Exempel: isländska, finska och svenska. Ráðstefnan fjallaði um þýðingar norrænna bókmennta og fór fram á sænsk-finnsku í menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Helsinki.

Ráðstefnan var hluti af dagskrá Finnlandskynningarinnar og var hún haldin í samvinnu við Hanaholmen, FILI-Finnish Literature Exchange, Nifin-Nordens institut i Finland og Menningarsjóð Finnlands og Íslands.

Fyrirlesarar voru:

 • Martin Ringmar, þýðandi
 • Maare Fjällström, lektor
 • Þórarinn Eldjárn, rithöfundur
 • Lars-Göran Johansson, lektor
 • Tapio Koivukari, þýðandi og rithöfundur
 • Sigurður Karlsson, þýðandi

Í lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður um framtíð norrænna þýðinga innan Norðurlandanna þar sem Ann Sandelin, formaður íslensk-finnska menningarsjóðsins, Timo Ernamo, forstjóri Johnny Kniga bókaforlagsins, Bergljót Jónsdóttir, frá Kulturkontakt Nord og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur tóku þátt.

Samstarfsfundur með finnskum fræðimönnum

Haldinn var vinnufundur þriðjudaginn 4. desember með fræðimönnum á sviði tungumála, bókmennta og menningar við Háskólann í Helsinki og Háskólann í Jyväskylä.

Fundurinn var hluti af dagskrá Finnlandskynningarinnar og var skipulagður í samvinnu við Institutionen för nordiska språk och nordisk litteratur. Hanna Lehti-Eklund, prófessor, annaðist undirbúning hans í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Þátttakendur á fundinum voru auk íslensku fulltrúanna:

 • Mingming Gao, lektor, Institutionen för asiatiska och afrikanska språk och kulturer/kiinan kielen lehtori, Aasian ja Afrikan kielten ja kulttuurien laitos
 • Marion von Etter, yfirmaður Svenska ärenden, HU/ Ruotsinkielisen toiminnan yksikönjohtaja, HY
 • Riho Grünthal, prófessor, Institutionen för de finskugriska språken, HU/ Suomalaisugrilainen laitos, HY
 • Mervi Helkkula, prófessor, Institutionen för de romanska språken/ Romaanisten kielten laitos, HY
 • Jyrki Kalliokoski, prófessor, Institutionen för finska språket och finska litteraturen/ Suomen kielen ja kotimaisen kirjallisuuden laitos
 • Maija Kalin, dósent og yfirmaður Språkcentret, Jyväskylä universitet/ Dosentti, Jyväskylän yliopiston kielikeskuksen johtaja
 • Hanna Lehti-Eklund, prófessor, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja pohjoismaisen Kirjallisuuden laitos, HY
 • Tuula Lehtonen, lektor, Språkcentret, HU/ yo.lehtori, Kielikeskus, HY
 • Jouko Lindstedt, prófessor, Institutionen för slavistik och baltologi, HU/ Slavistiikan ja baltologian laitos, HY
 • Jan Lindström, prófessor, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja pohjoismaisen kirjallisuuden laitos, HY
 • Jeong-Young Kim, lektor, Institutionen för asiatiska och afrikanska språk och kulturer/korean kielen lehtori, Aasian ja Afrikan kielten ja kulttuurien laitos
 • Jarmo Korhonen, prófessor, Tyska institutionen, HU/Saksalainen laitos, HY
 • Kimmo Koskenniemi, prófessor, Institutionen för allmän språkvetenskap, HU/ Yleisen kielitieteen laitos, HY
 • Pirjo Kukkonen, dósent, Nordica, HU/ Pohjosimaisten kielten ja Pohjoismaisten kirjallisuuden laitos, HY
 • Maisa Martin, prófessor, Institutionen för språk, Jyväskylä universitet/ Jyväskylän yliopiston kielten laitos
 • Märtha Norrback, planerare, Internationella ärenden, HU/ Suunnittelija, kansainväliset asiat, HY
 • Mirja Saari, prófessor, Nordica, HU/ Pohjoismaisten kielen ja pohjoismaisen kirjallisuuden laitos, HY
 • Eija Ventola, prófessor, Institutionen för engelska språket, HU/ Englannin kielen laitos, HY

Hannes Heimisson sendiherra og kona hans Guðrún Sólonsdóttir stóðu fyrir glæsilegri móttöku til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í sendiherrabústaðnum að lokinni dagskrá á Hanaholmen hinn 3. desember. Í tengslum við kynninguna áttu Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar og Hannesi Heimissyni sendiherra fund með finnskum menningar- og rannsóknasjóðum ásamt forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja í Helsinki, m.a. forsvarsmönnum Glitnis og Kaupþings.

Á fundunum gafst tækifæri til að kynna framtíðaráform Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og kanna hug þessara aðila til samstarfs.

Heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur og kynningin á stofnuninni vakti mikla athygli fjölmiðla og var fjallað um heimsókn Vigdísar og stofnunina með áberandi hætti í helstu dagblöðum Finnlands.

Dagskráin í Finnlandi er sú fjórða og síðasta í kynningarátaki stofnunarinnar á Norðurlöndum. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hlaut á sínum tíma veglegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum til þessa átaks. Aðrir sem styrktu kynninguna í Finnlandi voru Menningarsjóður Finnlands og Íslands, Finnish Literature Exchange, Nordens Institut i Finland og Icelandair.

Samstarf við Bókmenntahátíð í Reykjavík

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur áttu í samstarfi við Bókmenntahátíðina í Reykjavík sem fram fór dagana 9. september til 15. september.

Stofnunin stóð fyrir málþingi um þýðingar þann 15. september í samvinnu við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Málþingið fór fram í Odda og var afar fjölsótt.

Stofnunin stóð einnig fyrir fyrirlestri Suður-afríska nóbelsskáldsins J.M. Coetzee sem fluttur var í Hátíðarsal Háskóla Íslands og fyrirlestri rithöfundarins Jung Chang sem fluttur var í Háskólabíói í samvinnu við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Húsfyllir var á þessum viðburðum sem tókust afar vel.

Á myndinni frá vinstri: J.M. Coetzee flytur fyrirlestur,  Kristín Ingólfsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson.

Á myndinni: áheyrendur á fyrirlestri J.M. Coetzee

Útgáfur

Teaching and Learning English: In honour of Auður Torfadóttir

Bókin er safn greina um nýjar rannsóknir á enskunámi og enskukennslu á Íslandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem bók um þetta efni kemur út á Íslandi og þótt enskukennsla sé í brennidepli í ritinu á innihaldið einnig erindi til þeirra sem fást við tungumálakennslu almennt svo og áhugafólks um tungumál.

Ritstjórar bókarinnar eru Birna Arnbjörnsdóttir dósent við hugvísindadeild og Hafdís Ingvarsdóttir dósent við kennslu- og menntunarfræði Háskóla Íslands.

Útgefandi er Háskólaútgáfan.

Gustur úr Djúpi nætur – Ljóðasaga Lorca á Íslandi

2.0.1

Bókin er safn þýðinga á ljóðum spænska skáldsins Federico García Lorca sem birst hafa í blöðum og tímaritum á Íslandi.Hér er á ferðinni tvímála útgáfa þar sem frumtexti birtist við hlið þýðingarinnar.

Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með fræðilegum inngangi ritstjóra bókarinnar, Hólmfríðar Garðarsdóttur dósents, um ævi og yrkisefni Lorca.

Í bókarlok er að finna leiðbeiningar um ljóðagreiningu. Bókin er hluti af tvímálaútgáfu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Ritstjóri bókarinnar er dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands.

Útgefandi er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Hegravarpið eftir Lise Tremblay

2.0.1

Þorðið er sögusvið kanadíska rithöfundarins Lise Tremblay í smásagnasafninu Hegravarpið sem kom út í Montéal árið 2003.

Bókin vakti strax mikla athygli gagnrýnenda og fór hún heldur ekki fram hjá íbúum Trönueyjar (Isle-aux-Grues) þar em Lise Trimbley var þá búsett. Eyjaskeggjar þóttust sjá sjálfa sig í sögupersónum Tremblay og kunnu henni litlar þakkir fyrir.

Þýðendur bókarinnar eru Ásdís R. Magnúsdóttir, dósents í frönsku, Davíð Steinn Davíðsson, nemandi í frönsku og Linda Rós Arnarsdóttir, nemandi í frönsku.

Útgefandi er Háskólaútgáfan.

Villa á öræfum / Allein durch die Einöde

2.0.1

Bókin er ný tvímála útgáfa á þýsku og íslensku af kunnustu hrakningasögum Pálma Hannessonar, sem var rektor við Menntaskólann í Reykjavík og alþingismaður. Einnig fylgir ýtarleg greinargerð eftir Marion Lerner á þýsku og íslensku, en hún þýddi sögurnar á þýsku. Loks eru kort af sögusviði hverrar frásagnar í óbyggðum Íslands og er án vafa mikill fengur að þessu verki fyrir áhugamenn um hálendið og hrakningasögur Pálma Hannessonar sem hafa verið ófáanlegar árum saman.

Þýðing Marion var hluti af viðfangsefni mastersritgerðar hennar í þýðingafræði við Háskóla Íslands.

Útgefandi: Háskólaútgáfan, 2008.

 

 

Undirbúningur að útgáfu nýrrar íslenskrar-franskrar orðabókar

Ásdísar R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku hefur haft frumkvæði að því kanna möguleika á að hafin verði vinna við gerð nýrrar íslenskrar-franskrar orðabókar en brýn þörf er fyrir slíkt verk.

Oddnýju G. Sverrisdóttur veitt orða

Oddnýju G. Sverrisdóttur, dósent í þýsku og forseta hugsvísindadeildar, var veitt orða Sambandslýðveldisins Þýskalands, Bundesverdienstkreuz þann 25. janúar.

Á myndinni : Oddný tekur við orðunni úr hendi Johann Wenzl, sendiherra Þýskalands

Við athöfnina sagði sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands, Johann Wenzl, að Oddný hlyti viðurkenninguna einkum fyrir framlag sitt til eflingar þýskrar tungu á Íslandi sem og til eflingar menningartengsla Íslands og Þýskalands almennt. Í þessu sambandi minntist sendiherrann sérstaklega á frumkvæði Oddnýjar varðandi menningarmiðstöðina Goethe-Zentrum og átaksverkefnið Þýskubílinn.

Við athöfnina voru m.a. frú Vigdís Finnbogadóttir, fulltrúar frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og skor þýsku og Norðurlandamála, Félagi þýzkukennara auk stjórnar Hollvinafélags Goethe-Zentrum.

 

Alþjóðleg tungumálamiðstöð – World Language Centre

Unnið hefur verið að stofnun alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar sem fyrirhugað er að komið verði og verði starfræk innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Stofnunin hlaut sérstakan styrk úr menningarsjóði sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond) til að greiða kostnað við undirbúningsfundi um verkefnið. Fyrsti fundurinn var haldinn við Háskóla Íslands 10. janúar en þar hélt málvísindamaðurinn Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, fund með starfsmönnum stofnunarinnar.

Í maí var haldinn vinnufundur í Gautaborg þar sem auk Jens Allwood tóku eftirfarandi fræðimenn þátt: Anju Saxena, dósent við Uppsalaháskóla, Helge Sandøy, prófessor við Háskólann í Bergen, Peter Austin, prófessor við Lundúnarháskóla, Kristján Árnason prófessor. Fyrir hönd Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur voru Gauti Kristmannson, Auður Hauksdóttir og Laufey Erla Jónsdóttir.

Í nóvember gekkst stofnunin fyrir viðamikilli ráðstefnu um þetta framtíðarverkefni sem getið er hér að framan.

Vigdís Finnbogadóttir og forstöðumaður stofnunarinnar áttu ásamt Stefáni Skjaldarsyni sendiherra Íslands í Noregi fund með forsvarsmönnum Tækniháskólans í Þrándheimi (NTNU) og Google í Noregi, dagana 1. maí til 3. maí, um hugsanlegt samstarf um hina alþjóðlegu tungumálamiðstöð en báðir þessir aðilar hafa sýnt verkefninu áhuga. Í því sambandi má nefna að vararektor NTNU, prófessor Julie Feilberg, tók þátt í ráðstefnunni um alþjóðlegu tungumálamiðstöðina í nóvember.

Styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Margir urðu til að leggja stofnuninni lið á árinu. Aðalstyrktaraðili stofnunarinnar var Straumur fjárfestingarbanki sem styrkti starfsemina með 5 milljón króna framlagi og er það annað árið í röð sem Straumur styrkir stofnunina með svo myndarlegum hætti.

Þá komu tveir nýir styrktaraðilar til liðs við stofnunina:

Hinn 20. apríl var undirritaður samstarfssamningur við Promens hf þar sem kveðið er á um 1,5 milljóna króna árlegt framlag til stofnunarinnar til ársins 2011 og skal því varið til markvissrar uppbyggingar hennar.


Gutenberg
Á myndinni í annari röð frá vinstri: Oddný G. Sverrisdóttir, Júlían M. D´Arcy, Laufey Erla Jónsdóttir, Auður Hauksdóttir. Í fremri röð frá vinstri: Kristín Ingólfsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.

Hinn 25. apríl var undirritaður samstarfssamningur við Gutenberg hf. sem felur í sér árlegan fjárstyrk að upphæð 500 þúsund krónur fram til ársins 2011 auk þess sem fyrirtækið mun styrkja stofnunina með hönnun og framleiðslu prentgripa að upphæð allt að 500 þúsund krónum á ári.

Finnlandskynning stofnunarinnar var eins og áður hefur komið fram styrkt af Norræna menningarsjóðnum og Menningarsjóði Finnlands og Íslands.Á myndinni í annari röð frá vinstri: Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastóri Gutenberg, Auður Hauksdóttir, Sigurður Björn Blöndal, markaðsstjóri. Í fremri röð frá vinstri: Vigdís Finnbogadóttir og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar.

Menntamálaráðuneytið styrkti dagskrá Evrópska tungumáladagsins.

Stofnunin naut eins og áður er getið fjárstuðnings frá menningar- og rannsóknarsjóði sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond) til að vinna að framtíðarverkefni stofnunarinnar en liður í þeirri vinnu var ráðstefnan sem haldin var í nóvember.

Ráðstefnan var auk þess styrkt af Faxaflóahöfnum sf, Japanska sendiráðinu, Icelandair og Bláa Lóninu.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur

Vigdís Finnbogadóttir hefur reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur lagt ómælda vinnu af mörkum í tengslum við starfsemi stofnunarinnar og heimili hennar hefur staðið opið fyrir erlenda og innlenda gesti stofnunarinnar.

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að stunda öflugar rannsóknir í erlendum tungumálum.

Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála, máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan.

Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita og þýðingum á fagurbókmenntum.

Starfsmenn og stjórn

Við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur störfuðu 33 fræðimenn á árinu: 3 prófessorar, 11 dósentar, 13 lektorar og 5 aðjunktar, auk deildarstjóra Tungumálamiðstöðvar HÍ og verkefnastjóra.

Starfsmenn voru:

Annette Lassen, lektor í dönskum bókmenntum; Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku; Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku; Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönsku; Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála; Carsten Thomas, lektor í þýsku; Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku; Eyjólfur M. Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar HÍ; Gauti Kristmannsson, lektor í þýðingafræðum; Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku; Guðrún Björk Gunnsteinsdóttir, dósent í enskum bókmenntum; Guðmundur Edgarsson, aðjunkt í ensku; Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku; Jacob Thøgersen, lektor í dönsku (á haustmisseri); Jon Cresten Milner, lektor í dönsku (á vormisseri); Júlían Meldon D’Arcy, prófessor í enskum bókmenntum; Kaoru Umezawa, lektor í japönsku; Katinka Paludan, lektor í dönsku (á haustmisseri); Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku; Maare Fjällström, lektor í finnsku; Magnús Fjalldal, prófessor í enskum bókmenntum; Magnús Sigurðsson, aðjunkt í þýsku; Margherita Giacobazzi, lektor í ítölsku (á vormisseri); Martin Regal, dósent í enskum bókmenntum; Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum; Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku; Pétur Knútsson, dósent í ensku; Rikke Houd, aðjunkt í dönsku (á vormisseri); Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu; Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku (á haust¬misseri); Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku; og Viola Miglio, lektor í spænsku (á vormisseri). Dóra Stefánsdóttir starfaði sem verkefnastjóri í fullu starfi til 1. maí er Laufey Erla Jónsdóttir tók við starfinu.

Á vormisseri starfaði dr. Ola Knutsson sem gestafræðimaður hjá stofnuninni en til þess hlaut hann rannsóknastyrk frá NordForsk og frá dansk-íslensku samstarfsverkefni um dönskukennslu á Íslandi. Ola Knutsson stundaði rannsóknir á notkun tölva við tungumálakennslu og rannsóknir.

Auður Hauksdóttir gegndi starfi forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur en varaforstöðumaður var Oddný G. Sverrisdóttir.

Í fagráði stofnunarinnar sátu:

 • Auður Hauksdóttir
 • Oddný G. Sverrisdóttir
 • Gauti Kristmannsson
 • Júlían M. D’Arcy.
 • Ásdís R. Magnúsdóttir
 • Erla Erlendsdóttir tók sæti Ásdísar meðan á rannsóknarleyfi hennar stóð

Starfsemi

Stofnunin stóð að venju fyrir fyrirlestraröð og málþingum bæði hér heima og erlendis.

Í fyrsta sinn var efnt til Vigdísarþings en þar var fjallað um mótun norræns þjóðernis út frá íslenskum miðaldaritum og um notkun forníslenskra bókmennta í þjóðlegum bókmenntum.

Á haustmisseri hleypti stofnunin af stokkunum sérstakri fyrirlestraröð þar sem þýðendur koma og fjalla um þýðingar sínar á einu af öndvegisverkum heimsbókmenntanna yfir á íslenska tungu.

Vikulega voru haldnar málstofur í málvísindum. Markvisst var unnið að því að kynna starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform bæði hérlendis og erlendis.

Í byrjun maí fór fram viðamikil kynning á stofnuninni í Noregi.Efnt var til málþings um norrænan málskilning við Háskólann í Bergen og á ráðstefnumiðstöðinni Lysebu, sem er í eigu sjóðsins Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde, var haldin ráðstefna um þýðingar og hvernig höfundar nýta sér efnivið og fyrirmyndir úr fornnorrænum bókmenntum við skrif sín.

Fyrirlestraröð

Alls voru haldnir 18 fyrirlestrar á vor- og haustmisseri í fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og rithöfundar frá Hjaltlandseyjum kynntu verk sín.

Vormisseri:

 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, og Kolbrún Friðriksdóttir, M.A., Íslenska sem erlent mál: Vefnámskeiðin Icelandic Online 1 og 2.
 • Jon Milner, lektor, Et fundament for kritik? Postmoderne etik
 • Dr. Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Grim – en språkmiljö för andraspråks-skribenter
 • Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur, ræddi um þýðingu sína á bókinni The Secret Life of Bees
 • Ken Farø, cand.mag., Problemer i interlingval fraseologi
 • Guðmundur Edgarsson, aðjunkt, The importance of explicit teaching of vocabulary and the underlying principles of an effective vocabulary learning programme. What needs to be considered by teachers and learners?
 • Marja Etelämäki, M.A., The Finnish demonstrative pronouns in the light of conversation analysis
 • Annette Lassen, lektor, Óðinn á kristnu bókfelli
 • Sigrún Steingrímsdóttir, M.A., Thomas Kingo á Íslandi
 • Dr. Bruce Clunies Ross, Percy Grainger’s Viking Ideal: the Composer as Philologist
 • Dr. Kristín Guðrún Jónsdóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, Heilagir stigamenn í Rómönsku Ameríku
 • Carsten Thomas, lektor, Der Test Deutsch als Fremdsprache (Test-DaF). Qualifikation für das Studium an einer deutschen Hochschule
 • Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt, Leiklist og tungumálakennsla. Hvernig geta leiklist og leikritatextar auðveldað málnotkun í námi erlends tungumáls?

Haustmisseri:

 • Hjaltlandseyjaskáld: Rithöfundarnir Lise Sinclair, Donald S. Murray, Matthew Wright og Jen Hadfield lásu úr verkum sínum
 • Eyjólfur M. Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, Lingu@net Europa – Rafræn tungumálamiðstöð
 • Ole Togeby, prófessor við Árósaháskóla, Skriftlig sprogfærdighed hos danske gymnasieelever
 • Matthew Whelpton, dósent, Getting results in English and Icelandic – What adjectival secondary predicates can tell us about verb syntax
 • Dacia Maraini, rithöfundur, Eyes to see, words to say: An Italian writer’s view on her society
 • Dag Heede, lektor við Syddansk Universitetet, H.C. Andersen som heteroseksuel. Historien om en dansk konstruktion

 

Á árinu voru haldnir tveir útgáfufyrirlestrar:

 • Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent, fjallaði um nýútkomna bók sína La reformulación de la identidad genérica en la narrativa de mujeres argentinas. 2006. Red Haina / Instituto Iberoamericano.
 • Viola Miglio lektor kynnti bók sína What do Romance languages tell us about the Great Vowel Shift? – Markedness and Faithfulness in Vowel Systems. 2004. Routledge.

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar eru reglulega haldnar málstofur í málvísindum þar sem innlendir jafnt sem erlendir fræðimenn á sviði málvísinda koma og skýra frá rannsóknum sínum.

Málstofurnar eru haldnar á föstudögum og umsjón með þeim hefur Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum.

Þýðing öndvegisverka

Stofnunin hleypti af stokkunum sérstakri fyrirlestraröð sem helguð er þýðingum og ber heitið þýðing öndvegisverka. Hugmyndin er að fá þýðendur til að skýra frá vinnu sinni við þýðingar á völdum öndvegisverkum heimsbókmenntanna.

Fyrirlestraröðin hófst á evrópska tungumáladeginum 26. september (sjá nánar um hann hér að neðan) þar sem Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og Ástráður Eysteinsson prófessor héldu erindi um þýðingar.

Markmiðið með fyrirlestrunum er að varpa ljósi á krefjandi starf þýðandans og því mikilvæga hlutverki sem þýðingar gegna við að miðla til okkar þekkingu og skáldskap víðs vegar að úr heiminum.

Fyrirlestrarnir hafa verið hafa verið vel sóttir og haldið verður áfram á sömu braut á vormisseri. Auk Ástráðs og Vilborgar fluttu eftirtaldir þýðendur erindi á haustmisseri: Ingibjörg Haraldsdóttir: Djöflarnir – Fjodr Dostojevski og Friðrik Rafnsson: Óbærilegur léttleiki tilverunnar – Milan Kundera.

Jólaþýðingar

Auk fyrirlestraraðar um þýðingar öndvegisverka var efnt til sérstakrar fyrirlestrasyrpu í desember þar sem þýðendur komu og skýrðu frá þýðingum sínum á bókum sem komu út fyrir jólin 2006.

Fyrirlestrarnir voru haldnir í samvinnu við útgáfufyrirtækin Hávallaútgáfu, Eddu útgáfu, Bjart, Grámann bókaútgáfu og JPV útgáfu.

Eftirtaldir þýðendur fluttu fyrirlestra:

 • Silja Aðalsteinsdóttir, Wuthering Heights eftir Emily Brontë.
 • Ólöf Eldjárn, Undantekningin eftir Christian Jungersen
 • Árni Bergmann, Mírgorod eftir Nikolaj Gogol
 • Guðni Kolbeinsson, Eragon – Öldungurinn eftir Christopher Paolini
 • Guðlaugur Bergmundsson, Krossmessan eftir Jógvan Isaksen

Málþing og ráðstefnur

Lærum allar tungur en gleymum ekki okkar eigin

Efnt var til málþings í Hátíðasal Háskóla Íslands um kennslu erlendra tungumála í ljósi nýrra námskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla þann 25. september.

Málþingið var haldið í tilefni þess að skýrslan Tungumál eru lykill að heiminum kom út á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Tungumálaáherslu Háskólans í Reykjavík. Í skýrslunni er brugðist við tillögum um styttingu framhaldsskólans.

Frummælendur voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Oddný G. Sverrisdóttir, varaforstöðumaður
 • Margrét Jónsdóttir, forsvarsmaður Tungumáláherslu Háskólans í Reykjavík
 • Aðalsteinn Leifsson, aðjunkt við Háskólann í Reykjavík
 • Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði

Skýrslan, sem er 25 síður, var m.a. send öllum ráðherrum, þingmönnum og fjölmiðlum og vakti hún allmikla athygli.

Málþing um norrænan málskilning

Málþingið var haldið í samvinnu við Norræna menningarsjóðinn þann 13. mars í Norræna húsinu.

Þar voru kynntar niðurstöður víðtækrar rannsóknar á skilningi Norðurlandaþjóðanna á dönsku, norsku og sænsku sem Norræni menningarsjóðurinn hafði frumkvæði að.

Jónína Bjartmarz, fráfarandi formaður sjóðsstjórnar, setti þingið en stjórnandi rannsóknarinnar Lars-Olof Delsing, prófessor við Háskólann í Lundi, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar. Aðrir fyrirlesarar voru Auður Hauksdóttir dósent, sem fjallaði um niðurstöðurnar í ljósi rannsóknar á dönskukunnáttu íslenskra námsmanna í Danmörku, og Michael Dal, lektor við Kennaraháskóla Íslands, sem flutti fyrirlesturinn „Dialogens magt“.

Að loknum framsöguerindum stjórnaði Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2, pallborðsumræðum.

Vigdísarþing

Efnt var til fyrsta Vigdísarþings dagana 17. mars til 18. mars. Efni málþingsins var Mótun norræns þjóðernis út frá íslenskum miðaldaritum og um notkun á forníslenskum bókmenntum í þjóðlegum bókmenntum (Det norrøne og det nationale) og fór þingið fram með þátttöku virtra innlendra og erlendra fræðimanna.

Umsjón með Vigdísarþingi hafði Annette Lassen, lektor í dönsku, í samvinnu við norrænu lektorana.

Í upphafi þingsins flutti Vigdís Finnbogadóttir ávarp.

Fyrirlesarar voru:

 • Sveinn Yngvi Egilsson, lektor í íslenskum bókmenntum
 • Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði
 • Þórir Óskarsson, bókmenntafræðingur
 • Gylfi Gunnlaugsson, bókmenntafræðingur við Reykjavíkurakademíuna
 • Andrew Wawn, prófessor í ensk-íslenskum bókmenntum við Háskólann í Leeds
 • Julia Zernack, prófessor í skandinavískum fræðum við Johann Wolfgang Goethe háskólann í Frankfurt
 • Flemming Lundgreen-Nielsen, lektor í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla
 • Gunnar Jørgensen, prófessor í norrænum fræðum við Háskólann í Osló
 • Anna Wallette, doktor í sagnfræði og Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði

Tungumál og atvinnulífið – ferðaþjónusta

Málþing var haldið þann 1. júní um tungumál og atvinnulífið í umsjón Gauta Kristmannssonar dósents.

Fyrirlesarar voru:

 • Marion Lerner, menningarfræðingur og leiðsögumaður, en erindi hennar bar heitið: Náttúruskoðun á Íslandi – þrjár ferðabækur í samanburði
 • María Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fjallaði um menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi
 • Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs hjá Ferðamálastofu, sem fjallaði um mikilvægi tungumála í markaðssetningu á ferðaþjónustu

Tungumál og atvinnulífið – margmiðlun

Málþing um tungumál og atvinnulífið var haldið þann 30. nóvember og var efni þess margmiðlun. Umsjón var í höndum Laufeyjar Erlu Jónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Fyrirlesarar voru:

 • Hannes Högni Vilhjálmsson, lektor við HR, sem flutti erindið Lifandi mál og menning
 • Li Tang, fulltrúi CCP, sem fjallaði um tölvuleikinn EVE Online og útbreiðslu hans á erlendri grundu
 • Róbert Stefánsson, markaðsstjóri hjá Infotec, sem fjallaði um þýðingar með aðstoð gsm-síma

Evrópski tungumáladagurinn

Í samvinnu við menntamálaráðuneytið var efnt til dagskrár í Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af evrópska tungumáladeginum.

Frú Vigdís Finnbogadóttir setti dagskrána en fyrirlesarar voru:

 • Ástráður Eysteinsson, prófessor, Gildi og þagnargildi – um þýðingar og bókmenntir
 • Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, Kolskör eða öskubuska – þýðingar barnabókmennta,
 • Gauti Kristmannsson, dósent, Þýðing fjölmála bókmennta
 • Margrét Jónsdóttir, dósent við Háskolann í Reykjavík, Tvímálabækur – hlaupabrautir tungumálanema.

Í tilefni af útgáfu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á fjölmála ljóðabókinni Zwischen Winter und Winter eftir Manfred Peter Hein las skáldið nokkur ljóða sinna. Auk þess lásu þýðendurnir, Gauti Kristmannsson, Tom Cheesman og Henning Vangsgaard, upp úr þýðingum sínum á ljóðum Heins.

Skólakór Kársness söng nokkur lög og fulltrúar frá verkefninu Bækur og móðurmál afhentu móttökudeild nýbúa í Breiðholtsskóla vefslóðir á 8 tungumálum.

Kynning í Noregi

Víðamikil kynnin fór fram á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Noregi dagana 1. maí til 5. maí undir yfirskriftinni: Nordiske språk og litteraturdager i Bergen og Oslo.

Tilgangur kynningarinnar var að efla tengsl og samvinnu við norska háskóla og rannsóknarstofnanir á fræðasviðum sem lúta að kennslu og rannsóknum á erlendum tungumálum. Jafnframt voru framtíðaráform stofnunarinnar um alheimsmiðstöð tungumála (World Language Centre) kynnt með það að markmiði að leita eftir samstarfs- og stuðningsaðilum.

Fyrir hópi fræðimanna stofnunarinnar fór frú Vigdís Finnbogadóttir en í sendinefndinni voru:

 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
 • Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku
 • Oddný G. Sverrisdóttir dósent
 • Annette Lassen, lektor í dönsku
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í ensku
 • Lars-Göran Johansson, lektor í sænsku
 • Torfi H. Tulinius, prófessor í frönsku
 • Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
 • Laufey Erla Jónsdóttir verkefnisstjóri

Auk þess tóku rithöfundarnir Thor Vilhjálmsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Knut Ødegård þátt í dagskránni á Lysebu ásamt Úlfari Bragasyni, forstöðumanni Stofnunar Sigurðar Nordals.

Umsjón með undirbúningi og framkvæmd kynningarinnar höfðu Auður Hauksdóttir forstöðumaður, Gro Tove Sandsmark, lektor í norsku, og Dóra Stefánsdóttir verkefnisstjóri. Sendiráð Íslands í Noregi veitti stofnuninni ómetanlegan stuðning við undirbúning og framkvæmd kynningarinnar.

Ráðstefnan var styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Det Kongelige Kultur- og Kirkedepartement í Noregi og Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde. Einnig naut stofnunin stuðnings frá Icelandair.

Málþing í Háskólanum í Bergen

Haldin var ráðstefna þriðjudaginn 2. maí um tungutækni og rannsóknir á norrænum málskilningi í Háskólanum í Bergen í samvinnu við Nordisk Institutt. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Internordisk kommunikation.

Erindi flutt á málþinginu:

 • Helge Sandøy, prófessor við Háskólann í Bergen, Norden som forskingslaboratorium. Resultat frå prosjektet Moderne importord i språka i Norden
 • Gisle Andersen, verkefnisstjóri við Háskólann í Bergen, Leksikalske og terminologiske ressurser som brobyggere mellom nordiske språk
 • Ola Knutsson, gestafræðimaður við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Grim-prosjektet
 • Kari Tenfjord, førsteamanuensis við Háskólann í Bergen, ASK-korpuset
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, Icelandic Online
 • Lars-Göran Johansson lektor, Flexibelt lärande och metakognition – några reflexioner kring utveckling av webbaserade distanskurser. Fjernundervisning i svensk ved Islands Universitet
 • Gro Tove Sandsmark lektor, Fjernundervisning i norsk på Island – en orientering
 • Kjersti Lea, lektor við Háskólann í Bergen, Det islandsk-skandinaviske ordboksprosjektet.

Vigdís Finnbogadóttir hélt gestafyrirlestur við háskólann sama dag og var heiti hans UNESCO og truede språk.

Samráðsfundur í Háskólanum í Osló

Vigdís hélt gestafyrirlestur við Háskólann í Osló, miðvikudaginn 3. september, sem bar heitið: Språkene er nøkkelen til verden.Þann sama dag fór fram samráðsfundur með starfsmönnum Institutt for lingvistiske og nordiske studier (ILN) og Institutt for litteratur, områdestudier og europeiske språk (ILOS) í Háskólanum í Osló. Fulltrúar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur áttu þar viðræður við kollega sína með það markmiði að koma á frekara samstarfi.

Ráðstefna á Lysebu

Efnt var til ráðstefnu fimmtudaginn 4. maí, í samvinnu við Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde í ráðstefnumiðstöðinni Lysebu.

Á ráðstefnunni var fjallað um þýðingar og það hvernig höfundar nýta sér efnivið og fyrirmyndir úr fornnorrænum bókmenntum við skrif sín. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Det norrøne i moderne litteratur og bevissthet – Å transformere tid og ånd i ord – det umuliges kunst?

Erindi fluttu á ráðstefnunni:

 • Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur, 1600-tals dokument på lift i 2000-tals litterär text
 • Birgit Nyborg, cand.philol., Riddersagaer: tanker omkring oversettelse
 • Annette Lassen, lektor, Norrøne highlights og hemmeligheder i dansk litteratur
 • Knut Ødegård, rithöfundur, Modernitet og tradisjon klinger sammen! Linjer i min lyrikk
 • Torfi H. Tulinius, prófessor, Thor Vilhjálmsson „Morgunþula í stráum“. En modernist i middelalderen
 • Thor Vilhjálmsson rithöfundur las úr bók sinni Morgunþula í stráum í þýðingu Birgit Nyborg og sagði frá verkinu
 • Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals: Forfatteren Snorri
 • Thorvald Steen, rithöfundur, Om å skrive om Snorre
 • Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við Háskólann í Osló, Snorri i Skandinavia
 • Roy Jacobssen, rithöfundur, las úr skáldsögunni Frost og sagði frá verkinu.

Vigdís Finnbogadóttir og Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Noregi, ásamt fulltrúum frá Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur héldu til fundar við Erik Rudeng, framkvæmdastjóra Institusjonen Fritt Ord Osló, fimmtudaginn 5. maí. Institusjonen Fritt Ord eru samtök sem stofnuð voru í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar með það að markmiði að stuðla að lýðræði og málfrelsi. Samtökin hafa styrkt menningartengd verkefni bæði í Noregi og á alþjóðavísu.

Tilgangur fundarins var að kynna verkefnið um alheimsmiðstöð tungumála (World Language Centre) og leita eftir fjárstuðningi við það. Fundurinn var afar árangursríkur og í framhaldi hans var send umsókn til sjóðsins, sem hlaut jákvæðar undirtektir (sjá nánar í umfjöllun um alþjóðlega miðstöð tungumála).

Koma Vigdísar til Noregs vakti mikla athygli fjölmiðla, ítarleg viðtöl við hana birtust í stærstu dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og þar var meðal annars fjallað um stofnunina, dagskrá Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Noregi og framtíðaráformin um alþjóðlega tungumálamiðstöð. Þessi athygli fjölmiðla og öll hin jákvæða umfjöllun er ómetanleg kynning fyrir Háskóla Íslands.

Þýskubíllinn – átaksverkefni um þýskukennslu

Haldið var áfram með átaksverkefnið Þýskubílinn sem Oddný G. Sverrisdóttir stjórnaði. Átakinu var hrundið af stað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem haldin var í Þýskalandi sumarið 2006.

Þýskubíllinn var samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukennara, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands. Þýskubíllinn er sportjeppi af gerðinni Porsche Cayenne og ók þýskuþjálfarinn Kristian Wiegand bílnum þrisvar sinnum um Ísland og heimsótti m.a. grunn- og framhaldsskóla og íþrótta-félög. Nemendum var boðið upp á örnámskeið í „fótboltaþýsku“ þar sem fjallað var um fótbolta og HM.

Í tengslum við verkefnið var haldin verðlaunagetraun. Fyrstu verðlaun voru ferð til Þýskalands og miði á leik á heimsmeistaramótinu, önnur verðlaun voru ferð til Stuttgart og heimsókn í Porsche-verksmiðjurnar. Átakið var m.a. styrkt af Icelandair, Robert Bosch-stofnuninni og Würth-stofnuninni í Stuttgart.

Cervantes-setur

Undirbúningur að opnun Cervantes-seturs (Aula Cervantes) við Háskóla Íslands hefur staðið yfir í allnokkurn tíma en setrið verður formlega opnað í byrjun árs 2007.

Cervantes-setur gegnir því hlutverki að vera menningarmálastofnun Spánar á Íslandi og verður það rekið undir verndarvæng Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Starfandi kennarar í spænsku við Skor rómanskra og klassískra mála verða umsjónarmenn starfseminnar sem felst einkum í því að hlúa að spænskukennslu á Íslandi, standa fyrir alþjóðlegum DELE-prófum og stuðla að enn frekari menningarsamskiptum milli landanna í samráði og samvinnu við aðalstöðvar Cervantes-stofnunarinnar á Norðurlöndum sem hefur aðsetur er í Stokkhólmi.

Cervantes-setur á Íslandi verður hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en samsvarandi setur eru starfrækt víða um heim.

Útgáfa fræðirita

Að undanförnu hefur verið lagt kapp á að efla útgáfustarfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hefur sú vinna skilað góðum árangri. Útgáfustjórar ritraða stofnunarinnar eru Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, og Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku, en bæði eiga þau sæti í fagráði Stofnuanr Vigdíar Finnbogadóttur.

Alls komu út þrjár bækur á árinu: ein fjölmála bók, ein tvímála bók og ein er hefur að geyma safn fræðigreina.

Zwischen Winter und Winter

Í september kom út fjölmála bókin Zwischen Winter und Winter – ljóðabók eftir þýska ljóðskáldið Manfred Peter Hein. Bókin hefur að geyma þýðingar á ljóðunum úr þýsku yfir á íslensku, dönsku og ensku.

Þýðendur eru Gauti Kristmannsson, Tom Cheesman og Henning Vangsgaard. Ritstjóri er Gauti Kristmannsson. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni og var styrkt af Goethe Institut og Þýðingarsjóði.

Umskiptin

Í desember kom út tvímálabókin Umskiptin eftir Franz Kafka – í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar prófessors og Eysteins Þorvaldssonar prófessors. Þetta er þriðja þýðing textans á íslensku. Bókin hefur að geyma ítarlegan inngang og bókarauka með verkefnum og spurningum fyrir bæði nemendur og áhugamenn.

Bókin er hluti af ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fjölmála útgáfum. Ritstjóri er Gauti Kristmannsson. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni.

Mujeres Latinoamericanas en Movimiento / Latin American Women as a Moving Force

Mujeres Latinoamericanas en Movimiento (Latin American Women as a Moving Force) samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og samtakanna HAINA. Í bókinni er að finna safn fræðigreina um málefni kvenna í Rómönsku Ameríku, á spænsku og ensku. Greinarnar eru á sviði félags- og stjórnmálafræði, bókmennta og lista, auk umfjöllunar um mannfræðileg efni.

Bókin er gefin út í kjölfar málþings sem haldið var hér á landi fyrir tæpum tveim árum. Ritstjóri er Hólmfríður Garðarsdóttir. Þróunarsamvinnustofnun styrkti útgáfu bókarinnar.

Heimsóknir

Margir góðir gestir heimsóttu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á árinu. Hinn 20. júní sótti menningarmálanefnd danska þingsins stofnunina heim til að kynna sér starfsemi hennar. Fyrir nefndinni fór formaður hennar Kim Andersen.

Hinn 9. júní komu nemendur úr Sama¬skólanum í Tromsö í Noregi. Öll kennsla í skólanum fer fram á samísku og mikil áhersla er lögð á að skóla-starfið tengist menningu barnanna. Megintilgangur Íslandsferðar þeirra var að fræðast um hvernig Íslendingum hefur tekist að varðveita tungumál sitt en samískan á undir högg að sækja vegna áhrifa frá erlendum málum. Vigdís Finnbogadóttir tók á móti samísku nemendunum á heimili sínu.

Starfsmenn frá Riksbankens Jubileumsfond í Svíþjóð heimsóttu stofnunina 1.-3. september í því skyni að kynna sér starfsemina. Í tengslum við kynningu á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Svíþjóð voru framtíðarverkefni stofnunarinnar kynnt Riksbankens Jubileumsfond og í framhaldinu var sótt um styrk frá sjóðnum. Umsóknin hlaut jákvæðar undirtektir og styrkti sjóðurinn framtíðarverkefnið með tæplega þriggja milljóna króna framlagi.

Í tilefni af heimsókninni var efnt til seminars þar sem kynntar voru tungumálarannsóknir, starfsemi stofnunarinnar og framtíðaráform. Auk þess voru haldin erindi um íslenskar bókmenntir og þróun íslensks samfélags. Stjórn sjóðsins sýndi mikinn vilja til áframhaldandi samstarfs.

Í byrjun september komu skáld frá Hjaltlandseyjum, sem voru hér á vegum Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, en Aðalsteinn hefur verið í sérstöku samstarfi við Hjaltlendinga um þýðingar. Skáldin sem sóttu okkur heim voru Lise Sinclair frá Friðarey, Donald S. Murray, sem er búsettur í Sandvík á Hjaltlandi, Matthew Wright frá Orkneyjum og Jen Hadfield, sem var sérstakur gestahöfundur á Hjaltlandseyjum árið 2006.

Det Danske Sprog og Litteratur Selskab heimsótti Stofnun Vigdísr Finnbogadóttur þann 14. september í því skyni að kynna sér starfsemina en stofnunin hefur um alllangt skeið átt farsælt samstarf við Det Danske Sprog og Litteratur Selskab í tengslum við orðaforðarannsóknir og orðabókagerð milli dönsku og íslensku.

Í september komu samtökin Danske Virksomhedsledere í heimsókn. Samtökin voru í fundarferð á Íslandi og óskuðu sérstaklega eftir að fá að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði gestina og Auður Hauksdóttir kynnti fyrir þeim verkefnið um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi.

Japönsk ungmenni heimsóttu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tilefni af 50 ára afmæli stjórnmálasamstarfs Íslands og Japans og færðu stofnuninni veglega bókagjöf sem nýtast mun nemendum í japönsku við Háskóla Íslands.

Styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Margir urðu til að leggja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur lið á árinu.

Fyrst ber að nefna samstarfssamning við Straum Burðarás Fjárfestingarbanka, sem undirritaður var 8. mars, en í samningnum er kveðið á um fimm milljóna króna árlegt framlag bankans til stofnunarinnar í fjögur ár. Fénu verður varið til markvissrar eflingar stofnunarinnar.

Aðrir sem styrktu starfsemina voru Orkuveita Reykjavíkur, sem styrkti stofnunina með 600 þúsund króna framlagi, og Gutenberg hf., sem styrkti stofnunina með 300 þúsund króna framlagi.

Eins og áður er getið var Noregskynning Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Det Kongelige Kultur- og Kirkedepartement í Noregi, Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde og Icelandair.

Menntamálaráðuneytið kom, eins og áður sagði, að Evrópska tungumáladeginum og styrkti dagskrána með 200.000 króna framlagi.

Samgönguráðuneytið veitti SVF 2,5 milljóna króna styrk til rannsóknar á gildi tungumálakunnáttu fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.

Alþjóðleg miðstöð tungumála

Mikil vinna hefur farið fram á árinu 2006 við undirbúning og kynningu á framtíðarverkefni stofnunarinnar, sem er að koma á fót alþjóðlegri miðstöð tungumála hér á landi, en stefnt er að því að hún verði sett á laggirnar árið 2010. Á ársfundi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem haldinn var 6. júní, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

Að undanförnu hefur verið unnið að stefnumótun fyrir framtíðarstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í þeirri vinnu hefur komið fram eindreginn vilji starfsmanna til að stórefla stofnunina á næstu árum til hagsbóta fyrir rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Með því að lyfta grettistaki á þessu fræðasviði vill stofnunin jafnframt heiðra störf Vigdísar Finnbogadóttur í þágu tungumála jafnt heima sem heiman. Þá er það vilji starfsmanna að á næstu árum verði haldið áfram að leita leiða til að koma á fót Alþjóðlegri miðstöð tungumála við Háskóla Íslands í því skyni að halda áfram því brautryðjendastarfi sem Vigdís Finnbogadóttir hefur unnið á alþjóðavettvangi sem fyrsti og til þessa eini velgjörðarsendiherra tungumála í heiminum. Mikilvægt er að gert verði átak í húsnæðismálum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þannig að hún verði komin í framtíðarhúsnæði árið 2010.

Á fundi stjórnar Hugvísindastofnunar þann 7. júní var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma:

Stjórn Hugvísindastofnunar fagnar framkomnum hugmyndum um byggingu framtíðar-húsnæðis fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Jafnframt lýsir stjórnin stuðningi við þau áform að stórefla starfsemi stofnunarinnar með því að sameina í einni byggingu fyrsta flokks aðstöðu til kennslu og rannsókna annars vegar og glæsilega miðstöð fræðslu og þekkingarmiðlunar um tungumál heimsins hins vegar.

Á fundi deildarráðs Hugvísindadeildar 14. júní var einróma lýst yfir fullum stuðningi við hugmyndir um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Jafnframt tók deildarráðið undir önnur sjónarmið um framtíðaráform stofnunarinnar sem fram koma í ályktunum ársfundar hennar og stjórnar Hugvísindastofnunar.

Á deildarfundi Hugvísindadeildar þann 19. júní var einnig lýst yfir einróma stuðningi við framtíðaráform Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og tekið undir ályktanir ársfundar stofnunarinnar og deildarráðsfundar Hugvísindadeildar.

Loks samþykkti háskólaráð á fundi sínum 26. júní að Háskóli Íslands leggi fram til byggingar fjármagn sem nemur allt að 100 m.kr. á ári í þrjú ár, frá og með árinu 2008 að telja, samtals 300 m.kr., gegn því að tvöfalt hærra mótframlag fáist frá öðrum fjármögnunar- og styrktaraðilum.

Á árinu hefur verið lagt allt kapp á að renna stoðum undir þetta framtíðarverkefni. Leitað hefur verið eftir stuðningi og samstarfi við innlenda og erlenda aðila og hafa undirtektir verið jákvæðar. Eins og áður sagði héldu fulltrúar frá stofnuninni til fundar við Erik Rudeng, framkvæmdastjóra Institusjonen Fritt Ord í Noregi. Í kjölfar fundarins var formlega sótt um styrk frá sjóðnum til verkefnisins. Stjórn sjóðsins ákvað að styrkja undirbúningsvinnu vegna alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar með framlagi að upphæð ein milljón norskra króna eða rétt rúmlega 10 milljónir íslenskra króna.

Vigdís Finnbogadóttir, Auður Hauksdóttir og Guðmundur R. Jónsson prófessor kynntu áform um tungumálamiðstöðina fyrir fulltrúum Wallenberg-sjóðsins og Riksbankens Jubileumsfond í sendiráði Íslands í Stokkhólmi í október 2006. Fundinn sat Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð.

Eins og áður er getið hefur stofnunin notið liðsinnis frá Riksbankens Jubileumsfond í Svíþjóð. Í lok ársins ákvað stjórn sjóðsins að styrkja undirbúningsvinnu vegna tungumálamiðstöðvar-innar með tæplega þriggja milljóna króna framlagi (300.000 SEK), en fénu á að verja til að halda málþing og ráðstefnu með innlendum og erlendum fræðimönnum á árinu 2007.

Í bréfi Mærsk Mc-Kinney Møller til stofnunarinnar, dagsettu hinn 13. nóvember 2006, kemur fram að stjórn A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal hafi ákveðið að styrkja fyrirhugaða alheimsmiðstöð tungumála með framlagi að upphæð fimm milljónir danskra króna. Styrkurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir framgang verkefnisins.

Í tengslum við erlent samstarf, og þá ekki síst í sambandi við kynningar erlendis, hefur stofnunin átt afar árangursríkt og ánægjulegt samstarf við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands erlendis. Þessi mikli stuðningur hefur verið stofnuninni ómetanlegur.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur

Sem endranær hefur Vigdís Finnbogadóttir reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur stutt við starfsemina á margvíslegan hátt og hefur í hvívetna verið boðin og búin til að vinna að vexti hennar og viðgangi. Fyrir það verður seint fullþakkað.

Starfssvið og hlutverk

Markmið stofnunarinnar er að stunda öflugar rannsóknir í erlendum tungumálum. Helstu fræðasvið hennar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála, máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk þess er markmiðið að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, fyrirlestrum og námskeiðum og stendur fyrir útgáfu fræðirita.

Stjórn og starfsmenn

Forstöðumaður árið 2005 var Auður Hauksdóttir og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir. Auk þeirra sátu í fagráði Ásdís R. Magnúsdóttir, Gauti Kristmannsson og Matthew J. Whelpton. Um mitt ár tók Júlían Meldon D’Arcy sæti Matthews í fagráðinu. Erla Erlendsdóttir sat í fagráðinu fyrri hluta árs á meðan á barneignarorlofi Ásdísar R. Magnúsdóttur stóð. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í fullu starfi fram til 31. júlí en Dóra Stefánsdóttir frá 9. ágúst. Lára Sólnes starfaði sem verkefnisstjóri frá janúar til apríl við undirbúning afmælisráðstefnunnar Samræður menningarheima og auk þess starfaði Herdís Sigurgrímsdóttir tímabundið við undirbúning ráðstefnunnar.

Starfsemi

Auk hefðbundinnar fyrirlestraraðar og málþinga stóð stofnunin fyrir viðamikilli alþjóðlegri ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur á 75 ára afmæli hennar hinn 15. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar var Samræður menningarheima eða Dialogue of Cultures. Í lok apríl fór fram kynning á Spáni á stofnunni. Frá árinu 2003 stjórnaði SVF NorFA- neti um notkun tölva og tungutækni við rannsóknir og kennslu norrænna tungumála á háskólastigi. Starfsemi netsins lauk með ráðstefnu við Háskóla Íslands í janúar.

Fyrirlestraröð

Alls hélt 21 fræðimaður fyrirlestra á vegum stofnunarinnar á vor- og haustmisseri:

Vormisseri

 • Júlía G. Hreinsdóttir, táknmálskennari, Er menning heyrnarlausra til?
 • Nigel Watson, leikari og fræðimaður, Is Shakespeare Still our Contemporary?
 • Eyjólfur Már Sigurðsson, DEA, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, Hugmyndir nemenda um tungumálanám og kennslu
 • Elísabet Siemsen, M.Paed., Þriðja mál í framhaldsskóla: Hvers vegna velja nemendur þýsku?
 • Pétur Knútsson, dósent, The Naked and the Nude: Intimacy in Translation
 • Gauti Kristmannsson, aðjúnkt, Das Licht der Welt in Laxness Übersetzungen
 • Kolbrún Friðriksdóttir, verkefnisstjóri Icelandic Online, Íslenska sem annað mál
 • Ástvaldur Ástvaldsson, University of Liverpool, Making Sense: Representations of Cultural Diversity in Latin America
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent, Tvítyngi: Kostur eða ókostur?
 • Oddný G. Sverrisdóttir, dósent, Föst orðasambönd og orðatiltæki í þýskum og íslenskum íþróttafréttum

 

Haustmisseri

 • Hanne-Vibeke Holst, rithöfundur, Kvinder, mænd, magt og sex
 • Útgáfufyrirlestur Gauta Kristmannssonar, aðjúnkts, Literary Diplomacy
 • Viola Miglio, lektor, Svik í bókmenntaþýðingum
 • Martin Regal, dósent, Hollywood Musicals
 • Hildur Halldórsdóttir, M.A., Þýðingar á verkum H.C. Andersens
 • Jon Milner, lektor, National identity and educational material
 • Søren Ulrik Thomsen, rithöfundur, Kritik af negationstænkningen i kulturen
 • Benedikt Hjartarson, verkefnisstjóri hjá Bókmenntastofnun, Bóhemmenning, kabarett og framúrstefna í Berlín
 • Pétur Knútsson, dósent, Finger and thumb
 • Útgáfufyrirlestur Júlíans Meldons D’Arcys, prófessors, Subversive Scott
 • Baldur Ragnarsson, fv. menntaskólakennari, Esperantó: Raunhæf lausn á tungumálavandanum

Ráðstefnur

Samræður menningarheima 

Afmælisráðstefna til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur 75 ára

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Sérstök heiðursnefnd var tengd ráðstefnunni en í henni voru: Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Valéry Giscard d’Estaing, fv. forseti Frakklands, Richard von Weizsäcker, fv. forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands, Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur, Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri og Páll Skúlason, rektor.

Ráðstefnunefnd skipaði: Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Gauti Kristmannsson, aðjúnkt, Guðrún Bachmann, kynningarstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristín A. Árnadóttir, skrifstofustjóri, Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri, María Þ. Gunnlaugsdóttir, deildarsérfræðingur, Matthew Whelpton, dósent, Oddný G. Sverrisdóttir, deildarforseti og Ólafur Egilsson, sendiherra.

Ráðstefnan hófst 13. apríl með móttöku í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem Páll Skúlason, rektor, afhjúpaði brjóstmynd af Vigdísi eftir myndlistarmanninn Erling Jónsson.

Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í Perlunni að kvöldi afmælisdagsins hinn 15. apríl.

Setning ráðstefnunnar fór fram við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að morgni 14. apríl að viðstöddum ráðamönnum og fjölda innlendra og erlendra gesta. Páll Skúlason, rektor, setti ráðstefnuna en forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti opnunarræðu.

Einnig flutti menntamálaráðherra, frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarp. Prófessor David Crystal flutti fyrsta lykilfyrirlestur ráðstefnunnar: Towards a Philosophy of Language Diversity og kór Kársnesskóla söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

 

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar

 • Mary Robinson, forseti Írlands 1990–1997 og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna 1997–2002, sem fjallaði um mannréttindi og stöðu kvenna,
 • Blandine Kriegel, prófessor og sérfræðingur í málefnum nýbúa og ráðgjafi Jacques Chiracs, forseta Frakklands, um mannréttindi og nýbúa. Efni fyrirlestrarins var opinbert trúleysi og aðlögun nýbúa í Frakklandi (Laïcité et intégration en France).
 • Shinako Tsuchyia þingkona ræddi um konur í japönsku nútímasamfélagi og matarmenningu.
 • Rufus H. Yerxa, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WHO). Heiti fyrirlestrar hans var Economic Integration and its Impact on Cultural Diversity.
 • Kristín Ingólfsdóttir, prófessor og nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, flutti erindi sem bar yfirskriftina Menntun og þekking — beittustu vopn fámennrar þjóðar.
 • Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kynjafræðum og fv. þingmaður, fjallaði um aðdraganda forsetakosninganna árið 1980

Aðrir fyrirlesarar voru:

 • Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri, Að jafna metin — menningarsamskipti í heimsþorpinu
 • Sigurður Pétursson, lektor, Ut desint vires, tamen haud temnenda voluntas
 • Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Að koma Íslandi á kortið
 • Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri, Travelling without Language Barriers
 • Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnalausra, Táknmálið í landi íslenskunnar, Sture Allén prófessor: Churchill’s Nobel Prize in Literature

Haldnar voru 20 málstofur þar sem á annað hundruð fræðimenn fluttu erindi. Af þeim fóru 11 fram á íslensku en 9 á erlendum málum. Umfangsmesta málstofan var Language and Cultural Diversity, sem var tvískipt og stóð yfir báða ráðstefnudagana.

Málstofan Language and Cultural Diversity

Málstofan var kostuð af Norrænu ráðherranefndinni og umsjón með henni höfðu Auður Hauksdóttir, dósent, Jens Allwood, prófessor og Anju Saxena, dósent.

Fjallað var um áhrif alþjóðavæðingar á tungumál og hvernig nota má tungutækni til skráningar og varðveislu gagna um tungumál.

Málstofustjóri fyrri daginn var Jens Allwood en seinni daginn Höskuldur Þráinsson prófessor. Í lok málstofunnar voru pallborðsumræður sem Matthew Whelpton dósent stjórnaði.

Fyrri dagur: Endangered languages
Fyrirlesarar voru:

 • Jens Allwood prófessor, Göteborgs universitet, Iceland — A Home for the languages of the world
 • Tove Skutnabb-Kangas, prófessor Roskilde Universitet, Endangered languages and (lack of) linguistic human rights
 • Kristján Árnason, prófessor, Why is Icelandic not among the endangered languages?
 • Steve Fassberg, prófessor Hebrew University of Jerusalem, The Revival of Hebrew
 • Michael Krauss, prófessor emeritus University of Alaska í Fairbanks, Mass language extinction — why care?
 • Nicholas Ostler, forseti Foundation for Endangered Languages, Language Survival in the Americas: where the Spanish and Portuguese Empires have been
 • Matthias Brenzinger, prófessor Universität zu Köln, Language Endangerment on the African Continent: The future of language diversity,
 • Michael Noonan, prófessor University of Wisconsin, Language documentation and language endangerment in Nepal
 • Udaya Narayana Singh, forstöðumaður Central Institute of Indian Languages, Voices in the Darkness looking for possible Interlocutors: An Appraisal of the South Asian Scenario
 • Osahito Miyaoka, prófessor Osaka Gakuin University, Endangered Languages of the North Pacific Rim.

Seinni dagur: Digital documentation
Fyrirlesarar voru:

 • Susan Hockey, prófessor emeritus University College London. The Documentation of Electronic Linguistic Resources
 • Anju Saxena, dósent Uppsala universitet, Linguistic and socio-cultural information in digital documentation
 • David Nathan, prófessor University of London, Multimedia: a confluence of linguistic rights, documentation, and resource management
 • Lars Borin, prófessor Göteborgs universitet, One in the bush: Low-density language technology
 • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, The status and prospects of Icelandic Language Technology, Trond Trosterud prófessor, Universitet i Tromsø: Language technology for endangered languages: Sámi as a case study

Málstofur á íslensku

Biblíu- og sálmaþýðingar að fornu og nýju

Málstofan var haldin í samvinnu við guðfræðideild. Fjallað var um biblíu- og sálmaþýðingar hér á landi að fornu og nýju, gildi þeirra og áhrif á þróun íslensks máls. Einnig var hugað að hvernig greina megi málhreinsunarstefnu í þeim og jafnvel sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Málstofustjóri: Halldór Reynisson verkefnisstjóri. Fyrirlesarar: Einar Sigurbjörnsson prófessor: Sálmaskýringar að fornu og nýju, Guðrún Kvaran prófessor: Nýja íslenska biblíuþýðingin og gildi biblíuþýðinga fyrir þróun íslensks máls, Gunnlaugur A. Jónsson prófessor: Þýðing Haralds Níelssonar á Gamla testamentinu (1908/1912) í ljósi málhreinsunarstefnu og íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, Jón Ma. Ásgeirsson prófessor: Biblíutilvitnanir í íslensku hómilíubókinni.

Fólksflutningar og tungumál

Fjallað var um sameiginleg þemu í afstöðu og hugmyndum innflytjenda til nýja málsins og hins gamla.

Málstofustjóri: Birna Arnbjörnsdóttir dósent, sem jafnframt flutti fyrirlesturinn: Innflytjendur og tungumál. Saga vesturíslensku, Helga Kress prófessor: Minning um tungumál: Íslenskan í bókmenntum Vesturfara, Þórdís Gísladóttir M.A.: „Íslendingar eiga að kunna sitt móðurmál“: Málviðhorf Íslendinga í Svíþjóð, Unnur Dís Skaptadóttir dósent: Ólíkar raddir: Afstaða innflytjenda til íslensks máls, Ahn Dao Tran, M.A.: Víetnam/Ísland: Unglingar á milli menningarheima.

Íslenska í senn forn og ný

Málstofan var haldin í samvinnu við Íslenska málstöð. Fjallað var um íslenska tungu með hliðsjón af því að hún er í senn þrautræktað bókmenntamál með fornar rætur og óvenjulega lítt breytt að formgerð frá elstu tíð og samskiptatæki í háþróuðu nútímasamfélagi sem er undirorpið sífelldum breytingum og nýjungum.

Málstofustjóri: Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. Fyrirlesarar: Njörður P. Njarðvík prófessor: Hljóðfæri hugans, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður: Að tala á íslensku, Jón G. Friðjónsson prófessor: Að kunna fótum sínum forráð, Kristján Árnason prófessor: Hvers vegna skyldu Íslendingar nota íslensku?

Að yrkja (um) landið

Málstofan var í umsjón Landgræðslu ríkisins, Landverndar, Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Íslands. Fjallað var um landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd og um uppeldisgildi ræktunar og náttúruverndar fyrir æsku Íslands, en þessi málefni hafa verið Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þeim ómetanlegan stuðning.

Málstofustjóri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Fyrirlesarar og flytjendur: Andrés Arnalds Fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Blessað verið grasið (samantekt), flytjendur: leikararnir Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar: Skáldið og skógurinn, Nína Aradóttir og Stefán Tandri Halldórsson, nemendur í Snælandsskóla: Landið sem við erfum, Sigurður Pálsson skáld: Tímaskyn og skógurinn, Hákon Aðalsteinsson og Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður: Framtíðarsýn skógarbóndans.

Heilsa, samfélag og hjúkrun

Málstofan var haldin í samvinnu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fjallað var um hjúkrun og alþjóðavæðingu á fyrri hluta 20. aldar, geðheilsu barna og unglinga, kynheilbrigði í alþjóðlegu samhengi og þann menningarheim sem ríkir innan öldrunarstofnana.

Málstofustjóri: Erna B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Fyrirlesarar: Kristín Björnsdóttir dósent: Hjúkrun og alþjóðavæðing á fyrri hluta 20. aldar, Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar Lýðheilsustöðvar og Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu: Er svigrúm fyrir sálartetrið?, Sóley S. Bender dósent: Kynheilbrigði: Öryggi eða óvissa, Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor og sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði, LSH: Mikilvægi tungumálsins á öldrunarstofnunum.

Aflvaki breyttrar heilbrigðisþjónustu

 Málstofustjóri: Ingibjörg Pálmadóttir, fv. heilbrigðisráðherra. Fjallað var um rafræn samskipti almennings við heilbrigðiskerfið.

Umsjón: Ásta Thoroddsen dósent. Fyrirlesarar: Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri: Hvað voruð þið að krukka í barnið mitt?, Ófeigur Þorgeirsson læknir, LSH: Um rafræn samskipti læknis og sjúklings, Benedikt Benediktsson, tölvunarfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu: Stefna HTR í rafrænum samskiptum, Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar: Lögmæti rafrænnar meðferðar sjúkraskrárupplýsinga, Gyða Halldórsdóttir meistaranemi: Einstaklingurinn og upplýsingasamfélagið: Aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónusta Tryggingarstofnunar ríkisins á netinu, Baldur Johnsen, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs LSH: Eftirspurn heilbrigðisþjónustu — svar upplýsingatækninnar.

Ísland og umheimurinn

Málstofan var haldin í samvinnu við sagnfræðiskor. Í málstofunni var fjallað um samskipti Íslands við umheiminn frá Pýþeasi til samtímans.

Eftirfarandi spurningar voru meðal annars til umræðu: Hvað fannst erlendum mönnum um Ísland? Hvað vissu þeir um landið? Var Ísland einangruð eyja fram á 20. öld?.

Málstofustjóri: Anna Agnarsdóttir dósent. Fundarstjóri: Guðmundur Hálfdanarson prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður og rithöfundur: There and here: Traveller’s tales about Iceland, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur: Við og hinir — hvernig var gerður mannamunur á miðöldum?, Helgi Þorláksson prófessor: Úthafsey í alþjóðaleið, Anna Agnarsdóttir dósent: Ísland og Versalir: Frakkar við Íslandsstrendur á 18. öld.

Tækniþróun og umhverfisvernd — sættanleg sjónarmið?

Málstofan var haldin í samvinnu við verkfræðideild. Fjallað var um vandamál mikils hagvaxtar og fórnir sem þarf að færa við verndun umhverfis og náttúru samfara miklum hagvexti.

Málstofustjóri: Júlíus Sólnes prófessor. Fyrirlesarar: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri: Umhverfisvernd og sjálfbær þróun, Aðalheiður Jóhannsdóttir aðjúnkt: Réttur mannsins til heilnæms umhverfis, Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar: Tækniþekking og tæknivísindi skapa betri lífskjör.

Menntun, menning og mannrækt

Í málstofunni fjölluðu nokkrir kennarar við skor uppeldis- og menntunarfræði um efni á sínu sérsviði sem tengjast þema ráðstefnunnar „Samræður menningarheima“.

Fyrirlesarar: Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor: Umburðarlyndi og áskoranir: Menningarlæsi og fjölmenning, Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor: Að rækta lífsgildi, Guðrún Geirsdóttir lektor: Ólík menning háskólagreina: Hugmyndir háskólakennara um námskrá eigin greina, Sigurlína Davíðsdóttir lektor: Samræða milli menntamálayfirvalda og almennra kennara, Hafdís Ingvarsdóttir dósent: Efling menningarvitundar í tungumálakennslu.

Ferðamál, tungumál og menning

Málstofan var haldin í samvinnu við Ferðamálaráð og Höfuðborgarstofu. Fjallað var um þróun ferðaþjónustu á Íslandi.

Málstofustjóri: Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Fyrirlesarar: Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu: How do you like Iceland? Ferðamennska og menningarspeglun, Valgeir S. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfaraseturs á Hofsósi: Út í óvissuna, Anna Dóra Sæþórsdóttir lektor: Ævintýralandið Ísland — óþrjótandi auðlind?

Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980–1996

Málstofan var haldin í samvinnu við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum.

Árið 2005 voru liðin 25 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til embættis forseta Íslands. Kosningabaráttan var bæði spennandi og lærdómsrík, ekki síst út frá orðræðunni um getu og hlutverk kvenna. Kjörorð Vígdísar var „Veljum Vigdísi“ sem skýrir yfirskrift málstofunnar.

Málstofustjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor. Fyrirlesarar: Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur: Ég mundi kjósa hana þótt hún væri karlmaður, Svanur Kristjánsson prófessor: Embætti forseta Íslands og íslensk þjóðarvitund: Vigdís Finnbogadóttir. Ávörp: Svanhildur Halldórsdóttir, fv. kosningastjóri Vigdísar: Í kosningabaráttu með Vigdísi, Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri: Á ferð um heiminn — atvinnulífið og Vigdís, Una Björg Einarsdóttir stjórnmálafræðingur: Fyrirmynd Vigdísar og Vigdís sem fyrirmynd.

Málstofur á erlendum málum

Palabras de acá y de allá

Í málstofunni var fjallað um margvísleg málefni er tengjast hinum spænskumælandi heimi.

Málstofustjórar: Erla Erlendsdóttir lektor og Kristín Guðrún Jónsdóttir stundakennari. Fyrirlesarar: Erla Erlendsdóttir lektor: Cacao y chocolate. Internacionalismos de la lengua náhuatl, Jón Hallur Stefánsson útvarpsmaður: „Creo que volveré mañana“ — Las peripecias del manuscrito de Poeta en Nueva York, Kristín Guðrún Jónsdóttir stundakennari: La santidad extraoficial. Los santos populares de México, Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi: Las milongas de Borges, Stefán Á. Guðmundsson stundakennari: Che Guevara… ¿solamente un icono cultural?

The International Press and the Western Worldview

Í málstofunni var fjallað um hlutverk fjölmiðla (dagblaða, útvarps, sjónvarps og Netsins) í nútímaþjóðfélagi og hvernig þeir mótuðu vestræna heimssýn.

Málstofustjórar: Bogi Ágústsson, fréttastjóri RÚV, og Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Fyrirlesarar: Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst: Tolerance, Pluralism and Broadmindedness, George Carey, Creative Director for The Television Corporation: The unattainable objectives of democracy?, Henryk M. Broder, Der Spiegel: The Internet as a Tool of Democratisation.

Youth Dialogue Across Cultures

Í málstofunni ræddi ungt fólk frá mörgum löndum og menningarheimum hvernig það gæti mótað framtíðina með því að sýna hvert öðru gagnkvæma virðingu og að fagna fjölbreytileik sínum og leitt þannig til friðar, skilnings og vináttu.

Málstofustjórar: Ástríður Magnúsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskólans.

Dialog mellem domæner

Rætt var um hvernig samþætting rannsókna, viðskipta og lista geta auðgað menningu og samfélag.

Málstofustjóri: Jørn Lund, prófessor og forstöðumaður DSL. Fyrirlesarar: Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur: Politik, Europa, skole og uddannelse, Bo Göranzon: Hur kan matematik, teknik och drama samarbeta mot en tredje kultur?, Sveinn Einarsson, formaður íslensku UNESCO nefndarinnar: Språk och kulturell diversitet, Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB: Tecken på dialog mellan domäner, Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík: Veiskiller — motsettende interesser — kryssende grenser.

Translation as Cultural Dialogue

Í þessari málstofu var rætt um þýðingar sem hinn raunverulega grunn fjölmenningarlegrar umræðu. Fjallað var um þýðingar bókmennta, kvikmynda og á tungumálastefnu stjórnvalda eins og hún birtist í því sem þýtt er og einnig því sem ekki er þýtt.

Umsjón: Gauti Kristmannsson aðjúnkt. Fyrirlesarar: Henrik Gottlieb, lektor við Kaupmannahafnarháskóla: Anglicisms, Translation and Language Change: Danish Echoes of English, Hildur Halldórsdóttir M.A.-nemi: H.C. Andersen og Jónas, Gauti Kristmannsson aðjúnkt: Changing Linguistic Attitudes in Iceland: Is English a Part of Icelandic Self Identity?

Global Trade & Culture

Hér voru rædd áhrif vaxandi alþjóðaverslunar á margbreytileika menningar, menningarlegar hindranir á þróun alþjóðaverslunar, smá þjóðfélög og menningarsamfélög í útrýmingarhættu og hvernig smærri hagkerfum hefur tekist að gera útrás inn á alþjóðamarkað. Málstofan var haldin í beinu framhaldi af fyrirlestri Rufus H. Yerxa, aðstoðarforstjóra World Trade Organisation og var haldin í samvinnu við viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Viðskiptaráð Íslands.

Málstofustjórar: Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, og Heiðrún Jónsdóttir, lögmaður hjá Lex lögmannsstofu. Þátttakendur: Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Guðjón Svansson, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði, Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar, Hannes Smárason, stjórnarformaður FL-Group, Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa hf., og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.

Modern Icelandic Literature in Foreign Languages

Málstofan var ætluð erlendum gestum ráðstefnunnar sem óskuðu eftir að fá innsýn í heim íslenskra bókmennta. Umsjón: Guðrún Nordal, forstöðumaður Bókmenntafræðistofnunar, Sigfríður Gunnlaugsdóttir og Lára Sólnes, verkefnisstjórar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor flutti erindið Modern Icelandic Literature og rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn, Andri Snær Magnason, Pétur Gunnarsson og Sjón lásu úr verkum sínum.

Literatur Dialog

Í málstofunni var litið á samræðu sem samleik tveggja ólíkra þátta sem við fyrstu sýn virðast ekki hafa margt fram að færa hvor gagnvart öðrum. Hér upplifðu þátttakendur íslenskar bókmenntir og hinn þýska lesanda, viðskipti og þýsk fræði svo og tónlist og texta í framsækinni samræðu.

Málstofustjórar: Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti og Peter Weiß, forstöðumaður Goethe-Zentrum. Fyrirlesarar: Peter Urban-Halle bókmenntagagnrýnandi, Berlín: Am Rande der Tanzfläche. Was suchen die Deutschen in der isländischen Literatur?, Dietmar Goltschnigg prófessor, Universität Graz: Vertonte Liebesgedichte: Hugo Wolf und Eduard Mörike, Peter Colliander prófessor, Handelshøjskolen i København: Germanistik für die Wirtschaft — ein notwendiges Übel oder die Germanistik der Zukunft? Zum Konzept der Germanistik an der Wirtschaftsuniversität Kopenhagen, Frank Albers, deildarstjóri Robert Bosch Stiftung: Deutsch macht mobil. Zwei Zukunfts-projekte.

Rómanskir kvikmyndadagar

Ráðstefnudagana var haldin rómönsk kvikmyndadagskrá, þar sem sýndar voru kvikmyndir og erindi haldin í tengslum við sýningarnar:

 • I cento passi (Hundrað skref) (Ítalía, 2000). Erindi: Stefano Rosatti stundakennari.
 • Smoking Room (Reykherbergi) (Spánn, 2002). Erindi: Guðmundur Erlingsson stundakennari.
 • Whisky (Úrúgvæ, 2004). Erindi: Hólmfríður Garðarsdóttir lektor.
 • Le déclin de l’empire américain (Hnignun bandaríska heimsveldisins) (Kanada, 1986). Umsjón og erindi: Gérard Lemarquis stundakennari.
 • Indochine (Indókína) (Frakkland, 1992). Umsjón og erindi: Gérard Lemarquis stundakennari

Samræður menningaheima

Ráðstefnan Samræður menningarheima var fjölsótt og var mikið um hana fjallað ráðstefnudagana. Þá má geta þess, að erindi prófessors David Crystals vakti mikla athygli, sem m.a. birtist í tíðum greinaskrifum í dagblöðum löngu eftir að ráðstefnunni lauk.

Eftirtaldir aðilar styrktu ráðstefnuna:

 • Ríkisstjórn Íslands
 • Reykjavíkurborg
 • Háskóli Íslands
 • Norræna ráðherranefndin
 • Baugur Group
 • CGI Iceland
 • Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde
 • Icelandair
 • Íslandsbanki
 • KB-Banki
 • Landsbanki Íslands
 • Morgunblaðið
 • P. Samúelsson hf.
 • Seðlabanki Íslands
 • Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi
 • Sparisjóður Keflavíkur
 • SPRON
 • Útflutningsráð

CALL og PR. Tölvustudd tungumálakennsla

Frá árinu 2003 stýrði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur NorFA-neti um notkun tölva og tungutækni við kennslu norrænna mála sem erlendra tungumála á háskólastigi. Netsamstarfinu lauk með ráðstefnu í Háskóla Íslands dagana 28.–29. janúar.

Yfirskrift ráðstefnunnar var CALL og PR: Tölvustudd tungumálakennsla. Frummælendur voru: Peppi Taalas dósent: Att integrera teknologi i språkundervisning, Sven Strömkvist prófessor: Datorn som forskningsverktyg i studiet av språkligt beteende, Henrik Selsøe Sørensen lektor og Bodil Aurstad lektor: Ideer til internetstøttet undervisning i nabokulturelle forhold og Hanne Ruus, varaforstöðumaður CST: Beta-testning af et tekstbaseret e-learningsystem.

ERIC — European Resources for Intercultural Communication

Hinn 9. september var haldin ráðstefna á vegum samstarfsnetsins ERIC — European Resources for Intercultural Communication.

Frummælendur voru: Friedrich A. Kittler prófessor: Writing systems throughout European history, Gottskálk Þór Jensson lektor: Writing speech and speaking writing, Gauti Kristmannsson aðjúnkt: Form as meaning, Ingibjörg Hafstað kennari: Increasing cross-cultural competence og Jón Ólafsson prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst: Meaning and cultural competence.

Sögur um söguna – ráðstefna um sögulegar skáldsögur

Ráðstefnan var haldin dagana 6. -8. október í tilefni 100 ára afmælis sambandsslitanna milli Noregs og Svíþjóðar og var í boði norska sendiráðsins og norska lektorsins í samvinnu við Stofnun Sigurðar Nordals, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Snorrastofu, Norræna húsið og sænska lektoratið.

Fram komu höfundarnir Kjartan Fløgstad og Kim Småge frá Noregi, Ola Larsmo frá Svíþjóð og Kristín Steinsdóttir, Eyvindur P. Eiríksson og Þórarinn Eldjárn frá Íslandi. Einnig fluttu fræðimennirnir Anne Birgitte Rønning, Jón Yngvi Jóhannsson, Torfi Tulinus og Úlfar Bragason.
Fræðilegi hluti ráðstefnunnar fór að mestu leyti fram í Snorrastofu föstudaginn 7. október en laugardaginn 8. október lása höfundar úr verkum sínum í Norræna húsinu.

Sigurvegarinn er … Norrænir verðlaunahafar fyrr og nú

Bókmennta- og tónlistardagskrá var haldin í Norræna húsinu þann 21. október í tilefni þess að norrænu bókmenntaverðlaunin féllu í hlut Íslendinga í ár.

Fram komu: Gro Kraft , forstjóri sem bauð gesti velkomna, Jenny Fossum Grønn kynnti nýja safnritið Litteratur i Nord, Antti Tuuri , vinningshafi 1985, las úr En dag i Österbotten, Eva Ström , sigurvegari 2003, las ljóð úr Revbensstäderna, Sigurður Bjarki Gunnarsson lék Pendúll, einleiksverk fyrir selló sem Haukur Tómasson, verðlaunahafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2004 samdi. Kjartan Fløgstad, sigurvegari 1978, las úr Dalen Portland, Dorrit Willumsen, vinningshafi 1997, las úr Bruden fra Gent. Flutt var verkið Vorhænsn sem er einleikur fyrir klarinett eftir Hauk Tómasson. Ármann Helgason lék. Að lokum las Sjón, verðlaunahafinn 2005, úr Skugga-Baldri.

Málþing

Málþing um Don Kíkóta

Í tilefni af 400 ára útgáfuafmæli skáldsögu Cervantes var efnt til málþings laugardaginn 1. október í samvinnu við Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Fyrirlesarar voru: Carlos Alvar prófessor við Alcalá háskóla á Spáni: El Quijote en el mundo (siglos XVII y XVIII), José María Blecua prófessor frá menningarmálaráðuneyti Spánar: Para una lectura del Quijote; Brian L.Frazier, stundakennari við H.Í.: Individual Freedom in the Quijote and its Role in Contemporary Society og Margrét Jónsdóttir, dósent í spænsku við Háskólann í Reykjavík: Captatio benevolentiae í formála Don Kíkóta og Soldados de Salaminas, mest lesnu skáldsögum Spánar á l7. öld og 20. öld. Hólmfríður Garðarsdóttir dósent stýrði málþinginu.

Tungumál og atvinnulífið. Markaðssetning og útrás

Hinn 3. nóvember var haldið málþing um markaðssetningu og útrás í umsjón Gauta Kristmannssonar.

Frummælendur voru: Sol Squire: International English and the Internet, Hildur Árnadóttir: Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum og Sverrir Berg Steinarsson: Islenskan i althjodlegu vidskiptaumhverfi.

Þýðingahlaðborð

Þriðjudaginn 29. nóvember stóð SVF fyrir málþingi um þýðingar.

Erindi héldu Snæbjörn Arngrímsson, forleggjari hjá Bjarti: Útgáfa þýddra bóka og Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og þýðandi: Um þýðingar. Auk þess lásu eftirtaldir úr nýjum þýðingum sínum: Tómas R. Einarsson: Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón, Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Slepptu mér aldrei eftir Kashuo Ishiguro, Anna María Hilmarsdóttir: Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini, Guðrún H. Tulinius: Hæðir Macchu Picchu eftir Pablo Neruda og Rúnar H. Vignisson: Barndómur eftir J.M. Coetzee.

Evrópski tungumáladagurinn

Í samvinnu við STÍL var efnt til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum. Málþingið fór fram í Verzlunarskóla Íslands föstudaginn 23. september.

Frú Vigdís Finnbogadóttir setti þingið en fyrirlesarar voru: Sigurborg Jónsdóttir, formaður STÍL: Nýjar áherslur í tungumálakennslu framhaldsskólanna, Bogi Ágústsson, fréttastjóri RÚV: Erlend tungumál og íslenskir fjölmiðlar, Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri Icelandair: Mikilvægi erlendra tungumála fyrir útrás íslenskra fyrirtækja, Björn Þorsteinsson heimspekingur: Tungumál: lykill að háskólanámi, Júlíus Jónasson, fv. atvinnumaður í handknattleik: Íþróttir og tungumál, Tatjana Latinovic, túlkur og þýðandi, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Hverju geta útlendingar búsettir á Íslandi miðlað Íslendingum? Flutt var atriði úr söngleiknum Kabarett.

Fundarstjóri var Bertha Sigurðardóttir framhaldsskólakennari. Í framhaldi af þinginu var efnt til skemmtidagskrár í Kringlunni þar sem nemendur af öllum skólastigum lásu ljóð á erlendum tungumálum og sungu. Jakobínarína söng og spilaði. Leikflokkurinn Á senunni flutti atriði úr söngleiknum Kabarett.

Kvikmyndahátíð

Dagana 17. -22. október stóðu norrænu lektorarnir og fleiri að norrænni kvikmyndahátíð. Alls voru sýndar 10 nýjar kvikmyndir og þær kynntar voru fyrir áhorfendum. Einnig haldin ráðstefna um kvikmyndir sem í tóku þátt kvikmyndagerðarmenn, leikarar, handritahöfundar, framleiðendur og ganrýnendur.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynnt á Spáni

Dagana 20.–28. apríl fór fram víðtæk kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur á Spáni.

Tilgangur kynningarinnar var að efla tengsl og samvinnu við spænska háskóla og rannsóknarstofnanir á fræðasviðum sem lúta að kennslu og rannsóknum erlendra tungumála. Jafnframt var markmiðið með kynningunni að stuðla að frekari nemenda- og kennaraskiptum í því skyni að efla spænskukennsluna við Háskólann.

Í ferðinni voru háskólastofnanir í Barcelona, Sevilla og Madríd heimsóttar. Erla Erlendsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir, lektorar í spænsku, höfðu veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd kynningarinnar. Frú Vigdís Finnbogadóttir tók þátt í dagskránni á Spáni auk Auðar Hauksdóttur, forstöðumanns SVF, Sigfríðar Gunnlaugsdóttur, verkefnisstjóra SVF, og Guðrúnar Birgisdóttur, alþjóðafulltrúa hugvísindadeildar. Ræðismenn Íslands á Spáni þeir Sol Daurella í Barcelona, José María Figueras-Dotti Cabot og Javier Pérez-Bustamante í Madrid, og Manuel Coronil Merino í Sevilla, veittu ómetanlega aðstoð við undirbúning og framkvæmd kynningarinnar..

Barcelona

Fimmtudaginn 21. apríl var Linguapax-stofnunin í Barcelona heimsótt. Fulltrúar SVF greindu frá starfsemi stofnunarinnar og hugmyndum um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi. Starfsmenn Linguapax upplýstu að uppi væru hugmyndir um að koma upp svipaðri stofnun í Katalóníu, en þó með öðru sniði. Rætt var um hugsanlegt samstarf þessara aðila.

Síðdegis sama dag var haldinn fundur með forsvarsmönnum spænskuskorar Háskólans í Barcelona og með rektor háskólans. Við þetta tækiværi var undirritaður samstarfssamningur háskólanna tveggja.. Í tilefni af því að Háskólinn í Barcelona hafði ákveðið að sæma Vigdísi Finnbogadóttur æðstu heiðursorðu háskólans hélt.hún fyrirlestur um mikilvægi tungumála,
Föstudaginn 22. apríl var háskólinn Universidad Autónoma de Barcelona sóttur heim. Undirritaður var samstarfssamningur milli háskólanna var og einnig var sammælst um að Erasmus-samningurinn yrði endurnýjaður að ári.
Síðar sama dag var farið til fundar við fulltrúa Fundación “La Caixa” í Barcelona.

Laugardaginn 23. apríl þáðu nokkrir meðlimir SVF boð katalónsku heimastjórnarinnar um að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni dags heilags Georgs, en efnt var til móttöku við Pedralbes-höllina. Þangað mættu margir framámenn sjálfstjórnarhéraðsins og fulltrúar fylkisstjórnarinnar

Sevilla

Dagskráin í Sevilla hófst með heimsókn til forseta Andalúsíu mánudaginn 25. apríl. Vigdís kynnti hugmyndina um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Íslandi og féll hún í góðan jarðveg.
Um hádegisbilið var haldinn fundur með fulltrúum Háskólans í Sevilla. Þar var undirritaður almennur samstarfssamningur, auk Erasmus-samnings milli hugvísindadeilda háskólanna tveggja. Síðdegis var haldin athöfn í Menningarmiðstöð Sevilla þar sem frú Vigdís var heiðruð fyrir störf sín í þágu tungumála.

Madríd

Þriðjudaginn 26. apríl var Universidad Autónoma de Madrid heimsóttur, þar sem samstarfssamningur var undirritaður. Sama dag áttu fulltrúar SVF fund með forsvarsmanni Fundación Caja Madrid sjóðsins. Loks var á dagskrá heimsókn í Instituto Cervantes, þar sem fulltrúum SVF gafst tækifæri til að kynnast víðtækri starfsemi stofnunarinnar.

Miðvikudaginn 27. apríl var afhentur samstarfssamningur milli Universidad Complutense og Háskóla Íslands. Síðdegis var haldið til fundar við aðalritara Málvísindaakademíunnar, sem kynnti fulltrúm SVF starfsemi akademíunnar og sýndi þeim bókasafn og aðra aðstöðu.

Í framhaldi kynningarinnar á Spáni kom dr. Maria Luisa Vega, prófessor við Complutense-háskólann í Madríd til Íslands og hélt námskeið fyrir M.Paed.-nema í spænsku og Félag spænskukennara.

Þýskubílinn — átaksverkefni um þýskukennslu

Að frumkvæði Oddnýjar G. Sverrisdóttur var efnt til átaksverkefnisins Þýskubíllinn í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem haldin verður í Þýskalandi vorið 2006. Verkefnið hófst 13. júlí og mun standa til vors 2006.

Þýskubíllinn er samstarfsverkefni þýska sendiráðsins á Íslandi, Félags þýzkukennara, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóla Íslands. Þýskubíllinn er sportjeppi af gerðinni Porsche Cayenne og hefur þýskuþjálfarinn Kristian Wiegand ekið bílnum um Ísland og heimsótt grunn- og framhaldsskóla. Nemendum hefur verið boðið á örnámskeið í „fótboltaþýsku“ þar sem fjallað er um knattspyrnu og HM. Átakið, sem hefur vakið verðskuldaða athygli og fengið afar jákvæðar undirtektir, er m.a. styrkt af Robert Bosch stofnuninni og Würth-stofnuninni í Stuttgart.

Þýskt-íslenskt orðabókarverkefni

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur tengist vinnu við gerð þýsk-íslenskrar orðabókar, sem unnin er af Klett/Pons forlaginu. Oddný G. Sverrisdóttir dósent í þýsku, Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, og Hans Fix Bonner, prófessor við Háskólann í Greifsvald, eru í ráðgjafarnefnd um orðabókarverkefnið. Bosch-stofnunin styrkir verkefnið en tilkynnt var um stuðninginn er Vigdís Finnbogadóttir og Oddný G. Sverrisdóttir heimsóttu Bosch-stofnunina í maí 2004. Stefnt er að því að orðabókin komi út árið 2008 og hefur Margrét Pálsdóttir verið ráðin verkefnastjóri.

Útgáfa fræðirita

Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden
SVF gaf út afmælisrit til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur með safni greina um norrænar bókmenntir og tungur ritaðar á dönsku, norsku og sænsku. Nokkrar þeirra byggjast á fyrirlestrum er fluttir voru á ráðstefnu sem SVF stóð fyrir í tengslum við vígslu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í nóvember 2003. Ritstjórar eru Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen. Norræni menningarsjóðurinn styrkti útgáfu bókarinnar, sem er 207 blaðsíður að lengd.

Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism
SVF gaf út bókina Subversive Scott, The Waverley Novels and Scottish Nationalism á árinu. Höfundur bókarinnar er Júlían Meldon D’Arcy, prófessor í ensku og fjallar hún um sögulegar skáldsögur Sir Walters Scotts. Bókin er 297 blaðsíður að lengd og kom út hjá Háskólaútgáfunni.

Á árinu komu einnig út eftirtalin rit eftir fræðimenn stofnunarinnar hjá öðrum útgefendum:

 • Markedness and Faithfulness in Vowel Systems. Höfundur bókarinnar er Viola Miglio, lektor í spænsku. Bókin er byggð á doktorsritgerð Violu Miglio Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum og kom út í ritröðinni „Outstanding Dissertations in Linguistics“, flokki fræðirita sem gefinn er út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Routledge í New York.
 • La reformulación de la identidad genérica en la narrativa de mujeres argentinas [Endurskoðun sjálfsmyndar kynjanna í ritverkum argentínskra kvenna]. Höfundur bókarinnar er Hólmfríðar Garðarsdóttur, lektor í spænsku. Bókin kom út í Buenos Aires fyrir skömmu í ritröðinni „Nueva Crítica Hispanoamericana“ hjá útgáfufyrirtækinu Corregidor sem sérhæfir sig í útgáfu fræðirita á spænsku um argentínsk þjóðfélags- og menningarmál auk bókmennta.
 • La conciencia lingüística. Nuevas aportaciones de impresiones de viajeros. Hér er á ferðinni safn greina um niðurstöður fræðimanna sem hafa rannsakað hvernig málvitund birtist í ferðabókum og króníkum fyrri alda. Ritstjórar bókarinnar eru Emma Martinell Gifre, prófessor við Háskólann í Barcelona og formaður Málvísindafélags Spánar (La Sociedad Española de Lingüística), og Erla Erlendsdóttir, spænskukennari við Háskóla Íslands. Í bókinni er meðal annars grein eftir Erlu um málvitund í Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða. Bókin kom út í Barcelona.
 • Literary Diplomacy I: The Role of Translation in the Construction of National Literatures in Britain and Germany 1750—1830 og Literary Diplomacy II: Translation without an original. Bækurnar eru eftir Gauta Kristmannsson aðjúnkt og fjalla um þátt þýðinga í þróun þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Leitað er skýringa á aðferðum og hugmyndafræði sem beitt var við sköpun þjóðarbókmennta á þessum tíma og settar fram kenningar um beitingu þýðinga til sköpunar á því sem síðar varð að skoskum þjóðarbókmenntum. Bækurnar voru gefnar út af Peter Lang.

Styrktarsjóður SVF

Á árinu tók nýkjörinn rektor Háskólans, Kristín Ingólfsdóttir sæti í stjórn styrktarsjóðsins í stað Páls Skúlasonar fráfarandi rektors.

Stjórnina skipa nú auk Kristínar: Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, sem er formaður sjóðsstjórnar, Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálsskips ehf., Helga Thors, markaðsstjóri erlendra útibúa Kaupþings Banka, Hrönn Greipsdóttir, hótelstýra Hótel Sögu, Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur, Matthías Johannesssen skáld, Ólafur B. Thors lögmaður og Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.

Margir velunnarar hafa lagt Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur lið á árinu, ekki síst í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar. Af mikilsmetnum framlögum vina Vigdísar í tengslum við afmæli hennar ber sérstaklega að nefna 10 milljóna króna styrk frá Søren Langvad og fyrirtækjum hans E. Phil & Søn A.S. og Ístak hf. Ennfremur lagði Bláa lónið sjóðnum til 70.000 kr. Þá styrktu hjónin Sigríður Th. Erlendsdóttir og Hjalti Geir Kristjánsson sjóðinn með 500.000 króna framlagi í nóvember. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnskrá sjóðsins yrði opin fram til 15. apríl 2005 en sjóðsstjórn ákvað að fara þess á leit að sá tími yrði framlengdur um eitt ár eða fram til 15. apríl 2006.

Undirbúningur að byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Í ávarpi sínu við upphaf afmælisráðstefnunnar Samræður menningarheima hinn 15. apríl tilkynnti Páll Skúlason rektor að háskólaráð Háskóla Íslands, hafi á fundi sínum 7. apríl 2005 ákveðið, að skipa fimm manna hóp til þess að vinna að undirbúningi byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Í erindisbréfi til hópsins eru verkefni hópsins tilgreind sem hér segir:

 • Gera áætlun um þá starfsemi sem fara á fram í byggingunni og rýmisþörf hennar.
 • Gera kostnaðaráætlun fyrir bygginguna.

Eiga viðræður við innlenda og erlenda aðila með það í huga að kanna hvort unnt sé að fjármagna bygginguna með framlögum í tilefni af 80 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur á árinu 2010. Hópinn skipa Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF, formaður, Ingjaldur Hannibalsson prófessor, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Kristján Árnason prófessor og Þórður Sverrisson forstjóri.

Fjárframlög til SVF

Á árinu styrkti KB-banki SVF með þriggja milljón króna framlagi og Riksbankens Jubilumsfond veitti stofnuninni liðlega 2,3 milljóna króna styrk. Styrkjunum á að verja til að undirbúa það framtíðarætlunarverk stofnunarinnar að koma á fót alþjóðlegri miðstöð tungumála.

Eins og undanfarin ár styrkti Prentsmiðjan Gutenberg almenna starfsemi stofnunarinnar með rúmlega 300.000 króna framlagi og Orkuveita Reykjavíkur styrkti stofnunina með 600.000 króna framlagi á árinu 2005.

Jafnframt hét Orkuveitan SVF jafnháum styrk á árinu 2006. Lýsi hf. veitti SVF 50.000 kr. styrk.

Eins og áður er getið styrkti Norræni menningarsjóðurinn útgáfu afmælisritsins til heiðurs Vigdísi og NorFA fjármagnaði starfsemi norræns nets um notkun tölva og tungutækni við kennslu og rannsóknir norrænna tungumála á háskólastigi, en stjórn netsins var í höndum forstöðumanns SVF.

Síðast en ekki síst styrktu fjölmörg fyrirtæki afmælisráðstefnuna Samræður menningarheima með beinum fjárframlögum.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur

Eins og endranær hefur Vigdís Finnbogadóttir reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl og hefur lagt ómælda vinnu af mörkum í tengslum við starfsemi hennar.

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum er að stuðla að öflugum rannsóknum á fræðasviðum stofnunarinnar, sem eru bókmenntir, kennslufræði erlendra mála og máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingarfræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk rannsóknastarfs er markmið SVF að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans og utan. Stofnunin er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta starfssvið hennar og er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál.

Stjórn, fagráð og starfsfólk

Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2004 var Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku, og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku. Auk þeirra sátu í fagráði Gauti Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingarfræðum, Matthew J. Whelpton, dósent í ensku, og Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku. Meðan á fæðingarorlofi Ásdísar R. Magnúsdóttur stóð tók Svavar Hrafn Svavarsson, aðjúnkt í grísku og latínu, sæti hennar í fagráði. Sigfríður Gunnlaugsdóttir var verkefnisstjóri stofnunarinnar í fullu starfi.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Styrktarsjóður SVF var stofnaður 22. janúar 2003. Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi stofnunarinnar og stuðla að vexti hennar og viðgangi. Frú Vigdís Finnbogadóttir er formaður sjóðsstjórnar en auk hennar skipa stjórnina: Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa ehf, Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri Radisson SAS, Hörður Sigurgestson rekstrarfræðingur, Matthías Johannessen skáld, Ólafur B. Thors lögmaður, Páll Skúlason rektor, Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsdeildar Kaupþings.
Markvisst hefur verið unnið að því að afla fjár í sjóðinn m.a. í tengslum við kynningar á stofnuninni í Þýskalandi í apríl og í Svíþjóð í nóvember. Þeir sem leggja sjóðnum lið fram til 15. apríl 2005 teljast stofnendur hans skv. skipulagsskrá. Árið 2004 óskuðu eftirtaldir aðilar eftir að styrkja sjóðinn og gerast þar með stofnendur hans:

* Hedorfs Fond
* Icelandair
* Reykjavíkurhöfn
* Ó. Johnson og Kaaber ehf

Fjárframlög

Það framlag sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær í sinn hlut frá Háskóla Íslands nægir hvergi til að til að standa undir viðamikilli starfsemi hennar. Starfsemin ræðst því ekki síst af framlagi og styrkjum. Stofnunin hefur notið styrkja frá opinberum aðilum og frá innlendum og erlendum sjóðum og stofnunum. Loks hafa íslensk og erlend fyrirtæki styrkt starfsemina.

Helstu styrktaraðilar á árinu 2004 voru:

* Augustinus Fonden
* Danfoss ehf.
* Edda útgáfa
* JPV útgáfa
* Letterstedtska föreningen
* Menningarsjóður VÍS
* NorFA
* Norræni menningarsjóðurinn
* Norræna ráðherranefndin – Nordplus Sprog
* Prentsmiðjan Gutenberg
* Smith og Norland
* Svenska institutet
* Útflutningsráð
* Þýðingarsjóður

Dagskrá

Árið 2004 stóð SVF fyrir fjölbreyttri dagskrá með aðkomu innlendra og erlendra fræðimanna. Auk fyrirlestrahalds gekkst stofnunin fyrir málstofum og ráðstefnum á fræðasviðum sínum.
Fyrirlestraröð

Eftirtaldir aðilar tóku þátt í fyrirlestraröð SVF árið 2004

 • Sigrún Þorgeirsdóttir, ritstjóri hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins: Áhrif EES-þýðinga á íslenskan hugtakaforða: kynning á hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.
 • Lisbeth Saab, bókmenntafræðingur við Växjö universitet: Lorraine Hansberry and her World.
 • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við HÍ: Hvenær verður táknmál mál? Um muninn á táknmáli og táknum með tali, myndlíkingar og próformasagnir í (íslensku) táknmáli. (Fyrirlesturinn var túlkaður yfir á táknmál.)
 • Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur við HR: Tvímála útgáfa af Yermu eftir Garcia Lorca.
 • Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku við HÍ og forstöðumaður SVF: „Ég hefði átt að leggja harðar að mér við dönskunámið.”
 • Þórhildur Oddsdóttir, dönskukennari við MK: Orð fyrir orð: um danskan orðaforða nema í íslenskum framhaldsskólum.
 • Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi: Are diplomats an expensive luxury we could do without?
 • Thorvald Steen, rithöfundur: Evrópubúinn Snorri Sturluson.
 • Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, aðjúnkt í frönsku við HÍ: Talað ritmál/ritað talmál – Vandinn að kenna mismunandi málsnið frönsku.
 • Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, rithöfundur og þýðandi: Frá mér til mín. – alfrelsi þess að þýða sjálfan sig.
 • Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku við HÍ: Indoamericanismos prehispanos en las lenguas nórdicas.
 • Jakob Steensig, lektor við Árósarháskóla: Samskiptamálfræði.
 • Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við HÍ: Menningarkimi eða minni máttar? Innlit heyrandi í menningarheim heyrnarlausra. (Fyrirlesturinn var túlkaður yfir á táknmál.).

Málstofur um málvísindi

Á kennslutíma Háskóla Íslands voru að venju haldnar vikulegar málstofur um málvísindi þar sem fræðimenn fjalla um rannsóknir sínar eða tengd efni. Málstofurnar eru haldnar á föstudögum kl. 11:15 og umsjón með þeim hefur Matthew J. Whelpton, dósent í ensku.

Evrópski tungumáladagurinn: Málþing um ungt fólk og tungumálakunnáttu

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins efndu menntamálaráðuneytið og SVF til málþings 24. september í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins var: Á að hefja kennslu erlendra tungumála fyrr í skólakerfinu? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp við upphaf málþingsins en fyrirlestra fluttu:

 • Auður Torfadóttir, dósent í ensku við Kennaraháskóla Íslands: Hvenær er heppilegast að hefja tungumálanám?
 • Lilja Margrét Möller, kennari Vesturbæjarskóla: Tungumálakennsla í fyrstu bekkjum grunnskólans: grunnskólakennari segir frá reynslu sinni.
 • Auður Hauksdóttir, dósent við HÍ og forstöðumaður SVF: Lærum af reynslunni með dönskukennsluna.
 • Guðrún Þorkelsdóttir, kennari við Lækjarskóla: Hvernig er best að kenna ungum börnum tungumál?
 • María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla: Tungumál skipta máli – það vita foreldrar.
 • Guðrún Jónsdóttir, skólastjóri leikskólans Hjalla: Enskukennsla fimm, sex og sjö ára barna í skólum Hjallastefnunnar.

Ljóð á táknmáli voru flutt milli dagskráratriða. Að loknu málþinginu var sýnt upplýsingaefni um afrakstur fyrstu rammaáætlunar Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar í Graz í Austurríki.

Málþing um japanskt mál og menningarfærni

Hinn 13. mars stóð SVF ásamt heimspekideild HÍ og Íslensk-japanska félaginu í samvinnu við sendiráð Japans fyrir málþingi um japanskt mál og menningarfærni. Ólafur B. Thors, fv. heiðursræðismaður Japans á Íslandi, flutti ávarp við upphaf málþingsins en fyrirlesarar voru:

 • Lone Takeuchi, prófessor emeritus: Japanese Concept of Honour in a Comparative Perspective: The Case of Nasake.
 • Yuri Shimizu, prófessor við Kyushu University: Keigo(terms of respect): What are the Difficulties for Japanese Language Learner?
 • Kaoru Umezawa, lektor við Háskóla Íslands: Trendy Japanese: Loan Words, “Made-in-Japan English” and Youth Language.
 •  Yoshihiko Iura, júdóþjálfari: Background of Judo as Japanese Culture.

Málþinginu stjórnaði Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals og ritari Íslenska-japanska félagsins.

Ráðstefnan „Mujeres en movimiento. Textos y acciones: Homenaje a las feministas latinoamericanas del siglo XX.“

Ráðstefnan „Konur í baráttu – óður til kvenfrelsiskvenna Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld“ var haldin dagana 16.-18. júní. Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor í spænsku við Skor rómanskra og klassískra mála, í samvinnu við HAINA (Félag norrænna fræðimanna um málefni kvenna í Rómönsku Ameríku) og SVF stóðu að ráðstefnunni.

Ráðstefna um færeyska setningarfræði

Ráðstefnan var haldin 21. júní í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið.

Fyrirlesarar voru:

 • Michael Barnes (University College London): Faroese language studies
 • Höskuldur Þráinsson (Háskóla Íslands): Faroese: An Overview and Reference Grammar
 • Wayne O’Neil (MIT): Working on Faroese then and now
 • Jeffrei Henriksen (Færeyjum): Grundbók, Orðalagslæra og Kursus i færøsk
 • Henning Thomsen (Færeyjum): Føroysk samheitaorðabók
 • Anfinnur Johansen (Færeyjum): Navnagransking í Føroyum
 • Hjalmar Petersen (Færeyjum): Adverbs in Faroese
 • Marc Richards og Theresa Biberauer (University of Cambridge): Optionality, loss of inflection and the rise of expletives: Why Faroese is a VO Afrikaans
 • Koji Irie (Kanazawa University): Possessor Coding in Faroese and the Nominal Hierarchy
 • Jóhannes Gísli Jónsson & Þórhallur Eyþórsson (Háskóla Íslands): The Diachrony of Case in Faroese
 • Ellen Woolford (University of Massachusetts, Amherst): Case Patterns in Faroese

Hringborðsumræður um sögulegar skáldsögur á Norðurlöndum

Hinn 24. september stóðu norska sendiráðið, SVF og Stofnunar Sigurðar Nordals fyrir hringborðsumræðum um sögulegar skáldsögur á Norðurlöndum og sögulegar bókmenntir í víðari skilningi. Þátttakendur voru rithöfundarnir Thorvald Steen og Einar Kárason, ásamt Örnólfi Thorssyni bókmenntafræðingi. Umræðunum stýrði Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og þýðandi.
Umræðurnar voru hluti af undirbúningi ráðstefnu um sögulegar skáldsögur sem haldin verður til að minnast sambandsslita Noregs og Svíþjóðar árið 1905.

Námskeið um hlutverk kennara í sjálfstýrðu tungumálanámi

Námskeiðið var haldið í Háskóla Íslands 26. og 27. mars í umsjón Marie-José Gremmo, prófessors í menntunarfræðum (sciences de l’éducation) við Nancy 2 háskólann í Frakklandi. Fjallað var um helstu einkenni sjálfstýrðs tungumálanáms og hlutverk kennara og nemenda í slíku námi. Tungumálamiðstöð HÍ, SVF og franska sendiráðið á Íslandi stóðu fyrir námskeiðinu.

Kynning á málfræðirannsóknum við Tromsøháskóla og Háskóla Íslands

Í tengslum við stjórnarfund öndvegissetursins CASTL (Centre for Advanced Studies in Theoretical Linguistics) við Tromsøháskóla, sem var haldinn í Reykjavík í júníbyrjun, var efnt til málþings 4. júní um málfræðirannsóknir við Háskóla Íslands og Tromsøháskóla. Málþingið var skipulagt af Höskuldi Þráinssyni prófessor, sem á sæti í stjórn CASTL. Á málþinginu voru rannsóknaverkefni starfsmanna við öndvegissetrið kynnt. Jafnframt gerðu málvísindamenn innan Málvísindastofnunar og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur grein fyrir rannsóknarverkefnum sínum og lýstu hlutverki og starfsemi stofnananna.

Fyrirlesarar af hálfu SVF voru:

 • Auður Hauksdóttir: Idiomer og kommunikative formler på dansk og islandsk.
 • Birna Arnbjörnsdóttir: Teaching Icelandic on the Web.
 • Matthew Whelpton: On English Infinitives.
 • Oddný Sverrisdóttir: Kontrastive Phraseologie der isländischen und deutschen Sportnachrichten.

Af hálfu Málvísindastofnunar voru fyrirlesarar:

 • Eiríkur Rögnvaldsson: Icelandic Language Technology.
 • Guðrún Þórhallsdóttir: Historical Linguistics.
 • Höskuldur Þráinsson: Methods of Syntactic Data Collection.
 • Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson: The Diachrony of Case in Insular Scandinavian.
 • Margrét Jónsdóttir: Morfologisk og fonologisk omstrukturering i intetkøn.

NorFA net um notkun tölva og tungutækni við rannsóknir og kennslu tungumála

Tölvur og tungutækni við rannsóknir og kennslu tungumála
Vorið 2003 hlaut SVF tveggja ára veglegan styrk frá norrænu vísindaakademíunni (NorFA) til að leiða og starfrækja norrænt net um notkun tölva og tungutækni við rannsóknir, þýðingar og kennslu norrænna mála á háskólastigi. Stjórn netsins skipuðu: Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla, Hanne Fersøe, varaforstöðumaður Tungutæknimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, Peter Juel Henrichsen, dósent við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn, Kris Van de Poel, prófessor við Háskólann í Antwerpen, Anju Saxena, dósent við Uppsalaháskóla, og Auður Hauksdóttir, dósent og forstöðumaður SVF. Auk stýrihópsins tóku 13 sérfræðingar virkan þátt í starfsemi netsins. Árið 2004 stóð netið fyrir þremur ráðstefnum og vinnufundum í tengslum við þær:

Málsöfn og tungumálakennsla/Korpusser i sprogundervisningen

Ráðstefnan var haldin í Gautaborgarháskóla dagana 5. og 6. febrúar. Fjallað var um notkun rit- og talmálssafna við rannsóknir og kennslu norrænna mála á háskólastigi. Fyrirlesarar voru:

 • Jens Allwood, prófessor: Talspråkkorpusen och undervisningen i lingvistik i Göteborg.
 • Lars Borin, prófessor: Språkbanken: dess användning i undervisning i svenska i Göteborg.
 • Zoe Teuwen: Intercomprehension of Germanic Languages Online.
 • Anju Saxena, dósent: IT-based collaborative learning in grammar.
 • Carsten Hansen, aðjúnkt: Undervisning i eller med korpus – en erfaringsbaseret programerklæring.
 • Jens Allwood, prófessor og Peter Juel Henrichsen, dósent: SweDane.
 • Bodil Aurstad, lektor og Kristi Hansen, lektor: Tekniska lösningar för användningen av korpusar i grannspråksundervisningen.
 • Christer Lauren, prófessor: Korpusser-forskning-undervisning.

Ráðstefnunni lauk með umræðufundi sem Kris van de Poel, prófessor stjórnaði.

IT og sprogteknologi/Þýðingar og tungutækni

Ráðstefnan var haldin í Háskóla Íslands dagana 13. og 14. maí. Fluttir voru sex fyrirlestrar um þema ráðstefnunnar, m.a. um þýðingarminni, vélrænar þýðingar, notkun netsins við tungumálakennslu og þýðingar. Loks var fjallað um sænska tungutækniverkefnið Grim. Fyrirlesarar voru:

 • Hanne Fersøe, varaforstöðumaður CST og Henrik Selsøe Sørensen, lektor: Oversigt over maskinel oversættelse.
 • Hanne Fersøe og Henrik Selsøe Sørensen: Andre sprogteknologiske værktøjer af mulig interesse for CALL.
 • Carsten Hansen, aðjúnkt og Henrik Selsøe Sørensen: Brug af nettet i forbindelse med sprogindlæring og oversættelse. – Den ‘vilde’ web som den ultimative ordbog specielt for oversættere, men også for sprogstuderende. Arbejdsmetoder – fordele og ulemper.
 • Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri: Translating for International Institutions. How can the language expert best be trained for it?
 • Ola Knutsson, doktorsnemi: A Language Environment for Second Language Writers. Grim projektet.

IT og sprogindlæring: Fremgangsmåder og praktiske applikationer/
Tölvustudd málakennsla: Aðferðir og notkunarmöguleikar

Ráðstefnan var haldin í Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn dagana 30. september og 1. október. Fjallað var um kenningar málvísindamanna um máltöku og kennslu erlendra mála og hvernig tungutækni, tölvur og upplýsingatækni geta nýst við kennslu erlendra mála á háskólastigi.

Fyrirlesarar voru:

 • Kris Van de Poel, prófessor: Hvorfor og hvordan? Fra mixed til multimedia og hvor er den studerende?
 • Mads-Bo Kristensen, Ph.D.: Multimediedidaktik
 • Sabina Kirchmeier-Andersen, lektor: VIA – grammatiktræning med intelligent feedback.
 • Echard Bick, lektor: Grammar for Fun. IT-baseret grammatik-læring med VISL.
 • Ola Knutsson, doktorsnemi: Grammatikkontroll för skribenter med svenska som andraspråk.
 • Birna Arnbjörnsdóttir, dósent: Teaching Grammar in a Communicative Way in Online Language Courses: Theoretical Questions and Practical Answers.
 • Kari Tenfjord, lektor: Norsk andrespråkskorpus.
 • Lene Rybner, cand. mag. og Tobias Golodnoff, Danmarks Radio: Dansk på arbejdspladsen.
 • Johannes Wagner, dósent: IT og undervisning i konversationsanalyse.
 • Auður Hauksdóttir, dósent: Fokus på pragmatik. Nogle eksempler på anvendelsen af IT.
 • Reino Jilker: Virtuella klassrum och digitala läromedel – kan det rädda det sydsamiska språket?

Fræðirit um notkun tölva og tungutækni við kennslu erlendra mála

Stjórn netsins stóð að útgáfu fræðirits um notkun tölva og tungutækni við tungumálakennslu, en það var byggt á afrakstri netsamstarfsins. Ritið kom út í lok árs 2004 og er heiti þess: CALL for the Nordic Languages. Tools and Methods for Computer Assisted Language Learning. 2004. Ritstjóri er Peter Juel Henrichsen. Bókin kom út í ritröðinni Copenhagen Studies in Language, Kaupmannahöfn: Samfundslitteratur.

Kynningar erlendis

Á undanförnum misserum hafa farið fram kynningar erlendis á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Stofnunin hefur notið styrkja frá íslenskum stjórnvöldum og innlendum og erlendum fyrirtækjum og sjóðum til þessarar starfsemi. Við undirbúning og framkvæmd kynninganna hefur verið haft samráð og samvinna við utanríkisáðuneytið og sendiráð Íslands erlendis og við sendiráð hlutaðeigandi ríkja hér á landi. Fyrsta kynningin á SVF fór fram í Japan 2002 og á árinu 2003 var stofnunin kynnt í Danmörku. Á árinu 2004 áttu sér stað kynningar í Þýskalandi og í Svíþjóð.

Kynning á SVF í Þýskalandi

Dagana 26. apríl til 2. maí fór fram viðamikil kynning í Þýskalandi á starfsemi SVF. Veg og vanda af kynningunni hafði Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku og varaforstöðumaður SVF. Farið var til Tübingen, Stuttgart, Kiel og Berlínar. Alls staðar voru tengsl við fræðimenn efld og fræðasvið stofnunarinnar, staða þýskunnar á Íslandi, heimspekideild og alþjóðastarf hennar kynnt með margvíslegum hætti. Með í för í kynningunni voru, auk frú Vigdísar Finnbogadóttur, Anna Agnarsdóttir deildarforseti, Oddný G. Sverrisdóttir, formaður skorar þýsku og Norðurlandamála og varaforstöðumaður SVF, Guðrún Birgisdóttir, alþjóða- og kynningarfulltrúi heimspekideildar, Gauti Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingarfræði, Peter Weiß, framkvæmdastjóri Goethe-Zentrums, og Kristján Auðunsson, fulltrúi Útflutningsráðs Íslands. Undirbúningur ferðarinnar var í nánu samstarfi við sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands á Íslandi Johann Wenzl.

Tübingen

Í Tübingen hélt frú Vigdís Finnbogadóttir fyrirlestur með heitinu „Voices of the World in Cultural Dialogue“ í boði próf. Eberhards Schaich, rektors Karl Eberhard háskólans. Einnig undirritaði rektor háskólans samstarfssamning við HÍ. Þar er hvatt til aukinna samskipta og samstarfs á öllum fræðasviðum háskólanna beggja, auk þess sem í samningnum felst að nemendur geta sótt um hinn svonefnda Baden-Württemberg styrk. Það er styrkur sem nota má til háskólanáms í öllum háskólum í sambandslandinu fylkinu Baden-Württemberg. Fundað var með fulltrúum ýmissa fræðigreina í hugvísindum og norrænudeild skólans var heimsótt þar sem próf. Stefanie Würth tók á móti nefndinni. Eitt námskeið innan þýskunnar við HÍ er haldið í Tübingen á vormisseri og var fundað með forsvarsmönnum Íslandsnámskeiðanna, þeim dr. Wolfgang Rug og dr. Volker Schmidt.

Stuttgart

Í Stuttgart var fulltrúum HÍ boðið til fundar í Robert Bosch stofnuninni og til móttöku þar. Robert Bosch stofnunin er ein virtusta og auðugasta stofnun í Þýskalandi en fyrirtækið Robert Bosch, sem er þekkt um allan heim, var stofnað árið 1886. Þá opnaði Robert Bosch þriggja manna verkstæði í Stuttgart, Werkstatt für Mechanik und Elektrotechnik. Fyrirtækið á 258 dótturfyrirtæki, 43 í Þýskalandi og 215 erlendis. Hjá Robert Bosch starfa nú um 105.000 starfsmenn í Þýskalandi og 123.000 í öðrum löndum. Velta fyrirtækisins var um 36,4 milljarðar evra á árinu 2003.
Stjórnarformaður Robert Bosch stofnunarinnar, dr. Ing. Heiner Gutberlet, og dr. Ingrid Hamm og Frank Albers hjá Robert Bosch stofuninni tóku á móti Vigdísi Finnbogadóttur og fulltrúum HÍ, en auk þeirra sátu Gunnar Már Sigurfinnsson, forstöðumaður Icelandair í Mið-Evrópu, og dr. h.c. Michael Klett og Philipp Haußmann frá Klett-útgáfufyrirtækinu í Stuttgart fundinn.
Rætt var um hugsanlegan stuðning stofnunarinnar við tvö verkefni á vegum SVF, annars vegar útgáfu á þýsk-íslenskri orðabók og hins vegar átaksverkefnið Þýskubíllinn, sem er samstarfsverkefni HÍ, þýska sendiráðsins, Félags þýskukennara og SVF. Fulltrúar Háskóla Íslands hittu einnig Annette Schavan, menntamálaráðherra Baden-Württemberg, og Peter Straub, forseta þingsins. Dvölin í Stuttgart var skipulögð í samvinnu við Emiliu Hartmann, heiðursræðismann Íslands í Baden-Württemberg, og skrifstofu forsætisráðuneytisns í Baden-Württemberg.

Berlín

Í Berlín var fundur í Humboldt-háskólanum, m.a. með próf. Önna-Barböra Ischinger vararektor og próf. Erhard Schütz og próf. Brigitte Handwerker, deildarforsetum heimspekideildar, og Uwe Brandenburg, forstöðumanni alþjóðastofnunar háskólans. Íslenska sendiráðið bauð til fundar með dr. Wolfgang Baader frá Goethe-stofnunni í München, próf. Wolfgang Mackiewicz, forstöðumanni European Language Council, próf. Wolfgang Klein, forstöðumanni starfrænnar þýskrar orðabókar hjá Berlin-Brandenburgische Akademie der Wissenschaften, og Wolfgang Trenn, umsjónarmanni Berlínardeildar skóla- og vísindamála hjá DAAD, og próf. Wolfgang Edelstein, forstöðumanni Max-Planck-stofnunnarinnar í Berlín. Þá var NordEuropa-stofnunin heimsótt en henni veitir Stefanie von Schnurbein prófessor forstöðu. Jón Gíslason lektor tók á móti gestunum og leiddi þá um stofnunina og bókasafnið, þar sem er að finna myndarlegt safn íslenskra rita. Móttaka var í fundarherbergi stofnunarinnar þar sem veitingar voru í boði sendiherra Íslands í Þýskalandi.
Hápunktur ferðarinnar var fundur með dr. Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Sambandslýðveldisins, sem hann bauð til í Haus Magnus við Kupfergraben í Berlín.

Kiel

Í Kiel tók próf. Silke Göttsch-Elten vararektor á móti fulltrúum HÍ og kynnti háskólann. Síðan var haldið á fund Angeliku Volquartz yfirborgarstjóra og Anne Lütkes dómsmálaráðherra Slésvíkur-Holtsetalands. Í bókasafni Kielarháskóla tóku Else Wischermann og Kristine Knüppel á móti sendinefndinni, auk þess sem tækifæri gafst til að hitta fulltrúa annarra fræðigreina úr heimspekideild háskólans. Peter Weiß, lektor skipulagði heimsóknina í Kiel.

Kynning á SVF í Svíþjóð: Norrænir tungumála- og bókmenntadagar

SVF hlaut styrk frá Norræna menningarsjóðnum vorið 2004 til að standa fyrir norrænum tungumála- og bókmenntadögum í Svíþjóð (2004), Noregi (2005) og Finnlandi (2006). Dagskráin í Svíþjóð fór fram dagana 11.-13. nóvember undir heitinu Nordiska Språk- och Litteraturdagar i Göteborg och Stockholm. Þátt í kynningunni tóku Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Lars-Göran Johannsson lektor, Sigfríður Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri SVF, og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF. Dagskráin var undirbúin í samvinnu við sænska sendiráðið á Íslandi og íslenska sendiráðið í Svíþjóð. Föstudaginn 12. nóvember buðu Svavar Gestsson, sendiherra Íslands, og Guðrún Ágústsdóttir, kona hans, til myndarlegrar móttöku til heiðurs Vigdísi í sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi. Haldnar voru þrjár ráðstefnur um efni tengd rannsóknum á norrænum tungumálum og bókmenntum. Við undirbúning ráðstefnanna var höfð samvinna við hlutaðeigandi rannsóknastofnanir í Gautaborg og Stokkhólmi og við Svenska institutet og Norden i Fokus.

Globalisering, språk och kulturell mångfald

Ráðstefnan var haldin í Gautaborgarháskóla 11. nóvember í samvinnu við Institutionen för lingvistik. Ráðstefnan hófst með ávarpi Christer Ahlberger deildarforseta en fyrirlesrar voru:

 • Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti og velgjörðarsendiherra tungumála: Vilken betydelse har den språkliga mångfalden för människans livskvalitet?
 • Karl Erland Gadelii, lektor: Likheter och olikheter hos världens språk.
 • Åsa Abelin, lektor: Ljudsymbolism i världens språk.
 • Lars Lönnroth, prófessor emeritus: Litteraturen som språkbevarare.
 • Anju Saxena, dósent: En värld och ett språk? Globalisering och språklig mångfald.
 • Jens Allwood, prófessor: Skall vi försöka bevara jordens språkliga mångfald?

Internordisk kommunikation, inlärning, användning och språkteknologiska verktyg

Ráðstefna var haldin í Stokkhólmsháskóla 12. nóvember í samvinnu við Centum för tvåspråkighetsforskning. Fyrirlesarar voru :

 • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra tungumála: Varför är det viktigt att kommunicera på nordiska språk?
 • Kenneth Hyltensstam prófessor: Ålderns betydelse för inlärning av nya språk.
 • Ulla Börestam dósent: Nordisk språkförståelse – problem eller resurs?
 • Auður Hauksdóttir dósent: Hur går det för islänningarna att kommunicera på andra nordiska språk?
 • Teresa Cerratto Pargman, lektor og Ola Knutson, fil.lic. og doktorsnemi: Språkteknologiska verktyg för inlärning av svenska som andraspråk med fokus på skrivande och språklig reflektion.

 

Litteratur- och kulturmöte mellan Island och Sverige

Ráðstefnan var haldin 13. nóvember í Kungliga bibliotektet í Stokkhólmi í samvinnu við Svenska institutet og Norden i Fokus. Dagskráin hófst með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur, en fyrirlesarar voru:

 • Ola Larsmo, rithöfundur: Post-post-modernistiska drag i nutidens nordiska berättarkonst.
 • Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og þýðandi: Issvenska.
 • Lars-Göran Johannsson, lektor: Om det kvinnliga rummet i Fríða Á. Sigurðardóttirs roman Medan natten lider.
 • Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur.
 • Heimir Pálsson, aðjúnkt: Halldór Kiljan Laxness och Sverige – möte mellan två stormakter.
 • Astrid Trotzig, rithöfundur. En ny litteraturkritik?
 • Arnaldur Indriðason, rithöfundur.
 • Ylva Hellerud, þýðandi. Det min dator inte vet. Om kulturkunskap i översättningsarbetet.
 • Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.

Ráðstefnurnar voru fjölsóttar.

Í tengslum við kynninguna í Svíþjóð var leitað eftir stuðningi hjá íslenskum-sænskum fyrirtækjum, stofnunum og sjóðum til að hrinda í framkvæmd áformum um að SVF verði alþjóðleg tungumálamiðstöð. Í Stokkhólmi áttu fulltrúar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fund með Mats Rolén, framkvæmdastjóra hjá Riksbankens Jubileumsfond, prófessor Ernu Möller, framkvæmdastjóra Wallenbergstofnunarinnar og Christer Villard, bankastjóra hjá Kaupthing Bank.

Útgáfa

Á árinu 2004 kom út á vegum SVF tvímála útgáfa Yermu eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Karls J. Guðmundssonar og Margrétar Jónsdóttur, dósents. Margrét ritaði formála og hún er jafnframt höfundur verkefna sem eru í bókinni. Ritstjórar ritraða SVF eru Gauti Kristmannsson og Peter Weiß.
Gefinn var út kynningarbæklingur um SVF á sænsku og kynningarefni um Styrktarsjóð SVF var gefið út á þýsku, japönsku, sænsku og spænsku.
Á árinu var unnið að útgáfu eftirtalinna rita:

 • Fræðirit um tungumálarannsóknir og tungumálakennslu: Mál málanna. Ritstjórar Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir.
 • Tvímála útgáfa á ljóðum Federico Garcia Lorca. Ritstjóri Hólmfríður Garðarsdóttir.
 • Fjölmála útgáfa á ljóðum. Ritstjóri Gauti Kristmannsson.
 • Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden. Rit til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, 75 ára. Ritstjórar: Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen.

Liðsinni frú Vigdísar Finnbogadóttur

Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið stofnunni einstakur bakhjarl. Hún hefur tekið virkan þátt í starfsemi stofnunarinnar, bæði heima og erlendis, og ítrekað hefur hún opnað heimili sitt fyrir innlendum og erlendum gestum. Vigdís tók virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd kynninga á SVF í Þýskalandi og Svíþjóð.

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að stuðla að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum. Helstu fræðasvið sem heyra undir stofnunina eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála og máltaka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk rannsóknastarfs er markmið stofnunarinnar að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum innan Háskólans sem utan. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og hún er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og málstofum og stendur að útgáfu fræðirita.

Stjórn, fagráð og starfsfólk

Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur árið 2003 var Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku, og varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku. Auk þeirra sátu í fagráði SVF Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingarfræðum, Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku og Matthew J. Whelpton, dósent í ensku. Margrét Jónsdóttir lét af störfum við Háskóla Íslands haustið 2003 og þá tók Ásdís Rósa Magnúsdóttir, lektor í frönsku, sæti hennar í fagráði. Fagráðið var kosið til tveggja ára árið 2002. Á árinu voru haldnir 12 fundir í fagráði.

Helstu verkefni fagráðs voru:

 • stefnumótun
 • dagskrárgerð
 • kynningarmál, m.a. kynningarbæklingur um SVF og Styrktarsjóð SVF, kynningarátak í Danmörku
 • fjáröflun

Guðný Guðlaugsdóttir var verkefnisstjóri í fullu starfi til 15. júní en þá tók Sigfríður Gunnlaugsdóttir við starfinu.

Bókagjafir til SVF

Á árinu 2003 bárust SVF veglegar bókagjafir. Þann 19. september færði Jón Ármann Héðinsson stofnuninni að gjöf 40 bækur á spænskri tungu. Þar var um að ræða bæði frumsamin verk á spænsku og þýðingar en bækurnar voru sérútgáfa á Spáni, að frumkvæði stærsta blaðs landsins, El País. Vigdís Finnbogadóttir og Erla Erlendsdóttir, lektor í spænsku veittu bókunum viðtöku.

Í september kom japanski rithöfundurinn Haruki Murakami til Íslands á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Hann flutti fjölsóttan fyrirlestur á vegum SVF þann 9. september.Við það tækifæri færði hann stofnuninni að gjöf japanskar útgáfur sjö bóka sinna. Í lok árs færði Haruki Murakami SVF að gjöf heildarútgáfu verka sinna á japönsku.

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnaður 22. janúar 2003, en þá var skipulagsskrá hans undirrituð við hátíðlega athöfn. Frumstofnendur sjóðsins voru Háskóli Íslands og Kaupþing banki hf. Hólmfríður Einarsdóttir undirritaði skipulagsskrána f.h. Kaupþings, en Soffía Hauksdóttir f.h. Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi SVF og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar.

Stjórn sjóðsins skipa: Frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður sjóðsstjórnar, Páll Skúlason, rektor H.Í., Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskips ehf., Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Kaupþings, Hrönn Greipsdóttir, hótelstýra Hótel Sögu, Hörður Sigurgestsson, rekstrarhagfræðingur, Matthías Johannessen, skáld, Ólafur B. Thors, lögmaður og Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.

Markvisst hefur verið unnið að því að afla fjár í sjóðinn m.a. í tengslum við kynningu á stofnuninni í Danmörku og hefur sú vinna borið nokkurn ávöxt. Þeir sem leggja sjóðnum lið fram til 15. apríl 2005 teljast stofnendur hans skv. skipulagsskrá, en þá er stefnt að því að fyrsta úthlutun úr honum fari fram í tilefni af  75 ára afmæli frú Vigdísar Finnbogadóttur. Eftirtaldir aðilar, auk frumstofnenda, styrktu Styrktarsjóð SVF á árinu 2003

 • DFDS A/S
 • Sparisjóður Hafnarfjarðar
 • Royal Scandinavia

Fjáröflun

Það framlag sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær í sinn hlut frá Háskóla Íslands nægir hvergi til að standa undir starfsemi stofnunarinnar og því ræðs hún að miklu leyti af framlagi og styrkjum frá utanaðkomandi aðilum. Mikil vinna hefur verið lögð í fjáröflun og hefur stofnunin notið styrkja frá hinu opinbera, innlendum og erlendum sjóðum og stofnunum. Þá hafa íslensk og erlend fyrirtæki lagt stofnuninni lið.

Helstu styrktaraðilar SVF á árinu 2003 voru:

 • Ríkisstjórn Íslands
 • Menntamálaráðuneytið
 • Utanríkisráðuneytið
 • SPRON
 • Eimskip
 • Prentsmiðjan Gutenberg
 • Icelandair
 • Grandi hf.
 • Norræni menningarsjóðurinn
 • Selma og Kaj Langvads Legat
 • Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde

Dagskrá

Árið 2003 stóð SVF fyrir fjölbreyttri og viðamikilli dagskrá, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar á sviði tungumála, bókmennta og menningarfræða auk rithöfunda og þýðenda fluttu fyrirlestra. Auk einstakra fyrirlestra stóð SVF fyrir málstofum og ráðstefnum á fræðasviði sínu.

Fyrirlestraröð

 • Dr. Eyþór Eyjólfsson, doktor í japönskum málvísindum, kjörræðismaður Íslands í Japan: „Er japanska fyrir útlendinga?“
 • Jens Lohfert Jørgensen, lektor í dönsku við Háskóla Íslands: „Der er ingen anden virkelig Ende mulig end Døden: um fagurfræði dauðans i skáldskap J.P. Jacobsens.“
 • Dr. Ásdís R. Magnúsdóttir, lektor í frönsku við Háskóla Íslands: „Trú og þjóðtrú í Rólantskvæði.“
 • Dag Heede, lektor við Syddansk Universitet í Odense: „En ny mærkelig dansk litteraturhistorie: for en anden fordeling af dumhed og blindhed“.
 • Dr. Erla Hallsteinsdóttir, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands: „Tvímála tölvuorðtakasöfn og orðabókafræði.“
 • Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands: „Jafnrétti fjölmenningar og fjöltyngis: um kynferði málfræði, málnotkunar og þýðinga.“
 • Enrique del Acebo, prófessor í félagsfræði við del Salvador háskólann í Buenos Aires: „Þjóðfélagsástandið í Argentínu: Félagssálfræðilegt sjónarhorn.“
 • María-Luisa Vega, prófessor við Complutense Universidad í Madrid: „Um tvítyngi barna.“
 • Luise Liefländer-Koistinen, dósent við Háskólann í Joensuu/Savonnlinna School of Translation Studies: „Die Rolle von Partikeln beim Textverstehen und Übersetzen – untersucht anhand von Dialogen aus G. Grass Ein weites Feld“.
 • Haruki Murakami, japanskur rithöfundur fjallar um verk sín.
 • Dr. Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingafræði við Háskóla Íslands: „Sir Walter Scott and Eyrbyggja Saga: the End and Beginning of Icelandic Literature“
 • Þórdís Gísladóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvað er tvítyngi?“
 • Dr. Kaoru Umezawa, lektor í japönsku við Háskóla Íslands: „Some Unique Characteristics of the Japanese Language“
 • Dr. Ommo Wilts, Kílarháskóla: „Dialekt und Widerstand. Der nordfriesische Lyriker Jens Emil Mungard (geboren 1885 Keitum – gestorben 1940 KZ Sachsenhausen).“

Fyrirlestraröð um grænlenskt mál, menningu og bókmenntir

Fyrirlestraröðin um grænlenskt mál, menningu og bókmenntir var samvinnuverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna hússins og Vestnorræna menningarsetursins í Hafnarfirði. Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

 • Thue Christianssen, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra heimastjórnar Grænlands: „Um grænlenska list og aðstæður til listsköpunar.“
 • Benedikta Þorsteinsson, formaður KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands: „Grænland á tímamótum:  um stjórnmálasögu landsins og áherslur í átt til sjálfstæðis.“
 • Frederikke Blytmann Trondhjem, sendilektor við Institut for Eskimologi,  Hafnarháskóla: „Eskimoiske sprog med særlig fokus på grønlandsk sprog.“
 • Kirsten Thisted, lektor við Stofnun norrænna fræða, Hafnarháskóla: „Mundtlig fortællekunst i Grønland – før og nu“.
 • Karen Langgård, lektor við Institut for grønlandsk sprog, litteratur og medier, Ilisimatusarfik / Grønlands Universitet: „Introduktion til den grønlandsk litteratur – ud fra et postkolonialt perspektiv.“
 • Ida Heinrich syngur grænlensk lög (Vestnorræna menningarsetrið í Hafnarfirði).

Málþing um tungumál og atvinnulífið

Misserislegt málþing helgað tungumálum og atvinnulífinu er orðinn fastur liður í starfi stofnunarinnar.

Vormisseri: Árangursrík íslenskukennsla á vinnustöðum. Fyrirlesarar: Ingibjörg Hafstað, forstjóri Fjölmenningar ehf., Birna Arnbjörnsdóttir, lektor í íslenskum og enskum málvísindum við HÍ, Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf., Skúli Thoroddsen, forstöðumaður miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Haustmisseri: Íslensk lög af erlendri tungu: um lagaþýðingar á Íslandi. Fyrirlesarar: Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild HÍ, Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingafræðum við HÍ, Hildur Pétursdóttir, deildarstjóri Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Málþing um erlendar bækur í íslenskum þýðingum

Málþing um þýðingar og verk erlendra höfunda í íslenskri menningu var haldið í nóvember 2003 í samvinnu við Hugvísindastofnun og Þýðingasetur HÍ. Fyrirlesarar: Friðrik Rafnsson, Jóhann Páll Valdimarsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Hjálmar Sveinsson. Auk þess lásu þýðendurnir Guðbergur Bergsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Halla Sverridsóttir, Árni Óskarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Ástríður Eiríksdóttir auk Sigríðar Þorgeirsdóttur upp úr verkum sem út komu í þýðingu á árinu. Erindin sem flutt voru á málþinginu birtust í vefritinu Kistunni.

Ráðstefnur

Alþjóðleg málfræðiráðstefna: „Null Subjects and Parametric Variation.“ Skipuleggjendur: Matthew Whelpton og Jóhannes Gísli Jónsson. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hugvísindastofnun í júlí 2003. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru:

 • Anders Holmberg, University of Durham: „Are there any null-subjects“
 • David Willis, University of Cambridge: „The Structure of Parametric Variation in DPs-Some Evidence from Welsh“
 • Teresa Biberauer & Ian Roberts, University of Cambridge: „Changing EEP Parameters in the History of English“
 • Tyler Peterson, University of British Columbia: „The Morphosyntax of Subject pro: A Case of Grammatical Relations and Ergativity“
 • Halldór Ármann Sigurðsson, Lund University: Modern Icelandic Null Subjects“
 • Þórhallur Eyþórsson, University of Manchester: „Null Argumens in Icelandic in a Historical Perspective“
 • Anna Cardinaletti, University of Venice & Lori Repetti, SUNY, Stony Brook: „Null Subjects and Inversion in Phenomena in Italian and Northern Italian Dialects“
 • Jeannette Schaeffer & Dorit Ben Shalom, Ben-Gurion University of the Negev: „On Child Subjects in a Partially pro-drop Language“
 • Melvyn Douglas Cole: „Null Thematic Subjects: Contexts and Accessibility“
 • Niina Zhang, ZAS-Berlin: „Null Subject Conjuncts and Parallelism“
 • Mayumi Hosono, University of Durham: „Agreement as a Defocalization Marker: From the Perspective of Information Structure“
 • Stavroula Tsiplakou, University of Cyprus & Phoevos Panagiotidis, Cyprus College: „EPP Checking and A-binding in Null Subject Languages“

Kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Danmörku

Í lok nóvember og byrjun desember stóð SVF fyrir viðamikilli kynningu í Danmörku. Í tengslum við vígslu Norðurbryggju (da. Nordatlantens Brygge) skipulagði stofnunin tveggja daga ráðstefnu um norrænt málasamstarf og vestnorrænar bókmenntir. Ráðstefnan fór fram dagana 29. og 30. nóvember. 1. desember gekkst SVF fyrir málþingi um norræn mál og íslenskar og norskar bókmenntir. Málþingið var haldið á Schæffergården í samvinnu við Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde.

Ráðstefna á Norðurbryggju

Fyrirlesarar á ráðstefnunni á Norðurbryggju voru:

 • Frú Vigdís Finnbogadóttir: „Nordens Sprog – kulturelle værdier“
 • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF: „Dansk – et verdenssprog“
 • Jørn Lund prófessor, forstöðumaður Det Danske Sprog- og Litteraturselskab: „Dansk sprogpolitik og det nordiske sprogfællesskab“
 • Pia Jarvad fræðimaður hjá Dansk Sprognævn: „Domænetab?“
 • Lars-Olof Delsing dósent við Lundarháskóla: Sprogforståelse i Norden i dag“
 • Henrik Galberg Jacobsen, prófessor við Syddansk Universitet, Odense: „Dansk mellem nordboer. Om dansk som kommunikationssprog i Norden“
 • Naja Blytmann Trondhjem, gestalektor við Hafnarháskóla: „Fra Nuuk til…? Hvad betyder dansk for grønlænderne?“
 • Jens Normann Jørgensen, prófessor við Hafnarháskóla: „Hvorfor er det svært for danskere at forstå fremmede varianter af dansk?“
 • Erik Skyum-Nielsen, lektor við Hafnarháskóla: „Nye og gamle og meget gamle former i moderne vestnordisk fortællekunst“
 • Kirsten Thisted, lektor við Hafnarháskóla: Træde ud af landkortet? Om hjem og uhjemlighed i ny grønlandsk litteratur“
 • Jógvan Ísaksen, lektor við Hafnarháskóla: „Færøsk litteratur set med postkoloniale briller. Er William Heinesen en færøsk eller en dansk digter“
 • Vésteinn Ólason prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar: „Vikinger og helte i skyggen af to verdenskrige.“
 • Torfi H. Tulinius, prófessor og forstöðumaður Hugvísindastofnunar: „Snorri og hans slægt i moderne nordisk litteratur.“

Auk þess lásu rithöfundarnir Kelly Berthelsen frá Grænlandi, Oddvør Johansen frá Færeyjum og Einar Már Guðmundsson upp úr verkum sínum.

Frá málþingi á Norðurbryggju: Í fremstu röð frá vinstri má sjá Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra, Auði Hauksdóttur, forstöðumann SVF og frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrir aftan þau sitja hjónin og rithöfundarnir Knud Zeruneith og Suzanne Brøgger. Ljósmynd tók Helgi Þorsteinsson.

Málþing á Schæffergården

Fyrirlesarar á málþinginu á Schæffergården voru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Erik-Skyum Nielsen, lektor og rithöfundarnir Einar Már Guðmundsson og Thorvald Steen, sem jafnframt lásu upp úr verkum sínum.

Vegna kynningarinnar í Danmörku og þeirra ráðstefna sem henni tengdust, naut stofnunin fjárhagslegs stuðnings  Norræna menningarsjóðsins, Ríkisstjórnar Íslands, Menntamálaráðuneytis, Utanríkisráðuneytis, Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde, Styrktarsjóðs Selmu og Kaj Langvad og Fondet for Dansk-Norsk Samarbejde. Sendiherra Íslands í Danmörku, Þorsteinn Pálsson efndi til móttöku í tengslum við kynningarátakið og Sendiráð Íslands lagði stofnunni ómetanlegt lið.

 


Frá málþingi á Schaeffergården: Frá vinstri má sjá þau Vigdísi Finnbogadóttur, Auði Hauksdóttur og Thorvald Steen. Ljósmynd tók Helgi Þorsteinsson.

Fjáröflun í tengslum við kynningu í Danmörku

Í tengslum við kynninguna í Danmörku var leitað til íslenskra og danskra fyrirtækja og danskra menningarsjóða um framlög til styrktar dansk-íslenskum rannsóknarverkefnum. Þrjú verkefni voru sérstaklega tilgreind en þau eru:

 • íslensk-dönsk orðabók (í samvinnu við Orðabók HÍ)
 • rannsókn meðal eldri Dana á Íslandi
 • tölvubúnaður með nytjatextum

Samstarfssamningar við danska háskóla

Í tengslum við kynningarátakið voru undirritaðir samstarfssamningar við annars vegar norrænudeild Hafnarháskóla og hins vegar við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn um dönskunám, rannsóknir og nemenda- og kennaraskipti.


Niels Finn Christiansen, forstöðumaður Stofnunar norrænna fræða við Hafnarháskóla, undirritar samstarfssamninginn fyrir hönd KU. Fyrir aftan hann standa frá vinstri: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF og Þorsteinn Pálsson sendiherra Íslands í Danmörku. Ljósmyndina tók Helgi Þorsteinsson.

Málstofur um málvísindi

Á kennslutíma Háskólans voru haldnar vikulegar málstofur um málvísindi  þar sem fræðimenn fjölluðu um rannsóknir sínar eða tengd efni. Málstofunar voru haldnar á föstudögum kl. 11:15 og umsjón með þeim hafði Matthew J. Whelpton, dósent í ensku. Eftirtaldir fluttu erindi á málstofunum haustið 2003:

 • Eiríkur Rögnvaldsson: „Talgreining o.fl.“
 • Oddný Sverrisdóttir: „Um mál, málfar og stílbrögð í íslenskum og þýskum auglýsingum“
 • Jóhannes Gísli Jónsson: „Um fallmörkun í færeysku með samanburði við íslensku“
 • Tonya Dewey: „Discontinuous NPs in Comparative Germanic“
 • Jón Axel Harðarson: „Um þróun s-stofna í gotnesku“
 • Höskuldur Þráinsson: „Um rannsóknir á færeysku“
 • Þórunn Blöndal: „ÍSTAL – íslenskur talmálsbanki; rannsóknir á íslensku talmáli“
 • Hanna Óladóttir: „Viðhorf fólks til enskra áhrifa á tungumálið“

Evrópski tungumáladagurinn 26. september

Í tilefni Evrópska tungumáladagsins 26. september efndi SVF til málþings um ungt fólk og tungumálakunnátta og var það haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands. Á málþinginu fjölluðu fulltrúar grunn- og framhaldsskólanema auk foreldra vítt og breitt um mikilvægi tungumálakunnáttu. Að beiðni menntamálaráðuneytisins afhenti frú Vigdís Finnbogadóttir, við þetta tækifæri, kennurum Laugalækjarskóla viðurkenningu Evrópumerkisins (European Label) fyrir nýbreytniverkefni í tungumálakennslu. Óhætt er að fullyrða að bæði málþingið og almenn umfjöllun fjölmiðla um daginn tókst með miklum ágætum og var til þess fallin að festa daginn í sessi í hugum almennings.

Frummælendur á málþinginu voru:

 • Sigurlín Hermannsdóttir, ritstjóri á Alþingi
 • Atli Freyr Steinþórsson, nemi í MR
 • Auður Benediktsdóttir, Harpa Sjöfn Lárusdóttir, Phedra Thompson og Unnur María Birgisdóttir, nemar í Verzlunarskólanum
 • Elín Eiríksdóttir, nemi í KHÍ
 • Rebekka Sigrún Davíðsdóttir Lynch, nemi í Hagaskóla
 • Nanna Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Geirsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Jóhanna Björt Guðbrandsdóttir, nemar í Kvennaskólanum
 • Daníel Freyr Daníelsson, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Dagskránni lauk með pallborðsumræðum um ungt fólk, tungumálakunnáttu og menningarlæsi undir stjórn frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Ráðstefna um norrænar viðtökur franskra raunsæisbókmennta á 19. öld

Dagana 29. maí til 1. júní tók Hugvísindastofnun á móti hópi norrænna fræðimanna sem fást við rannsóknir á viðtökum Norðurlandaþjóða á frönskum raunsæisbókmenntum á 19. öld. Hópurinn hélt hér lokaða ráðstefnu í samvinnu við Hugvísindastofnun og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Meðal þátttakenda voru Brynja Svane, prófessor í rómönskum málum við háskólann í Uppsölum og Morten Nøjgaard, prófessor í frönsku við Syddansk Universitet.

Verkefni fyrir menntamálaráðuneytið

Stofnunin gerði á árinu 2003 samninga við menntamálaráðuneytið um eftirtalin þjónustuverkefni

Evrópski tungumáladagurinn

 • Vinnsla bæklings/efnis fyrir vefsíðu menntamálaráðuneytisins með hugmyndum að aðgerðum í skólum í tengslum við evrópska tungumáladaginn, auk efnis um tungumáladaginn almennt, tilgang hans og bakgrunn. Efni bæklingsins er ætlað leik-, grunn- og framhaldsskólum.
 • Umsjón með kynningu á tungumáladeginum til fjölmiðla og miðlun upplýsinga um dagskrá tengdri deginum.
 • Odysseus: svæðavinnustofa um starfstengt tungumálanám
 • Umsjón og skipulagning svæðavinnustofu um starfstengt tungumálanám sem haldin var á vegum Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar í Graz og menntamálaráðuneytisins.

Útgáfa

Á árinu 2003 kom út á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur ritið:

 • „Forskning i nordiske sprog som andet- og fremmedsprog“. Ritstjórar voru Auður Hauksdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. Háskólaútgáfan 2003.

Á árinu var unnið að útgáfu eftirtalinna rita:

 • Fræðirit um tungumálarannsóknir: „Mál málanna“. Ritstjórar voru Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir.
 • Yerma eftir Federico García Lorca: Tvímála útgáfa. Ritstjóri var Margrét Jónsdóttir.
 • Stefnt er að útgáfu fyrirlestra frá ráðstefnum SVF í Kaupmannahöfn í nóvember 2003.
 • Þá er stefnt að útgáfu efnis frá ljóðaþýðingaráðstefnu Þýðingaseturs, sem fram fór í desember 2001. Efnið verður gefið út í samvinnu við tímarit þýðenda Jón á Bægisá.

Kynningarefni

 • Kynningarbæklingur um SVF var gefinn út á dönsku, frönsku, spænsku og þýsku á árinu. Kynningarefnið var gerfið út á íslensku, ensku og japönsku á árinu 2002.
 • Kynningarbæklingur um Styrktarsjóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var gefinn út á íslensku, dönsku og ensku.

Liðsinni frú Vigdísar Finnbogadóttur

Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur reynst stofnuninni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur ítrekað opnað heimili sitt fyrir innlendum og erlendum gestum stofnunarinnar og einnig tók hún virkan þátt í kynningarátakinu í Danmörku.

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er að stuðla að öflugum rannsóknum í erlendum tungumálum. Helstu fræðasvið sem heyra til stofnunarinnar eru: bókmenntir, kennslufræði erlendra mála og máltaka, málfræði, málvísindi, menningafræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungumála í atvinnulífinu. Auk rannsóknastarfs er markmið stofnunarinnar að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum jafnt innan Háskólans sem utan. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er til ráðuneytis um þróunarstarf og rannsóknir sem snerta tungumálakennslu og hún er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál. Stofnunin gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og málstofum og stendur að útgáfu fræðirita.

Stjórn og fagráð

Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur var Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku en varaforstöðumaður Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku. Í fagráði sátu auk þeirra Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingafræðum, Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku og Matthew J. Whelpton, lektor í ensku. Jórunn Tómasdóttir var verkefnisstjóri í hálfu starfi frá 1. janúar til 1. júní, en hinn 15. júlí tók Guðný Guðlaugsdóttir við starfi verkefnisstjóra í fullu starfi.

Helstu verkefni fagráðs á árinu 2002 voru sem hér segir:

 • stefnmótun m.a. vinna við nýjar starfsreglur SVF og við undirbúning stofnunar styrktarsjóðs stofnunarinnar
 • skipulagning fyrirlestra, málþinga og ráðstefna
 • kynningarmál
 • kynning á SVF í Japan

Stefnumótun

Umtalsverð vinna var lögð í stefnumótun m.a. við að leggja drög að starfsreglum fyrir stofnunina. Haldnir voru tveir fundir með starfsmönnum SVF um nýjar starfsreglur, sem lagðar verða fyrir ársfund SVF í byrjun árs 2003. Þá hefur verið unnið að undirbúningi Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem settur verður á laggirnar í byrjun árs 2003.

Fyrirlestrar

Á árinu 2002 voru fluttir 16 fyrirlestrar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, dósent í ensku reið á vaðið í lok febrúar með fyrirlestur um kanadískar bókmenntir. Næstur á dagskrá var fyrirlestur Eyjólfs Más Sigurðssonar, deildarstjóra Tungumálamiðstöðvar HÍ, sem fjallaði um sjálfsnám í tungumálum. Í samvinnu við Alliance française og franska sendiráðið flutti Torfi H. Tulinius, dósent í frönsku, fyrirlestur um Victor Hugo og Frakkland 19. aldar. Fransk-marokkóski rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun fjallaði um verk sín. Í maí voru fluttir þrír fyrirlestrar. Í fyrsta fyrirlestrinum fjallaði Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður um arabískan menningarheim og menningarlæsi. Jón G. Friðjónsson prófessor flutti fyrirlestur um forsetningar í íslensku, en í lokafyrirlestri vormisseris fjallaði skáldið og þýðandinn Chris Dolan um skoskar og suður-amerískar bókmenntir. Í fyrsta fyrirlestri haustmisseris fjallaði spænski rithöfundurinn Manuel Rivas um verk sín. Þá flutti Margrét Jónsdóttir lektor í spænsku fyrirlestur um miðaldahetjuna El Cid í hugmyndafræði fasisma á Spáni. Lektorarnir Maria Green-Vänttinen og Taina Kaivola frá Helsinkiháskóla kynntu rannsóknaverkefni sitt í fyrirlestrinum „Att undervisa svenska som andraspråk i Finland: Presentation av en studie i attityder och metoder“. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, flutti fyrirlestur sem nefndist: Hvernig er að vera Japani á Íslandi? Julian D’Arcy, dósent í enskum bókmenntum, fjallaði um íþróttabókmenntir í fyrirlestrinum „Að færa mörkin“ Íþróttabókmenntir, hvað er það? Michael Svendsen Pedersen, lektor við Hróarskelduháskóla, skýrði frá umræðu um tungumálakennslu í Danmörku í fyrirlestrinum „Sprogfagenes faglighed. Glimt af en aktuel diskussion i Danmark“.  Í síðasta fyrirlestri ársins fjallaði Hólmfríður Garðarsdóttir aðjunkt í spænsku um tungumálakennslu sem grundvöll samvinnu og samkenndar í fjöltyndri og fjölmenningarlegri Evrópu.

Málstofa um málvísindi

Á kennslutíma Háskólans gekkst Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að jafnaði vikulega fyrir málstofu um málvísindi, þar sem fræðimenn fjölluðu um rannsóknir sínar eða tengd efni. Málstofurnar voru haldnar á föstudögum kl. 11.15 og umsjón með þeim hafði Matthew J. Whelpton, lektor í ensku. Þar sem Matthew var í rannsóknaleyfi á vormisseri 2002 var umsjónin á þeim tíma á hendi Höskuldar Þráinssonar prófessors.

Málþing um færeyskt mál og menningu

Í apríl gekkst SVF fyrir málþingi um færeyskt mál og menningu. Dagskráin var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og voru einstaka fyrirlestrar haldnir í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið, Nafnfræðifélagið, Rannsóknarstofnun KHÍ og Samtök móðurmálskennara. Færeyski nafnfræðingurinn Anfinnur Johansen fjallaði um færeysk mannanöfn. Í fyrirlestrinum „Samanbrotið-samfelagskreppan og politiska læran“ fjallaði Jógvan Mörköre, dósent við Sögu- og samfélagsdeild Fróðskaparsetursins um samfélagsþróun í Færeyjum. Málfræðingurinn Zakaris Svabo Hansen hélt fyrirlestur um færeyska stafsetningu og bókmenntafræðingurinn Vár í Ólavsstovu greindi frá stöðu dönsku og færeysku í færeyska skólakerfinu. Martin Næs landsbókavörður hélt lokafyrirlestur málþingsins og nefndist hann „Av Varðagötu á Gljúfrastein“ og fjallaði um rithöfundana Heinesen og Laxness.

Málþing um tungutækni og notkun tölva við tungumálarannsóknir, þýðingar og tungumálakennslu

Dagana 12.-14. september stóð SVF fyrir málþingi um tungutækni og notkun tölva við tungumálarannsóknir, þýðingar og tungumálakennslu. Málþingið var styrkt af NorFA. Alls fluttu 10 fræðimenn fyrirlestra um efni málþingsins, þar af 6 erlendir. Bjarki Brynjarsson framkvæmdastjóri nýsköpunarsviðs Nýherja fjallaði um nýjustu tækniþróun í tölvumálum. Birna Arnbjörnsdóttir lektor skýrði frá þróunar- og rannsóknarverkefninu Icelandic – On line. Guðrún Theódórsdóttir aðjunkt kynnti margmiðlunarefnið „Small is beautiful“, en þar er um að ræða kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga. Anju Saxena dósent við Uppsalaháskóla fjallaði um notagildi textasafna og upplýsingatækni í rannsóknum og í málfræðikennslu á háskólastigi. Allan J. Kristensen lektor í Edinborg og Lene Rybner skýrðu frá tilraunaverkefni um notkun upplýsinga- og samskiptatækni í dönskukennslu á háskólastigi. Jens Allwood prófessor við Gautaborgarháskóla fjallaði um tungumálarannsóknir og kennslu á háskólastigi byggðar á textasöfnum úr töluðu máli. Hanne Fersøe frá Center for Sprogteknologi í Kaupmannahöfn hélt fyrirlestur um þýðingaminni og notkun textasafna við þýðingar og tungumálarannsóknir. Í fyrirlestri sínum fjallaði prófessor Kris Van de Poel forstöðumaður tungumálamiðstöðvarinnar Centrum voor Taal en Spraak í Belgíu um tungumálanám og virk tjáskipti með margmiðlun og loks greindi Daniel Jung, sem starfar við Háskólann í Bergen, frá tilraunaverkefni um notkun upplýsingatækni í þýskukennslu. Fagleg umsjón var í höndum Auðar Hauksdóttur, forstöðumanns SVF.

Ráðstefna um strauma og stefnu í tungumálakennslu og Hnattvæðingaráðstefna Háskóla Íslands

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum þann 26. september stóð menntamálaráðuneytið fyrir ráðstefnu um strauma og stefnur í tungumálakennslu á Íslandi. Ráðuneytið fól SVF að annast skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar, sem haldin var á Grand Hóteli. Loks má nefna, að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur átti aðild að tveimur málstofum á Hnattvæðingarráðstefnu Háskóla Íslands, sem fram fór 18. október. Fyrirlesarar af hálfu SVF voru Pétur Knútsson lektor í ensku, Gauti Kristmannsson aðjunkt í þýðingafræðum, Hans J. Vermeer prófessor við Háskólann í Heidelberg og lektorarnir Dilek Dizdar og Sebnem Bahadir við Bogazici háskólann í Istanbul.

Málþing um tungumál og atvinnulíf

Á árinu voru haldin tvö málþing um tungumál og atvinnulíf í umsjón Gauta Kristmannsonar aðjunkts. Hið fyrra var haldið á vormisseri og fjallaði um samskipti þýðenda og verkkaupa. Fyrirlesarar voru: Gauti Kristmannsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og þýðendurnir Keneva Kunz  og Vilhelm Steinsen. Seinna málþingið var haldið 28. nóvember undir yfirskriftinni: Hugbúnaðarþýðingar á Íslandi. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands, Björn Bjarnason alþingismaður og fyrrum menntamálaráðherra, Peter Weiß deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar HÍ, Pálmi Hinriksson, framkvæmdastjóri Skýrr og Anna Sigríður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Skýrr.

Útgáfa

Á árinu 2002 voru eftirfarandi rit gefin út innan vébanda SVF:

 • Rediscovering Canada: Culture and Politics. NACS Text Series 19. Ritstjórar verksins eru Guðrún Björk Guðsteinsdóttir og John Erik Fossum. Háskólaútgáfan 2002.
 • Akten des V. Treffen der nordeuropäischen Germanistik, Reykjavík, Island, 1.-6. Juni 1999. Ritstjórar: Oddný Sverrisdóttir og Peter Weiß. Háskólaútgáfan 2002.

Unnið var að útgáfu rannsóknarits um ráðstefnu í norrænum málum sem öðru og erlendu máli, sem haldin var í Háskóla Íslands í maí 2001 og auk þess að útgáfu efnis frá ljóðaþýðingaráðstefnu Þýðingaseturs, sem fram fór í desember 2001. Efnið verður gefið út í samvinnu við tímarit þýðenda, Jón Á Bægisá.

Rannsóknastaða nýdoktors hjá Rannís

Erla Hallsteinsdóttir Dr. phil hefur starfað á rannsóknastöðustyrk Rannís fyrir nýdoktora hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Erla vinnur að íslensk-þýsku rannsóknaverkefni á sviði orðaforða.

Kynningarefni

 • Á árinu var gefinn út kynningarbæklingur um SVF á íslensku, ensku og japönsku.
 • Dagskrár vor- og haustmisseris 2002 voru prentaðar og dreift allvíða.
 • Heimasíða SVF var uppfærð reglulega.
 • Allmikil umfjöllun hefur verið um stofnunina í fjölmiðlum, m.a. í tengslum við málstofur, ráðstefnur og fyrirlestra á hennar vegum.

Kynningarátak í Japan

Dagana 9.-17. nóvember stóð SVF fyrir viðamiklu kynningarátaki í Japan, en japönskukennsla mun hefjast við Háskóla Íslands haustið 2003.

Forstöðumaður SVF og Vigdís Finnbogadóttir tóku þátt í kynningarátakinu, sem skipulagt var í nánu samstarfi við Ingimund Sigfússon sendiherra Íslands í Japan. Kynningarátakið var styrkt af íslenskum stjórnvöldum, P. Samúelssyni h.f. og K.K. Viking/Icelandair í Japan.

Megintilgangur kynningarinnar var að efla tengsl við japanska háskóla m.a. með nemenda- og kennaraskiptum og rannsóknasamstarfi. Jafnframt var tilgangurinn að leita eftir stuðningi við starfsemi SVF.

Auk Háskóla Sameinuðu Þjóðanna voru Wasedaháskóli, Tokaiháskóli og Gakushuinháskóli heimsóttir.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og Auður Hauksdóttir forstöðumaður SVF fluttu opinbera fyrirlestra við Wasedaháskóla og jafnframt flutti Vigdís erindi við opnun norrænnar viku í Tokaiháskóla.

Þá áttu fulltrúar SVF fund með Hiroaki Fujii forseta Japan Foundation. Í tengslum við ferðina var gefið út kynningarefni um stofnunina á japönsku.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Ítarleg skýrsla hefur verið gerð um ferðina, sem send hefur verið menntamálaráðherra, utanríkisráðherra, sendiherra Íslands í Japan, rektor Háskóla Íslands og deildarforseta heimspekideildar. Skýrslan liggur frammi á skrifstofu SVF.

Liðsinni Vigdísar Finnbogadóttur og styrktaraðila

Vigdís Finnbogadóttir hefur reynst stofnuninnni ómetanlegur bakhjarl. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi stofnunarinnar og tók hún meðal annars þátt í kynningarátakinu í Japan. Í tilefni af árs starfsafmæli SVF var starfsmönnum og nokkrum velunnurum stofnunarinnar boðið til móttöku í Skólabæ þann 17. desember. Við það tækifæri afhenti Vigdís stofnuninni til varðveislu málverk úr einkasafni sínu. Málverkið, sem er eftir Jóhannes Geir, fékk Vigdís að gjöf frá Alþingi Íslendinga á 60 ára afmæli hennar. Hr. Páll Skúlason, háskólarektor veitti verkinu viðtöku.

Hollvinasamtökum Háskóla Íslands og styrktaraðilum stofnunarinnar var sérstaklega þakkaður veittur stuðningur, en þeir eru:  K.K.Viking/Icelandair Japan, Menningarsjóður Íslandsbanka, Menningar- og styrktarsjóður Búnaðarbankans, Menningarsjóður VÍS, P. Samúelsson hf., Prentsmiðjan Gutenberg, Sjóvá-Almennar, Smith og Norland, Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður vélstjóra.

Samstarfssamningar Þýðingaseturs

Þýðingasetrið gerði samstarfssamning við Skýrr um vinnu við innleiðingu á fjárhags- og mannauðskerfi Oracle fyrir íslenska ríkið og fólst vinnuframlag Þýðingaseturs aðallega í ráðgjöf. Jafnframt hefur Þýðingasetrið starfað með Össuri hf. að þýðingum á erlend mál og veitt fyrirtækinu ráðgjöf um tilhögun á fjölmála þýðingum.
Á byrjun síðu

Nafnbreyting í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Á fundi í heimspekideild þann 26. apríl 2001 var samþykkt tillaga um nafnbreytingu á Stofnun í erlendum tungumálum í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í greinargerð með tillögunni stendur m.a.:

„Tilgangurinn með nafnbreytingunni er tvíþættur. Annars vegar að heiðra frú Vigdísi fyrir ötult starf í þágu tungumála. Hins vegar að styrkja rannsóknir og kennslu í erlendum málum og íslensku sem erlendu máli. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur sem kunnugt er verið öflugur talsmaður mikilvægis tungumálakunnáttu, jafnt erlendra mála sem móðurmálsins og hefur lagt drjúgan skerf til þessa málaflokks í störfum sínum sem kennari, forseti Íslands og nú síðast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Með því að að kenna stofnunina við frú Vigdísi Finnbogadóttur sýnir heimspekideild hug sinn í verki til merkilegs framlags hennar á þessu sviði. Jafnframt mun það verða Stofnun í erlendum tungumálum mikil lyftistöng að tengjast nafni og störfum frú Vigdísar.“

Samþykkt heimspekideildar um nafnbreytingu var bókuð á fundi í háskólaráði þann 3. maí 2001.

Hinn 1. október var haldin hátíðarsamkoma í tilefni af stofndegi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og var hún fyrsti liðurinn í afmælisdagskrá sem haldin var í tilefni af 90 ára afmæli HÍ. Ávörp fluttu Páll Skúlason rektor og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Þorsteinn Gylfason, prófessor flutti erindið „Vesenið við Babelsturninn“ og Barnakór Kársnesskóla söng lög frá ýmsum löndum undir stjórn Þórunnar Björnsdóttir. Undirleik annaðist Martin Hunger Friðriksson. Athöfnin, sem fór fram í Hátíðasal HÍ, var fjölsótt.

Starfssvið og hlutverk

Markmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum er að styðja og efla kennslu í erlendum tungumálum og byggja upp öflugar rannsóknir á sviði málvísinda, bókmennta- og menningarfræði, þýðinga og kennslufræði erlendra mála. Auk rannsókna er það eitt af markmiðum stofnunarinnar að miðla upplýsingum um nýjungar í kennslu erlendra tungumála fyrir öll stig menntunar og efna til fræðilegrar umræðu í þjóðfélaginu um framangreind rannsóknasvið og um hlutverk tungumála í þjóðfélaginu almennt. Auk útgáfu fræðirita stendur stofnunin fyrir fyrirlestrahaldi, ráðstefnum og málstofum um efni sem tengjast fræðasviðum hennar.

Stjórn

Pétur Knútsson var forstöðumaður í Stofnun í erlendum tungumálum mestan hluta ársins 2001, en aðrir í stjórn voru Oddný G. Sverrisdóttir og Torfi H. Tulinius. Á aðalfundi þann 1. nóvember var kosin ný stjórn, en hana skipa: Auður Hauksdóttir forstöðumaður og Oddný G. Sverrisdóttir varaforstöðumaður. Í fagráði sitja auk þeirra Gauti Kristmannsson, Margrét Jónsdóttir og Matthew J. Whelpthon. Guðrún H. Tulinius starfaði sem verkefnisstjóri í hálfu starfi frá 1. ágúst til áramóta.

Ráðstefnur og málstofur

Dagana 23.-25. maí var haldin norræn ráðstefna um rannsóknir á norrænum málum sem öðru og erlendu máli. Sérstakir gestir á ráðstefnunni voru Richard Schmidt, prófessor við University of Hawaii og Paul Meara, prófessor við University of Swansea en auk þeirra voru aðalfyrirlesarar Esther Glahn, Gisela Håkansson, Maisa Martin, Karen Lund, J. Normann Jørgensen, Juni Söderberg Arnfast, Kenneth Hyltenstam og Niclas Abrahamsson. Auk sameiginlegrar dagskrár voru fluttir 38 fyrirlestrar í 12 málstofum. Fjöldi þátttakenda var 124 þar af 110 erlendir gestir. Umsjón með ráðstefnuninni höfðu Sigríður Þorvaldsdóttir, María Garðarsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir og Auður Hauksdóttir. Ráðstefnan var styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Styrktarsjóði Clöru Lachmann, Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytinu.

Dagana 14.-16. desember stóð stofnunin í samvinnu við Þýðingasetur og Hugvísindastofnun fyrir ráðstefnunni Menningarmiðlun í ljóði og verki. Ráðstefnan var haldin í tilefni af evrópsku tungumálaári og var hún styrkt af Evrópusambandinu, Bókmenntakynningasjóði, menntamálaráðuneytinu og Rithöfundasambandinu. Ráðstefnan hófst með málþingi í Hátíðasal undir yfirskriftinni Margtyngdar bókmenntir; draumórar eða veruleiki. Helstu fyrirlesarar voru Manfred Peter Hein, Andreas F. Kelletat, Christopher Whyte, Þorsteinn Gylfason og Ástráður Eysteinsson. Laugardaginn 15. desember voru haldnar vinnustofur og verkstæði í ljóðaþýðingum, þar sem þýðendur, skáld, fræðimenn og áhugamenn báru saman bækur sínar. Ráðstefnunni lauk á sunnudeginum 16. desember með ljóðahátíð í Borgarbókasafni. Umsjón með ráðstefnunni hafði Gauti Kristmannsson.

Málfræðimálstofa undir stjórn Matthews Whelptons lektors í enskum málvísindum var haldin vikulega – á bæði vor- og haustmisseri. Um tuttugu kennarar í heimspekideild auk gesta frá öðrum deildum og skólum héldu fyrirlestur þar sem þeir kynntu rannsóknarverkefni sín. Viðfangsefni spönnuðu vítt svið, frá kennslufræði tungumála til talmeinafræði, íslenskrar málverndar, setningarfræði og samanburðarhljómfallsfræði. Fundirnir voru að jafnaði haldnir í hádegini og urðu fjörugir og allfjölmennir.

Dagana 5. og 6. júní gekkst stofnunin fyrir málstofu um málnotkunargreiningu og gagnvirk tjáskipti. Fyrirlesari á málstofunni var Gabriele Kasper, prófessor við University of Hawaii.

Evrópskt tungumálaár

Í tilefni af evrópsku tungumálaári gekkst stofnunin fyrir dagskrá í Hátíðasal Háskóla Íslands á Degi tungumálanna þann 26. september. Á dagskránni voru þrjú erindi: Guðbergur Bergssson fjallaði um þýðingar bókmenntaverka, Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallaði um menningarlæsi og Gauti Kristmannson fjallaði um fjölmiðla og fjöltyngi.

Rannsóknarstyrkur

Stofnunin veitti Birnu Arnbjörnsdóttur, aðjunkt við enskuskor, 400.000 kr. styrk til að vinna undirbúningsrannsókn á tengslum milli kenninga og reyndar í tungumálakennslu. Rannsóknin nær til tungumálakennara og nemenda í 4 framhaldsskólum.

Útgáfustarfssemi

Stofnun gaf út tvö greinasöfn á árinu 2001. Hið fyrra kom út undir nafni Stofnunar í erlendum tungumálum, en hið síðara undir nafni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ritin voru gefin út í samvinnu við Norræna félagið um kanadísk fræði (The Nordic Association for Canadian Studies, NACS), en þau eru fyrst og fremst afrakstur fjölþjóðlegrar ráðstefnu sem NACS hélt á vegum Stofnunar í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands í ágúst 1999 undir yfirskriftinni Rediscovering Canada. Fyrra ritið Rediscovering Canada – Image, Place and Text, sem inniheldur 23 greinar er nr. 16. í fræðiritröðinni NACS TEXT Series. Síðara ritið Rediscovering Canadian Difference er nr. 17 í sömu ritröð. Ritstjóri og höfundur inngangs að greinasöfnunum er Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, sem er aðalritstjóri NACS Text Series.

X