Fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur stunda margvíslegar rannsóknir á sviði tungumálakennslu, máltileinkunar, bókmennta, og menningarfræði. Stöðugt er verið að þróa nýjar aðferðir í tungumálakennslu og miðlun bókmennta og menningarfs mismunandi málheima og þjóða. Einnig fást margir við þýðingar, orðabókagerð og almennt kynningarstarf til að auka vægi tungumála í samfélaginu.

Rannsóknasvið:

  • Tungumálanám og -kennsla
  • Máltaka, máltileinkun og tvítyngi
  • Bókmenntir
  • Menningarfræði
  • Þýðingarfræði
  • Málvísindi

Fræðimenn stofnunarinnar eiga í viðamiklu alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir, kennslu, þróunar- og nýbreytnistarf á síni sviði. Kennara- og nemendaskipti við erlenda háskóla eru snar þáttur í starfsemi stofnunarinnar. Stofnunin hefur notið þess að fjölmargir erlendir fræðimenn hafa starfað tímabundið við kennslu og rannsóknir á undanförnum árum.

Nánari upplýsingar um rannsóknir fræðimanna stofnunarinnar er að finna á heimasíðum þeirra og í árlegum yfirlitum yfir miðlun rannsókna.

>Miðlun rannsókna

X