Stofnun í erlendum tungumálum er ein undirstofnana Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hún hefur starfað frá 8. áratug síðustu aldar, fyrst við heimspekideild, síðan hugvísindadeild og nú við hugvísindasvið. Í október 2001, í tengslum við 90 ára afmæli Háskóla Íslands og Evrópska tungumálaárið, var samþykkt var að tengja nafn Vigdísar Finnbogadóttur við stofnunina sem fékk þá heitið Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Það var gert til að heiðra Vigdísi fyrir ötult starf í þágu tungumála í störfum sínum sem kennari, forseti Íslands og sem velgjörðarsendiherra tungumála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Hér má finna heimasíðu Vigdísar Finnbogadóttur.