1. Útgáfa Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er birtingarvettvangur fyrir fræðimenn stofnunarinnar og aðra sem stunda rannsóknir á fræðasviði stofnunarinnar. Stofnunin gefur út tímaritið Milli mála, sem kemur út einu sinni á ári (sjá nánar) og einnig önnur ritverk (sjá ritnefndarreglur).

2. Þeir sem óska eftir að gefa út verk hjá stofnuninni skulu senda skriflega umsókn þess efnis til ritnefndar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Í umsókninni skulu koma fram upplýsingar um verkið, umfang þess, sýnishorn af texta, ef um þýðingar er að ræða, og upplýsingar um myndir/gröf eða annað eftir því sem við á, ásamt upplýsingum um fjármögnun. Umsóknareyðublað má nálgast hér. Frestur til að skila inn umsóknum er 1. febrúar og 1. október ár hvert.

3. Ritnefnd fer yfir umsóknir og metur innsend verk með tilliti til vísindalegs gildis þeirra, (m.a. matsreglna Vísindasviðs Háskólans) og fræðasviðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

4. Áður en hægt er að samþykkja verk til útgáfu þurfa allar upplýsingar um kostnað við verkið að liggja fyrir, m.a. staðfest kostnaðaráætlun frá Háskólaútgáfu. Höfundur skal leita eftir styrkjum til fjármögnunar útgáfunnar upp á eigin spýtur og/eða í samvinnu við ritnefnd.

5. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur reynir eftir föngum að styrkja útgáfu. Tilkynnt er um slíka styrki í auglýsingu til allra starfsmanna SVF a.m.k. einu sinni á ári. Ritnefnd ákveður í sameiningu, hvernig fjárframlagi SVF til útgáfu skuli ráðstafað til umsækjenda.

6. Stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur tekur endanlega ákvörðun um útgáfu verks, sem tilnefnd eru til útgáfu af ritnefnd. Þannig skoðast bók ekki samþykkt til útgáfu fyrr en fyrir liggur skriflegt samþykki allra ritnefndarmanna og formanns stjórnar SVF.

7. Ritnefnd er skipuð þremur sérfræðingum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Nú eiga sæti í ritnefnd þær Ásdís R. Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir. Ritnefnd ber ábyrgð á útgáfu tímaritsins Milli mála sem kemur út árlega sem og annarri útgáfu á vegum stofnunarinnar.

8. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur ber einungis fjárhagslega ábyrgð á útgáfu ritverka sem lúta þessu verklagi.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00

X