ATHUGIÐ: Búið er að ráða tímabundið í starfið.
Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar óskar eftir starfsfólki í Veröld – hús Vigdísar.
Verkefni eru meðal annars:
- sala aðgöngumiða við inngang Upplýsinga- og fræðslusetursins í Veröld – húsi Vigdísar
- sala á bókum til gesta
- að svara spurningum um sýninguna og um húsið
- sýna húsið
- sýna stutt myndbönd um Vigdísi
- önnur tengd verkefni eftir þörfum
Vinnutími getur verið allt frá tveimur og til fimm klukkustunda á dag, að hámarki 20 klukkustundir á viku. Vinnutíminn verður á milli 10:00 og 18:00 og verður með sveigjanlegu skipulagi sem ákveðið verður milli starfsfólks svo að alltaf sé starfsmaður í húsinu á þessum tíma.
Umsækjendur þurfa að tala ensku. Ekki er nauðsynlegt að tala íslensku en það er kostur, líkt og kunnátta í öðrum tungumálum.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Valgerði Jónasdóttur <valgerdur@hi.is>