Komið hefur verið á fót styrktarsjóði við Háskóla Íslands í nafni Stephans G. Stephanssonar. Markmiðið með sjóðnum er að stuðla að rannsóknasamstarfi fræðimanna á Íslandi og í Vesturheimi á sviði innflytjendabókmennta. 

Ásamt konu sinni, Adriönu, hefur Stephan Vilberg Bendiktson, búsettur í Mexíkó, lagt til stofnfé sjóðsins í minningu afa síns, Stephans G. Stephanssonar. Þá hafa hjónin Heather Alda og William Ireland frá Bresku Kólumbíu í Kanada og hjónin Moorea og Glen Grey frá Alberta í Kanada lagt fé í sjóðinn. 

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn veitir Birna Bjarnadóttir, Stephans G. Stephanssonar rannsóknarlektor hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

X