í Fréttir, News, VIMIUC

Fundur stjórnar Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var haldinn þann 14. september 2022 í Veröld – húsi Vigdísar. Á fundinum var ákveðið að veita á árinu styrki að upphæð 3.400.000 kr. til eftirfarandi verka:

  • Milli mála – tímarit um tungumál og menningu, hefðbundið hefti og sérhefti 2023 – alls 1.400.000 kr.
  • Bækurnar Brúðkaup rauðu fiskanna, Að vestan. Íslensk-kanadískar smásögur, Litháarnir við Laptevhaf, Bókmenntir rómískra kvenna og Márar á Íberíuskaganum – alls 1.500.000 kr.
  • Kynningarmyndbönd Vigdísarstofnunar vegna Alþjóðlegs áratugs frumbyggjatungumála 2022-32 – 500.000 kr

Að auki var veittur styrkur sem vilyrði hafði verið veitt fyrir árið 2020 til eftirfarandi verkefnis:

  • LEXÍA, íslensk frönsk veforðabók – 1.500.000 kr.

 

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:

• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Varamaður er Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.

Aðrar fréttir
X