Ásta Ingibjartsdóttir
Aðjunkt í frönskum fræðum við Háskóla Íslands

Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 205, sími 525-4569,
Háskóli Íslands
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
IS-107 Reykjavik
S: 525-4000
Störf
Ásta Ingibjartsdóttir er aðjunkt í frönskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Ásta lauk mastersprófi í málvísindum með áherslu á kennslu í frönsku sem erlent mál. Ritgerðin fjallar um stöðu nemandans í orðræðu kennslufræðinnar.
Rannsóknasvið hennar er þjálfun talaðs máls og notkun leiklistar í þeirri þjálfun.
Aðjúnkt I í frönskum fræðum við Háskóla Íslands frá hausti 2005.
Ásta kennir aðallega málfræði, ritun og talþjálfun.
Síðan 2007 hefur Ásta kennt námskeið í leiklist sem felur í sér notkun leiklistar í þjálfun talaðs máls.
Ásta hefur kennt námskeiðið Tungumál og leiklist við Mála- og menningardeild. Það námskeið er opið öllum nemendum deildarinnar og unnið er á marktungumálið skráðra nemenda.
Öllum leiklistarnámskeiðum lýkur með sýningu.
La pratique théâtrale en langue française
Description : Ce cours est un espace pédagogique particulier et différent de celui où les étudiants ont l’habitude d’être et travailler. Il est attendu des étudiants d’être actifs et créatifs dans leurs approches du texte travaillé.
Leur travail est converti en actions qui sont vouées à la réalisation d’un objet qui est la mise en scène du texte. L’objectif esthétique précédant tout autre.
L’objectif : La mise en scène d’un texte (monologues/ dialogues) choisi par les étudiants eux-mêmes d’un livre proposé par l’enseignant. Il y a un autre objectif plus didactique celui-là, permettre aux étudiants de s’exprimer en tant que sujet en langue française et surtout dans une autre relation avec la langue. Être un sujet parlant motivé par la réalisation de la mise en scène d’un texte qui doit susciter l’intérêt du spectateur.
Textar og verk sem unnið hefur verið með:
2007 : Chroniques des jours entiers, des nuits entières, Xavier Durringer, Éditions Théâtrales, 2002, Paris.
2008 : Textes de Brel, Brassens, Ferré et Grand Corps malades.
Brel : Ces gens – là, Jef, Le diable.
Brassens : Le gorille, la mauvaise réputation.
Ferré : Monsieur William, Vingt ans
Grand corps malade : Les voyages en train, Il a fait nuit toute la journée.
Ces gens-là plakat
2010 : L´art de pêter, Pierre – Thomas – Nicolas – Hurtaut, Éditions Payot, 2006, Paris.
2011 : Boris Vian, musicien, chanteur et écrivain.
Les joyeux bouchers, Île déserte, Arthur, La vie c´est comme une dent, Blouse du dentiste, Je bois, Fais-moi mal Jhonny, À tous les enfants, Le déserteur et Donne donne donne.
Vian-de vivante plakat
2013 : Roland Dubillard, Ionesco, Robbe-Grillet, Tardieu et Billetdoux.
2016 : Poêmes de femmes.
2019 : Racine (Andromaque), Anouilh (Antigone) Durringer (Chroniques des jours entiers, des nuits entières)
Hélas ! plakat
Tungumál og leiklist er valnámskeið fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms. Námskeiðið er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn (1 til 2 vikur) er í umsjón bókmenntafræðings sem leiðir nemendur í gegnum lestur og skilning á verkinu. Nemendur vinna með verkið á sínu tungumáli en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill. Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga. Seinni hlutinn (9 vikur) er í höndum umsjónarmanns námskeiðsins (Ásta Ingibjartsóttir) með aðstoð kennara í þeim tungumálum sem eru skráð í námskeiðið. Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum. Námskeiðinu lýkur með sýningu.
Markmið námskeiðsins eru að þjálfa tjáningu á markmálinu, að efla hópvinnu, að kynna og greina leikbókmenntir og síðast en ekki síst að efla sköpunarmátt tungumálanámsins.
Textar og verk:
2018: Beðið eftir Godot, Samuel Beckett.
Hvað er málið?
2019: Mávurinn, Anton Tsjekhov.
Reyttir mávar
2020: Sex persónur leita höfundar, Luigi Pirandello.
Covid upptaka