Birna Bjarnadóttir

    Birna Bjarnadóttir

    Stephans G. Stephanssonar rannsóknasérfræðingur

    Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 301, sími 525-4933,

    netfang: birna@hi.is

    Háskóli Íslands
    Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
    Veröld – hús Vigdísar
    Brynjólfsgötu 1
    IS-107 Reykjavik
    S: 525-4000

    Um mig

    Birna Bjarnadóttir las bókmenntir við Freie Universität í Berlín, University of Warwick og Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands 2003, (rannsóknir við University of Warwick), veitti Íslenskudeild Manitóbaháskóla forstöðu 2003-2015 og stýrði Vesturheimsverkefni Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum 2015‒2020.

    Rannsóknasvið hennar eru fagurfræði og frásagnarhefð nútímabókmennta, íslensk-kanadískar bókmenntir, íslensk-amerískar bókmenntir, landnám innflytjenda í nútímabókmenntum og arfur útlegðar í nútímabókmenntum.

    Birna hefur birt fræðirit, skáldskap og greinar beggja vegna hafs og ritstýrt fjölda bóka. Fyrir utan rannsóknir á sköpunarkrafti vistaskipta í verkum skálda og rithöfunda íslenskunnar í Vesturheimi um og eftir aldamótin nítján hundruð, stýrir hún einnig um þessar mundir Leiðangrinum á Töfrafjallið (2013‒2020), samstarfsverkefni lista‒ og fræðimanna, og leiðir, ásamt Inga Birni Guðnasyni bókmenntafræðingi, alþjóðlega menningarverkefnið Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða.

    X