Erla Erlendsdóttir

  Erla Erlendsdóttir

  Prófessor í spænsku við Háskóla Íslands

  Rannsóknir á sviði málvísinda.

  • Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 341, sími 525-4565,
  • netfang: erlaerl@hi.is

  Háskóli Íslands
  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  Veröld – hús Vigdísar
  Brynjólfsgötu 1
  IS-107 Reykjavik
  S: 525-4000

  Um mig

  Erla lauk doktorsnámi í spænskum fræðum frá Háskólanum í Barcelona á Spáni árið 2003, meistaraprófi frá sama háskóla 1999 og mag.art.-prófi í spænskum og norrænum fræðum frá Georg-August-háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1988. Hún stundaði nám í portúgölskum og brasilískum fræðum við Ludwig-Maximilian-háskólann í München og lauk þar ígildi BA-prófs árið 1993.

  Helstu rannsóknasvið Erlu eru mál og menning spænskumælandi þjóða, félagsmálvísindi, orðfræði, orðsifjafræði, orðabókarfræði, orðasambandafræði, bókmenntir Spánar og Kúbu, þýðingar, krónikur og skrif um landafundina.

  Hún vinnur að útgáfu á íslenskum þýðingum á spænskum krónikum og þáttum frá 17., 18. og 19. öld. Þá vinnur hún að rannsóknaverkefninu Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás sem er væntanlegt árið 2020. Um þessar mundir er hún að endurþýða skáldsöguna Nada eftir spænska rithöfundinn Carmen Laforet.

  X