Geir Sigurðsson
Prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands

Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 317, sími 525-4157,
netfang: geirs@hi.is
Háskóli Íslands
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
IS-107 Reykjavik
S: 525-4000
Geir lauk doktorsnámi í heimspeki með áherslu á samræðu kínverskrar og vestrænnar heimspeki frá Havaí-háskóla í Bandaríkjunum árið 2004. Á árunum 2001-2003 stundaði hann nám í kínversku og heimspeki við Renmin-háskóla í Peking í Kína og 1998-1998 kínverskunám við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Hann lauk meistaraprófi í heimspeki frá Cork-háskóla á Írlandi árið 1997 og BA-gráðu í heimspeki og félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1994.
Rannsóknir Geirs snúast öðru fremur um menntun, siði, siðmenningargreiningu, lífslist og nýverið hefur hann hafist handa við að velta fyrir sér heimspekilegum hliðum öldrunar. Hann nýtir sér jafnt kínverska sem vestræna innsýn í rannsóknum sínum en þar leitar hann einkum fanga í konfúsíanisma og daoisma en jafnframt þýskri hughyggju, gagnrýninni kenningu, fyrirbærafræði og félagsfræðilegum pælingum. Árið 2015 kom út hjá SUNY Press bók hans Confucian Propriety and Ritual Learning: A Philosophical Interpretation en hún hlaut viðurkenningu árið 2018 sem ein besta bók þess árs um menntun hjá The Society of Professors of Education. Hann hefur einnig gert úr garði íslenska þýðingu á kínverska fornritinu Hernaðarlist Meistara Sun (Sunzi bingfa) með ítarlegum skýringum og inngangi sem kom út árið 2019.