Geir Þórarinn Þórarinsson

  Geir Þórarinn Þórarinsson

  Aðjunkt og greinarformaður í grísku og latínu við Háskóla Íslands

  Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 211, sími 525-4528,

  netfang: gtt@hi.is

  Heimasíða Geirs Þórarins Þórarinssonar

  Háskóli Íslands
  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  Veröld – hús Vigdísar
  Brynjólfsgötu 1
  IS-107 Reykjavik
  S: 525-4000

  Um mig

  Geir lauk meistaraprófi frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum í klassískum fræðum með áherslu á heimspeki fornaldar og klassískar bókmenntir. Hann lauk BA-gráðu í heimspeki, grísku og latínu frá Háskóla Íslands árið 2004.

  Geir kennir tungumál, bókmenntir, sögu og menningu Forngrikkja og Rómverja. Rannsóknir Geirs snúa einkum að heimspeki fornaldar.

  Störf

  Aðjúnkt I í grísku og latínu við Háskóla Íslands frá janúar 2017.

  Aðjúnkt II í grísku og latínu við Háskóla Íslands 2012 – 2017.

  Stundakennari í grísku og latínu við Háskóla Íslands 2010 – 2012.

  Kennsla

  Geir kennir námskeið um bæði gríska og latneska málfræði auk námskeiða sem þjálfa nemendur áfram í lestri frumtexta á frummálunum; inngangsnámskeið um klassísk fræði og ýmis námskeið um sögu, menningu og trúarbrögð Forngrikkja og Rómverja (s.s. hugmyndasögu fornaldar, goðafræði og trúarbrögð Grikkja og Rómverja); yfirlitsnámskeið um bókmenntir Forngrikkja og Rómverja (s.s. klassískar bókmenntir, gríska leikritun, grísk-rómverska mælskulist og sagnaritun Grikkja og Rómverja) auk námskeiða um einstaka höfunda eða bókmenntagreinar (s.s. Hómer, Hesíódos, Platon, Caesar, Sallustius, Propertius). Geir hefur einnig tekið þátt í ýmsum námskeiðum utan fornmálanna um mál og menningu eða heimspeki og hefur leiðbeint nemendum í sérverkefnum og B.A.-verkefnum í grísku, latínu og heimspeki.

  Styrkir

  Thor Thors-styrkur, The American-Scandinavian Foundation, 2004

  P.E. More Fellowship in Classical Philosophy, Princeton University, 2004-2010

  Rannsóknir

  Rannsóknaráhugi Geirs beinist einkum að fornaldarheimspeki, einkum Platoni og platonisma, Aristótelesi og aristótelísku hefðinni og hellenískri heimspeki; og viðfangsefnum í heimspekilegri sálarfræði, heimspeki tungumáls, siðfræði, sálarfræði siðferðisins og athafnafræði í fornöld og nútímanum. Einnig að grískum og latneskum bókmenntum, einkum óbundnu máli, sagnaritun og mælskulist.

  Ritaskrá

  (Valdar greinar)

  „Farsæld í Siðfræði Evdemosar”, hjá Eiríki Smára Sigurðssyni og Svavari Hrafni Svavarssyni (ritstj.), Hugsað með Aristótelesi (Háskólaútgáfan, 2018).

  „Language, Mind, and Justice: Philosophical Topics in the Writings of Þorsteinn Gylfason“, hjá Gabriel Malenfant (ritstj.), Inquiring Into Contemporary Icelandic Philosophy (Háskólaútgáfan, 2014).

  (ásamt Andreas T. Zanker) „The Meanings of «Meaning» and Reception Studies“, Materiali e discussioni per l’analisi dei testi classici 67 (2011): 9-19.

  Fyrirlestrar

  „Rhetoric, Truth, and The Ethics of Belief“ í málstofunni „Lessons from Plato for the Post-Truth Era“, Thinking Clearly in the Age of Fake News: Learning from Antiquity. Bowdoin College, 18 apríl, 2019.

  „The Melian dialogue: Is There a Pathology of Polemos in Thucydides?“ í málstofunni „Why Values Clash: The Thucydidean Account“, Thinking Clearly in the Age of Fake News: Learning from Antiquity. Bowdoin College, 16. apríl, 2019.

  „Classical Languages at the University of Iceland: Using of Original Texts with beginners“, Communicating Cultures and Languages: European-Chinese Perspectives and Experiences, Beijing Foreign Studies University, 4. júní, 2018.

  „Stjórnvitringurinn og löggjafinn“, í málstofunni Vitringar og andvitringar fornaldar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, 9. mars 2018.

  „Nec vitia nostra nec remedia pati possumus“, í málstofunni Innan heims og handan: Guðdómur, dauði og réttlæti í fornöld á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, 11. mars 2017.

  „Siðfræði Evdemosar“, í málstofunni Hugsað með Aristótelesi á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, 11. mars 2016.

  „Hýpatía frá Alexandríu“, í fyrirlestraröðinni Kvenheimspekingar koma í kaffi, Háskóla Íslands, 10. apríl 2014.

  „Ódysseifur og Ódysseifskviða“, Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum, 27. nóvember 2011.

  „Hamingja, dygð og mannlegt eðli“, í málstofunni Fornaldarheimspeki á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, 25. mars 2011.

  X