Irma Erlingsdóttir
Prófessor í frönskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands

Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 321, sími 525-4634,
netfang: irma@hi.is
Háskóli Íslands
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
IS-107 Reykjavik
S: 525-4000
Irma lauk doktorsnámi í frönskum samtímabókmenntum frá Sorbonne-háskóla í París árið 2012, DEA-prófi í samtímabókmenntum frá Université Paris VIII (Vincennes) árið 1995, meistaraprófi í samtímabókmenntum frá Paul-Valéry háskóla í Montpellier árið 1994, licence-prófi frá sama skóla árið 1993 og BA-gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands árið 1992.
Rannsóknasvið Irmu eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Irma hefur skrifað greinar, ritstýrt bókum og skipulagt ráðstefur og viðburði. Árið 2000 var hún ráðin forstöðumaður Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og gegnir hún enn þeirri stöðu. Irma er enn fremur framkvæmdastjóri EDDU – öndvegisseturs og Alþjóðlegs jafnréttisskóla (GEST) við Háskóla Íslands en báðum verkefnunum var ýtt úr vör árið 2009.